„Þarna var gengið mun lengra en það sem við teljum ásættanlegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 11. desember 2023 11:25 Karl Steinar Valsson er sviðsstjóri öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Sviðsstjóri öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir atvik þar sem glimmeri var kastað yfir utanríkisráðherra vera eitthvað sem ekki er hægt að sætta sig við. Atvikið hefur áhrif á hvernig öryggisgæslu ráðherra er háttað. Á föstudaginn í síðustu viku var glimmeri kastað yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra þegar hann var viðstaddur fund vegna 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar. Mótmælendur voru ósáttir með aðgerðir íslenskra stjórnvalda hvað varðar átök Ísrael og Palestínu og kölluðu eftir viðskiptabanni og stjórnmálaslitum við Ísrael. Í gær sagði fyrrverandi utanríkisráðherra og samflokksmaður Bjarna, Guðlaugur Þór Þórðarson, að það væri hræðilegt ef setja þurfi öryggisgæslu fyrir ráðherra. „Við skulum ekki gleyma því að þetta svokallaða glimmer eða hvað þú vilt kalla þetta, það er hægt að nota ýmislegt annað. Þetta sló mig vægast sagt illa og mér fannst sorglegt að sjá þetta,“ sagði Guðlaugur. Óásættanlegt Karl Steinar Valsson, sviðsstjóri öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, er á sama máli og Guðlaugur. Hann segir að þarna hafi verið stigin skref sem ekki sé hægt að sætta sig við. „Öryggismál í kringum æðstu stjórn eru mál sem við erum alltaf með í sífelldri skoðun og endurfærslu. Óneitanlega hefur þetta áhrif á það, þarna var gengið mun lengra en það sem við teljum ásættanlegt. Við erum bara að skoða það en eðlilega erum við ekkert sérstaklega að ræða það hvernig það er sem við bregðumst við því. En þetta er í sífelldri skoðun,“ segir Karl Steinar. Eitt að segja, annað að gera Lögreglan ber ábyrgð á öryggiseftirliti með ráðherrum og segir Karl Steinar að hingað til hafi fólk getað virt hefðbundinn samskiptamáta við þá. „Við höfum hingað til lifað í mjög friðsælu samfélagi þar sem fólk kemur almennilega fram og virðir mörk á því hvað er eðlilegt að segja og gera. Eitt er að segja hluti, annað er að bregðast við með öðrum hætti. Það er bara það sem hefur áhrif,“ segir Karl Steinar. Hefur ekki veitt viðtal Bjarni hefur ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins enn sem komið er en á laugardaginn birti hann færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að hann vilji ekki kynda undir mótmælendum. „Við þurfum að tryggja, að umræða um það framlag sem við Íslendingar getum haft, sem friðsæl þjóð þar sem staða mannréttindamála er sterk og fólk býr við meira öryggi og velsæld en flestir aðrir heimsbúar, fari fram á málefnalegan og lýðræðislegan hátt. Í því felst m.a. að leikreglum samfélagsins sé fylgt,“ skrifaði Bjarni. Dóttirin frétti af málinu á TikTok Þá sagði hann frá því að hann hafi þurft að útskýra fyrir tólf ára dóttur sinni hvað hafði gerst þarna eftir að hún sá færslu frá RÚV um atvikið á samfélagsmiðlinum TikTok. „Þar er hin dramatíska skvetta sem tekin var upp af mótmælendum send út af Ríkisútvarpinu á samfélagsmiðlinum. Við TikTok-fréttina eru athugasemdir skrifaðar af fjölmörgum. Ein þeirra er þessi: ,,...henda sýru en ekki glimmeri á BB næst takk,“ skrifaði Bjarni. Fleiri niðrandi athugasemdir voru ritaðar um Bjarna og hægt er að sjá einhverjar þeirra hér fyrir neðan. Flestar þeirra voru ritaðar af nafnlausum aðgöngum, það er að ekki er hægt að finna út hvaða einstaklingur er með aðganginn. Skjáskot af nokkrum ummælum undir TikTok-myndbandi RÚV. Þá hafa einhverjir skrifað svipað niðrandi athugasemdir um þá sem báru ábyrgð á mótmælunum. Nokkur ummæli frá einstaklingum sem ekki voru ánægðir með athæfið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Samfélagsmiðlar Lögreglan Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Á föstudaginn í síðustu viku var glimmeri kastað yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra þegar hann var viðstaddur fund vegna 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar. Mótmælendur voru ósáttir með aðgerðir íslenskra stjórnvalda hvað varðar átök Ísrael og Palestínu og kölluðu eftir viðskiptabanni og stjórnmálaslitum við Ísrael. Í gær sagði fyrrverandi utanríkisráðherra og samflokksmaður Bjarna, Guðlaugur Þór Þórðarson, að það væri hræðilegt ef setja þurfi öryggisgæslu fyrir ráðherra. „Við skulum ekki gleyma því að þetta svokallaða glimmer eða hvað þú vilt kalla þetta, það er hægt að nota ýmislegt annað. Þetta sló mig vægast sagt illa og mér fannst sorglegt að sjá þetta,“ sagði Guðlaugur. Óásættanlegt Karl Steinar Valsson, sviðsstjóri öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, er á sama máli og Guðlaugur. Hann segir að þarna hafi verið stigin skref sem ekki sé hægt að sætta sig við. „Öryggismál í kringum æðstu stjórn eru mál sem við erum alltaf með í sífelldri skoðun og endurfærslu. Óneitanlega hefur þetta áhrif á það, þarna var gengið mun lengra en það sem við teljum ásættanlegt. Við erum bara að skoða það en eðlilega erum við ekkert sérstaklega að ræða það hvernig það er sem við bregðumst við því. En þetta er í sífelldri skoðun,“ segir Karl Steinar. Eitt að segja, annað að gera Lögreglan ber ábyrgð á öryggiseftirliti með ráðherrum og segir Karl Steinar að hingað til hafi fólk getað virt hefðbundinn samskiptamáta við þá. „Við höfum hingað til lifað í mjög friðsælu samfélagi þar sem fólk kemur almennilega fram og virðir mörk á því hvað er eðlilegt að segja og gera. Eitt er að segja hluti, annað er að bregðast við með öðrum hætti. Það er bara það sem hefur áhrif,“ segir Karl Steinar. Hefur ekki veitt viðtal Bjarni hefur ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins enn sem komið er en á laugardaginn birti hann færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að hann vilji ekki kynda undir mótmælendum. „Við þurfum að tryggja, að umræða um það framlag sem við Íslendingar getum haft, sem friðsæl þjóð þar sem staða mannréttindamála er sterk og fólk býr við meira öryggi og velsæld en flestir aðrir heimsbúar, fari fram á málefnalegan og lýðræðislegan hátt. Í því felst m.a. að leikreglum samfélagsins sé fylgt,“ skrifaði Bjarni. Dóttirin frétti af málinu á TikTok Þá sagði hann frá því að hann hafi þurft að útskýra fyrir tólf ára dóttur sinni hvað hafði gerst þarna eftir að hún sá færslu frá RÚV um atvikið á samfélagsmiðlinum TikTok. „Þar er hin dramatíska skvetta sem tekin var upp af mótmælendum send út af Ríkisútvarpinu á samfélagsmiðlinum. Við TikTok-fréttina eru athugasemdir skrifaðar af fjölmörgum. Ein þeirra er þessi: ,,...henda sýru en ekki glimmeri á BB næst takk,“ skrifaði Bjarni. Fleiri niðrandi athugasemdir voru ritaðar um Bjarna og hægt er að sjá einhverjar þeirra hér fyrir neðan. Flestar þeirra voru ritaðar af nafnlausum aðgöngum, það er að ekki er hægt að finna út hvaða einstaklingur er með aðganginn. Skjáskot af nokkrum ummælum undir TikTok-myndbandi RÚV. Þá hafa einhverjir skrifað svipað niðrandi athugasemdir um þá sem báru ábyrgð á mótmælunum. Nokkur ummæli frá einstaklingum sem ekki voru ánægðir með athæfið.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Samfélagsmiðlar Lögreglan Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira