„Þarna var gengið mun lengra en það sem við teljum ásættanlegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 11. desember 2023 11:25 Karl Steinar Valsson er sviðsstjóri öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Sviðsstjóri öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir atvik þar sem glimmeri var kastað yfir utanríkisráðherra vera eitthvað sem ekki er hægt að sætta sig við. Atvikið hefur áhrif á hvernig öryggisgæslu ráðherra er háttað. Á föstudaginn í síðustu viku var glimmeri kastað yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra þegar hann var viðstaddur fund vegna 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar. Mótmælendur voru ósáttir með aðgerðir íslenskra stjórnvalda hvað varðar átök Ísrael og Palestínu og kölluðu eftir viðskiptabanni og stjórnmálaslitum við Ísrael. Í gær sagði fyrrverandi utanríkisráðherra og samflokksmaður Bjarna, Guðlaugur Þór Þórðarson, að það væri hræðilegt ef setja þurfi öryggisgæslu fyrir ráðherra. „Við skulum ekki gleyma því að þetta svokallaða glimmer eða hvað þú vilt kalla þetta, það er hægt að nota ýmislegt annað. Þetta sló mig vægast sagt illa og mér fannst sorglegt að sjá þetta,“ sagði Guðlaugur. Óásættanlegt Karl Steinar Valsson, sviðsstjóri öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, er á sama máli og Guðlaugur. Hann segir að þarna hafi verið stigin skref sem ekki sé hægt að sætta sig við. „Öryggismál í kringum æðstu stjórn eru mál sem við erum alltaf með í sífelldri skoðun og endurfærslu. Óneitanlega hefur þetta áhrif á það, þarna var gengið mun lengra en það sem við teljum ásættanlegt. Við erum bara að skoða það en eðlilega erum við ekkert sérstaklega að ræða það hvernig það er sem við bregðumst við því. En þetta er í sífelldri skoðun,“ segir Karl Steinar. Eitt að segja, annað að gera Lögreglan ber ábyrgð á öryggiseftirliti með ráðherrum og segir Karl Steinar að hingað til hafi fólk getað virt hefðbundinn samskiptamáta við þá. „Við höfum hingað til lifað í mjög friðsælu samfélagi þar sem fólk kemur almennilega fram og virðir mörk á því hvað er eðlilegt að segja og gera. Eitt er að segja hluti, annað er að bregðast við með öðrum hætti. Það er bara það sem hefur áhrif,“ segir Karl Steinar. Hefur ekki veitt viðtal Bjarni hefur ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins enn sem komið er en á laugardaginn birti hann færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að hann vilji ekki kynda undir mótmælendum. „Við þurfum að tryggja, að umræða um það framlag sem við Íslendingar getum haft, sem friðsæl þjóð þar sem staða mannréttindamála er sterk og fólk býr við meira öryggi og velsæld en flestir aðrir heimsbúar, fari fram á málefnalegan og lýðræðislegan hátt. Í því felst m.a. að leikreglum samfélagsins sé fylgt,“ skrifaði Bjarni. Dóttirin frétti af málinu á TikTok Þá sagði hann frá því að hann hafi þurft að útskýra fyrir tólf ára dóttur sinni hvað hafði gerst þarna eftir að hún sá færslu frá RÚV um atvikið á samfélagsmiðlinum TikTok. „Þar er hin dramatíska skvetta sem tekin var upp af mótmælendum send út af Ríkisútvarpinu á samfélagsmiðlinum. Við TikTok-fréttina eru athugasemdir skrifaðar af fjölmörgum. Ein þeirra er þessi: ,,...henda sýru en ekki glimmeri á BB næst takk,“ skrifaði Bjarni. Fleiri niðrandi athugasemdir voru ritaðar um Bjarna og hægt er að sjá einhverjar þeirra hér fyrir neðan. Flestar þeirra voru ritaðar af nafnlausum aðgöngum, það er að ekki er hægt að finna út hvaða einstaklingur er með aðganginn. Skjáskot af nokkrum ummælum undir TikTok-myndbandi RÚV. Þá hafa einhverjir skrifað svipað niðrandi athugasemdir um þá sem báru ábyrgð á mótmælunum. Nokkur ummæli frá einstaklingum sem ekki voru ánægðir með athæfið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Samfélagsmiðlar Lögreglan Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Á föstudaginn í síðustu viku var glimmeri kastað yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra þegar hann var viðstaddur fund vegna 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar. Mótmælendur voru ósáttir með aðgerðir íslenskra stjórnvalda hvað varðar átök Ísrael og Palestínu og kölluðu eftir viðskiptabanni og stjórnmálaslitum við Ísrael. Í gær sagði fyrrverandi utanríkisráðherra og samflokksmaður Bjarna, Guðlaugur Þór Þórðarson, að það væri hræðilegt ef setja þurfi öryggisgæslu fyrir ráðherra. „Við skulum ekki gleyma því að þetta svokallaða glimmer eða hvað þú vilt kalla þetta, það er hægt að nota ýmislegt annað. Þetta sló mig vægast sagt illa og mér fannst sorglegt að sjá þetta,“ sagði Guðlaugur. Óásættanlegt Karl Steinar Valsson, sviðsstjóri öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, er á sama máli og Guðlaugur. Hann segir að þarna hafi verið stigin skref sem ekki sé hægt að sætta sig við. „Öryggismál í kringum æðstu stjórn eru mál sem við erum alltaf með í sífelldri skoðun og endurfærslu. Óneitanlega hefur þetta áhrif á það, þarna var gengið mun lengra en það sem við teljum ásættanlegt. Við erum bara að skoða það en eðlilega erum við ekkert sérstaklega að ræða það hvernig það er sem við bregðumst við því. En þetta er í sífelldri skoðun,“ segir Karl Steinar. Eitt að segja, annað að gera Lögreglan ber ábyrgð á öryggiseftirliti með ráðherrum og segir Karl Steinar að hingað til hafi fólk getað virt hefðbundinn samskiptamáta við þá. „Við höfum hingað til lifað í mjög friðsælu samfélagi þar sem fólk kemur almennilega fram og virðir mörk á því hvað er eðlilegt að segja og gera. Eitt er að segja hluti, annað er að bregðast við með öðrum hætti. Það er bara það sem hefur áhrif,“ segir Karl Steinar. Hefur ekki veitt viðtal Bjarni hefur ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins enn sem komið er en á laugardaginn birti hann færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að hann vilji ekki kynda undir mótmælendum. „Við þurfum að tryggja, að umræða um það framlag sem við Íslendingar getum haft, sem friðsæl þjóð þar sem staða mannréttindamála er sterk og fólk býr við meira öryggi og velsæld en flestir aðrir heimsbúar, fari fram á málefnalegan og lýðræðislegan hátt. Í því felst m.a. að leikreglum samfélagsins sé fylgt,“ skrifaði Bjarni. Dóttirin frétti af málinu á TikTok Þá sagði hann frá því að hann hafi þurft að útskýra fyrir tólf ára dóttur sinni hvað hafði gerst þarna eftir að hún sá færslu frá RÚV um atvikið á samfélagsmiðlinum TikTok. „Þar er hin dramatíska skvetta sem tekin var upp af mótmælendum send út af Ríkisútvarpinu á samfélagsmiðlinum. Við TikTok-fréttina eru athugasemdir skrifaðar af fjölmörgum. Ein þeirra er þessi: ,,...henda sýru en ekki glimmeri á BB næst takk,“ skrifaði Bjarni. Fleiri niðrandi athugasemdir voru ritaðar um Bjarna og hægt er að sjá einhverjar þeirra hér fyrir neðan. Flestar þeirra voru ritaðar af nafnlausum aðgöngum, það er að ekki er hægt að finna út hvaða einstaklingur er með aðganginn. Skjáskot af nokkrum ummælum undir TikTok-myndbandi RÚV. Þá hafa einhverjir skrifað svipað niðrandi athugasemdir um þá sem báru ábyrgð á mótmælunum. Nokkur ummæli frá einstaklingum sem ekki voru ánægðir með athæfið.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Samfélagsmiðlar Lögreglan Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent