Málskilningur er forsenda lesskilnings Sæunn Kjartansdóttir og Stefanía B. Arnardóttir skrifa 9. desember 2023 11:30 Sjokkerandi niðurstöður Pisakönnunar hafa fengið marga til að leggja höfuðið í bleyti, sem betur fer, því að í svo flóknu máli er hvorki ein skýring né einföld lausn. Frá okkar sjónarhóli blasir við veikur hlekkur sem við teljum þurfa að styrkja áður en kemur til kasta skólakerfisins: Máltaka barna. Börn sem hafa ekki gott vald á talmáli eru ekki vel undir það búin að skilja ritmál. Og hvernig ná börn tökum á tungumáli? Með því að æfa sig í að nota það. Æfingin virkar bara ef fullorðin manneskja hlustar á barnið. Þetta tekur tíma en þarf engu að síður að gerast alla daga, heima jafnt sem í leikskólum og annars staðar þar sem börn dvelja. Eigi börn að geta tjáð sig, skilið aðra, lesið sér til gagns og gamans, tekið við upplýsingum og tamið sér gagnrýna hugsun þarf fullorðið fólk að gefa sér tíma til að hlusta á þau, tala við þau og lesa fyrir þau. Hljóðbækur geta verið góð viðbót við lestur en þær koma aldrei í staðinn fyrir nánd og samtal við börn um hughrifin sem bækur vekja. Við viljum einnig vara við tilhneigingu sem gætir víða á aðþrengdum leikskólum: Að fela starfsfólki sem ekki er mælandi á íslensku að annast yngstu börnin. Þetta fyrirkomulag er afleitt því að fyrstu 1000 dagana, þegar grunnur er lagður að máltöku barna, þarf að baða þau í orðum. Gagnvirk samskipti við fullorðna, á forsendum barna, kennir þeim að það er leikur að læra og nautn að lesa. Höfundar starfa báðar hjá Geðheilsumiðstöð barna Stefanía B. Arnardóttir hjúkrunarfræðingur Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Leikskólar Grunnskólar Skóla - og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Íslensk tunga Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sjokkerandi niðurstöður Pisakönnunar hafa fengið marga til að leggja höfuðið í bleyti, sem betur fer, því að í svo flóknu máli er hvorki ein skýring né einföld lausn. Frá okkar sjónarhóli blasir við veikur hlekkur sem við teljum þurfa að styrkja áður en kemur til kasta skólakerfisins: Máltaka barna. Börn sem hafa ekki gott vald á talmáli eru ekki vel undir það búin að skilja ritmál. Og hvernig ná börn tökum á tungumáli? Með því að æfa sig í að nota það. Æfingin virkar bara ef fullorðin manneskja hlustar á barnið. Þetta tekur tíma en þarf engu að síður að gerast alla daga, heima jafnt sem í leikskólum og annars staðar þar sem börn dvelja. Eigi börn að geta tjáð sig, skilið aðra, lesið sér til gagns og gamans, tekið við upplýsingum og tamið sér gagnrýna hugsun þarf fullorðið fólk að gefa sér tíma til að hlusta á þau, tala við þau og lesa fyrir þau. Hljóðbækur geta verið góð viðbót við lestur en þær koma aldrei í staðinn fyrir nánd og samtal við börn um hughrifin sem bækur vekja. Við viljum einnig vara við tilhneigingu sem gætir víða á aðþrengdum leikskólum: Að fela starfsfólki sem ekki er mælandi á íslensku að annast yngstu börnin. Þetta fyrirkomulag er afleitt því að fyrstu 1000 dagana, þegar grunnur er lagður að máltöku barna, þarf að baða þau í orðum. Gagnvirk samskipti við fullorðna, á forsendum barna, kennir þeim að það er leikur að læra og nautn að lesa. Höfundar starfa báðar hjá Geðheilsumiðstöð barna Stefanía B. Arnardóttir hjúkrunarfræðingur Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar