Rúmlega áttatíu tilkynningar vegna auglýsinga á útlensku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2023 14:00 Hér eru tvö dæmi um notkun erlendra hugtaka eða orða í íslenskum auglýsingum. Auglýsingarnar fann fréttamaður á innan við fimm mínútna flakki um netið í morgun. Ekki er víst hvort þessar tilteknu auglýsingar hafi verið tilkynntar til Neytendastofu. Vísir Meira en áttatíu tilkynningar hafa borist Neytendastofu vegna auglýsinga á öðrum tungumálum en íslensku síðan viljayfirlýsing var undirrituð um íslenskuátak í auglýsingagerð fyrir tæpum þremur vikum. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir tilkynningum hafa fjölgað mjög. 20. nóvember síðastliðinn undirrituðu Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu og Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennningar- og viðskiptaráðherra viljayfirlýsingu um að ráðast í átaksverkefni til að hvetja til íslenskunotkunar í auglýsingagerð. Almenningur hefur verið hvattur til að tilkynna allt auglýsingaefni sem ekki er á íslensku til Neytendastofu og sú hvatning sannarlega skilað sér. „Frá því að þessi viljayfirlýsing var undirrituð hefur stofnuninni borist 81 ábending. Ég myndi segja að í lang flestum ef ekki öllum tilfellum er þar að ræða auglýsingu sem er á ensku og einstaka tilvik þar sem er eitthvað annað tungumál,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu. „Það berast reglulega ábendingar um auglýsingar sem eru ekki á íslensku, svona í gegn um tíðina. Það hefur yfirleitt verið vegna auglýsinga sem eru sérstaklega áberandi í þjóðfélaginu. En þetta er mjög mikil fjölgun.“ Bæði hafi borist tilkynningar vegna auglýsinga sem eru alfarið á ensku og að hluta til. Eftir stutta eftirgrennslan fréttastofu má í þessu samhengi nefna ayglýsingar Hörpu, sem héngu á auglýsingaskiltum í miðbænum, um guided tours, auglýsingar Coca Cola í bíóhúsum sem eru alfarið á ensku og svo auglýsingar með enskum stikkorðum, til dæmis um tax free, premium outlet og meatloaf, eða kjöthleif, sem hefur verið auglýstur til sölu í ákveðinni matvöruverslun. „Það vildi svo til að mjög stuttu eftir undirritun viljayfirlýsingarinnar þá eru afsláttardagar, Svartur föstudagur, þannig að það hafa komið mjög margar tilkynningar um Black friday auglýsingar. En síðan hafa þetta verið merkingar á Laugavegi, auglýsingar í sjónvarpi sem eru að hluta til á ensku eða að öllu leyti,“ segir Matthildur. Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Neytendur Tengdar fréttir Hvetja almenning til að tilkynna auglýsingar á útlensku til stjórnvalda Menningarráðherra og Neytendastofa hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem herör er skorin upp gegn auglýsingaefni sem ekki er á íslensku. Almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingaefni á öðrum málum en íslensku. 20. nóvember 2023 18:16 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
20. nóvember síðastliðinn undirrituðu Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu og Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennningar- og viðskiptaráðherra viljayfirlýsingu um að ráðast í átaksverkefni til að hvetja til íslenskunotkunar í auglýsingagerð. Almenningur hefur verið hvattur til að tilkynna allt auglýsingaefni sem ekki er á íslensku til Neytendastofu og sú hvatning sannarlega skilað sér. „Frá því að þessi viljayfirlýsing var undirrituð hefur stofnuninni borist 81 ábending. Ég myndi segja að í lang flestum ef ekki öllum tilfellum er þar að ræða auglýsingu sem er á ensku og einstaka tilvik þar sem er eitthvað annað tungumál,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu. „Það berast reglulega ábendingar um auglýsingar sem eru ekki á íslensku, svona í gegn um tíðina. Það hefur yfirleitt verið vegna auglýsinga sem eru sérstaklega áberandi í þjóðfélaginu. En þetta er mjög mikil fjölgun.“ Bæði hafi borist tilkynningar vegna auglýsinga sem eru alfarið á ensku og að hluta til. Eftir stutta eftirgrennslan fréttastofu má í þessu samhengi nefna ayglýsingar Hörpu, sem héngu á auglýsingaskiltum í miðbænum, um guided tours, auglýsingar Coca Cola í bíóhúsum sem eru alfarið á ensku og svo auglýsingar með enskum stikkorðum, til dæmis um tax free, premium outlet og meatloaf, eða kjöthleif, sem hefur verið auglýstur til sölu í ákveðinni matvöruverslun. „Það vildi svo til að mjög stuttu eftir undirritun viljayfirlýsingarinnar þá eru afsláttardagar, Svartur föstudagur, þannig að það hafa komið mjög margar tilkynningar um Black friday auglýsingar. En síðan hafa þetta verið merkingar á Laugavegi, auglýsingar í sjónvarpi sem eru að hluta til á ensku eða að öllu leyti,“ segir Matthildur.
Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Neytendur Tengdar fréttir Hvetja almenning til að tilkynna auglýsingar á útlensku til stjórnvalda Menningarráðherra og Neytendastofa hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem herör er skorin upp gegn auglýsingaefni sem ekki er á íslensku. Almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingaefni á öðrum málum en íslensku. 20. nóvember 2023 18:16 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Hvetja almenning til að tilkynna auglýsingar á útlensku til stjórnvalda Menningarráðherra og Neytendastofa hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem herör er skorin upp gegn auglýsingaefni sem ekki er á íslensku. Almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingaefni á öðrum málum en íslensku. 20. nóvember 2023 18:16