Syngjum burt Pisadrauginn Gunnar Guðbjörnsson skrifar 11. desember 2023 10:00 Mikið hefur verið fjallað um slakt gengi íslenskra barna í nýlegri Pisakönnun. Menn eru ekki á einu máli um ástæðurnar en þróunin á Íslandi virðist vera sú sama og hjá mörgum öðrum þjóðum, einungis verri. Í kjölfar óperusöngferils míns varð það mitt hlutskipti að stýra söngskóla og uppgötvanir mínar á þeim vettvangi hafa orðið mér æði lærdómsríkar. Vitaskuld tel ég það vera mitt meginhlutverk að leiðbeina nýjum kynslóðum söngvara en mér er löngu orðið ljóst að starfið þarf ekki og á ekki að einskorðast við það. Heilsueflandi áhrif söngs verða sífellt fleirum ljós og sjálfur er ég sannfærður um að söngkennsla muni í framtíðinni taka að verulegu leyti mið af ýmsum öðrum þáttum en þeim sem hafa verið ríkjandi. Á fjölmennri ráðstefnu um söng sem haldin var í Osló síðastliðið haust voru tvö umræðuefni sérlega áberandi: Jákvæð áhrif söngs á aldraða, sérstaklega þá sem glíma við heilabilun, og söngur barna og jákvæð áhrif hans. Hópur söngáhugafólks með mismunandi bakgrunn sótti ráðstefnuna. Sjálfur varð ég margs vísari þar og nú þegar ískyggilegar niðurstöður úr nýrri Pisakönnun berast okkur rifjast margt upp fyrir mér sem ég kynnti mér í Osló. Í stuttu máli má segja að mörgum var hugleikið hve slæmt það væri að almennur söngur barna hefði nánast horfið á neðri skólastigum alls staðar á Norðurlöndum. Kom á daginn að söngiðkun er ekki aðeins góð fyrir heilsuna heldur bjuggu sérfræðingar á ráðstefnunni yfir þeirri vitneskju að söngur hefði einnig afskaplega jákvæð áhrif á málþroska og lestrargetu barna, sé hann stundaður reglubundið frá unga aldri. Víða er unnið að því að endurvekja almennan söng í leikskólum og barnaskólum. Mun það rétta af hallann í Pisakönnuninni? Nei, ekki eitt og sér, en ásamt öðru stuðlar það ótvírætt að betri árangri auk þess sem söngur hressir, bætir og kætir. Ég get vitnað í eigin reynslu en ýmsar rannsóknir staðfesta að tónlistarnám hefur afgerandi og góð áhrif á námsgetu barna og ungmenna. Þetta er áhugavert svið og af þessu tilefni hafa rannsóknir á áhrifum söngs á heilastarfsemi barna verið efldar. Er ljóst að átak í því að gera söng aðgengilegan börnum yrði aðeins til góðs fyrir samfélagið. Góður maður sagði eitt sinn að reiður maður brysti ekki í söng. Söngur væri gleðigjafi og framkallaði hjá okkur sömu áhrif og hreyfing og skilaði okkur betri andlegri líðan. Söngur barna gæti því verið kjörin leið til að vinna gegn aukinni streitu, ofbeldi og andlegri vanlíðan í samfélaginu. Einnig hefur verið bent á að kórsöngur sé góð leið til að efla félagsfærni fólks og auka samhyggð einstaklinga. Margur Íslendingurinn hefur áttað sig á þeim miklu gæðum sem felast í því að iðka söng og ekki er verra ef hann stuðlar að bættum námsárangri í þokkabót. Ætti því að vera nokkuð augljóst að það er þjóðþrifamál að innleiða söng í leik- og grunnskólum á nýjan leik og gefa honum þann sess sem hann hafði. Menntamálaráðherra Dana hefur lýst því yfir að hann vilji innleiða söng í skólum landsins. Hann hefur fengið góð viðbrögð við tillögu sinni. Á ráðstefnunni í haust heyrði ég einnig af tilraunaverkefnum í Danmörku sem búist er við að leiði til að söngiðkun verði aftur á námskrá. Við ættum að fylgjast vel með því sem Danir og Norðmenn eru að gera en biðin eftir frekari rannsóknarniðurstöðum ætti að vera óþörf. Einföld leit á Google skilar ótal lærðum greinum með afgerandi niðurstöðum málinu til stuðnings. Gerum okkur öllum greiða og opnum fyrir söng barna í skólakerfinu á Íslandi og syngjum burt Pisadrauginn sem hefur hrellt okkur í allt of mörg ár. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz og óperusöngvari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Skóla - og menntamál Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um slakt gengi íslenskra barna í nýlegri Pisakönnun. Menn eru ekki á einu máli um ástæðurnar en þróunin á Íslandi virðist vera sú sama og hjá mörgum öðrum þjóðum, einungis verri. Í kjölfar óperusöngferils míns varð það mitt hlutskipti að stýra söngskóla og uppgötvanir mínar á þeim vettvangi hafa orðið mér æði lærdómsríkar. Vitaskuld tel ég það vera mitt meginhlutverk að leiðbeina nýjum kynslóðum söngvara en mér er löngu orðið ljóst að starfið þarf ekki og á ekki að einskorðast við það. Heilsueflandi áhrif söngs verða sífellt fleirum ljós og sjálfur er ég sannfærður um að söngkennsla muni í framtíðinni taka að verulegu leyti mið af ýmsum öðrum þáttum en þeim sem hafa verið ríkjandi. Á fjölmennri ráðstefnu um söng sem haldin var í Osló síðastliðið haust voru tvö umræðuefni sérlega áberandi: Jákvæð áhrif söngs á aldraða, sérstaklega þá sem glíma við heilabilun, og söngur barna og jákvæð áhrif hans. Hópur söngáhugafólks með mismunandi bakgrunn sótti ráðstefnuna. Sjálfur varð ég margs vísari þar og nú þegar ískyggilegar niðurstöður úr nýrri Pisakönnun berast okkur rifjast margt upp fyrir mér sem ég kynnti mér í Osló. Í stuttu máli má segja að mörgum var hugleikið hve slæmt það væri að almennur söngur barna hefði nánast horfið á neðri skólastigum alls staðar á Norðurlöndum. Kom á daginn að söngiðkun er ekki aðeins góð fyrir heilsuna heldur bjuggu sérfræðingar á ráðstefnunni yfir þeirri vitneskju að söngur hefði einnig afskaplega jákvæð áhrif á málþroska og lestrargetu barna, sé hann stundaður reglubundið frá unga aldri. Víða er unnið að því að endurvekja almennan söng í leikskólum og barnaskólum. Mun það rétta af hallann í Pisakönnuninni? Nei, ekki eitt og sér, en ásamt öðru stuðlar það ótvírætt að betri árangri auk þess sem söngur hressir, bætir og kætir. Ég get vitnað í eigin reynslu en ýmsar rannsóknir staðfesta að tónlistarnám hefur afgerandi og góð áhrif á námsgetu barna og ungmenna. Þetta er áhugavert svið og af þessu tilefni hafa rannsóknir á áhrifum söngs á heilastarfsemi barna verið efldar. Er ljóst að átak í því að gera söng aðgengilegan börnum yrði aðeins til góðs fyrir samfélagið. Góður maður sagði eitt sinn að reiður maður brysti ekki í söng. Söngur væri gleðigjafi og framkallaði hjá okkur sömu áhrif og hreyfing og skilaði okkur betri andlegri líðan. Söngur barna gæti því verið kjörin leið til að vinna gegn aukinni streitu, ofbeldi og andlegri vanlíðan í samfélaginu. Einnig hefur verið bent á að kórsöngur sé góð leið til að efla félagsfærni fólks og auka samhyggð einstaklinga. Margur Íslendingurinn hefur áttað sig á þeim miklu gæðum sem felast í því að iðka söng og ekki er verra ef hann stuðlar að bættum námsárangri í þokkabót. Ætti því að vera nokkuð augljóst að það er þjóðþrifamál að innleiða söng í leik- og grunnskólum á nýjan leik og gefa honum þann sess sem hann hafði. Menntamálaráðherra Dana hefur lýst því yfir að hann vilji innleiða söng í skólum landsins. Hann hefur fengið góð viðbrögð við tillögu sinni. Á ráðstefnunni í haust heyrði ég einnig af tilraunaverkefnum í Danmörku sem búist er við að leiði til að söngiðkun verði aftur á námskrá. Við ættum að fylgjast vel með því sem Danir og Norðmenn eru að gera en biðin eftir frekari rannsóknarniðurstöðum ætti að vera óþörf. Einföld leit á Google skilar ótal lærðum greinum með afgerandi niðurstöðum málinu til stuðnings. Gerum okkur öllum greiða og opnum fyrir söng barna í skólakerfinu á Íslandi og syngjum burt Pisadrauginn sem hefur hrellt okkur í allt of mörg ár. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz og óperusöngvari.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun