„Fólkið hér er gott“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2023 18:59 Magnús Már Einarsson fósturfaðir Sameer Omran 12 ára sem flúði ásamt frænda sínum Yazan Kawave 14 ára frá Palestínu og komu hingað frá Grikklandi. Fósturmóðir Sameers er Anna Guðrún Ingadóttir. Vísir/Dúi Tveir palestínskir drengir sem dvelja hjá íslenskum fósturfjölskyldum segja hræðilegar aðstæður bíða þeirra verði ákvörðun stjórnvalda um að vísa þeim úr landi að veruleika. Fósturforeldrar drengjanna skora á ráðmenn að sýna hugrekki og veita þeim vernd. Frændurnir Sameer Omran 12 ára og Yazan Kawave 14 ára komu hingað í fylgd föðurbróður þeirra fyrir rúmum átta mánuðum frá Grikklandi eftir að hafa yfirgefið fjölskyldur sínar í Palestínu. Þeir hafa síðan þá búið hjá sitt hvorri fósturfjölskyldunni og stundað skóla og íþróttir. Hluti af fjölskyldu þeirra frá Palestínu býr hér á landi og hefur fengið alþjóðlega vernd. Foreldrar þeirra eru hins vegar enn í Palestínu. Þeim var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir mánuði og hefur ákvörðunin verið kærð til kærunefndar útlendingamála. Magnús Már Einarsson og Anna Guðrún Ingadóttir fósturforeldrar Sameers segja skelfilegt að hugsa til þess að þeir verði mögulega sendir aftur til Grikklands. Yazan hefur búið hjá foreldrum Magnúsar síðustu mánuði. „Þeir hafa aðlagast íslenska lífinu mjög vel. Þeir eru báðir í skóla og fótbolta og gengur vel og eru duglegir að læra íslensku. Það er þyngra en tárum taki að sjá þá ræða við foreldra sína í Palestínu og heyra sprengingar allt í kringum foreldrana. Heimili þeirra eru gjörónýt. Það er ótrúlegt að það eigi að vísa drengjunum úr landi í ömurlegar aðstæður í Grikklandi,“ segir Magnús. Þurftu að betla og fólk hrækti á þá „Þeir áttu hræðilega vist í Grikklandi áður en þeir komu hingað. Þurftu að betla, það var hrækt á þá og þeir lentu í miklum fordómum. Þetta ástand veldur þeim mikilli vanlíðan. Maður heyrir þá bresta í grát oft á dag. Sameer er með martraðir næstum á hverri nóttu og fær kvíðaköst sem maður sér ekki oft hjá tólf ára börnum segir Anna Guðrún Ingadóttir fósturmóðir Sameers Þau skora á íslenska ráðamenn að leyfa drengjunum að búa hér á landi. Þeir Yazan 14 ára og Sameer 12 ára dreymir um að mega búa hér á landi áfram ásamt foreldrum sínum. Vísir/Dúi Skora á þingmenn „Það eru til fordæmi í gegnum tíðina þar sem fólki frá Úkraínu og Afganistan hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi vegna aðstæðna. Ég skora á íslenska þingmenn að gera slíkt hið sama fyrir fólk á flótta frá Palestínu. Ég get ekki ímyndað mér að þingmenn fari glaðir inn í jólahátíðina eftir að hafa vísað þessum tveimur drengjum úr landi,“ segir Magnús. Hér er gott að vera Þeir Yazan Kawave og Sameer Omran eru afar ánægðir með vistina hér á landi og vilja alls ekki snúa til baka. Þeir segja að dvölin á Grikklandi hafi verið hræðileg og í heimalandinu bíði þeirra ekkert annað en húsarústir og örbirgð. Þá dreymir um að geta fengið foreldra sína til Íslands. Þá eru þeir báðir farnir að tala örlitla íslensku. „Mig langar svo að geta búið hérna áfram það er öruggt að vera hér. Fólkið hér er gott,“ segir Yazan. „Hérna á ég vini, spila fótbolta og hér er gott að vera,“ segir Sameer. Í lok viðtalsins vildu þeir koma á framfæri þökkum til allra sem hafa hjálpa þeim hér á landi. Hér að neðan má sjá þau Loga Einarsson og Lenyu Rún ræða málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ TikTok-áskorun leiddi til þrjú hundruð metra banafalls Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Sjá meira
Frændurnir Sameer Omran 12 ára og Yazan Kawave 14 ára komu hingað í fylgd föðurbróður þeirra fyrir rúmum átta mánuðum frá Grikklandi eftir að hafa yfirgefið fjölskyldur sínar í Palestínu. Þeir hafa síðan þá búið hjá sitt hvorri fósturfjölskyldunni og stundað skóla og íþróttir. Hluti af fjölskyldu þeirra frá Palestínu býr hér á landi og hefur fengið alþjóðlega vernd. Foreldrar þeirra eru hins vegar enn í Palestínu. Þeim var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir mánuði og hefur ákvörðunin verið kærð til kærunefndar útlendingamála. Magnús Már Einarsson og Anna Guðrún Ingadóttir fósturforeldrar Sameers segja skelfilegt að hugsa til þess að þeir verði mögulega sendir aftur til Grikklands. Yazan hefur búið hjá foreldrum Magnúsar síðustu mánuði. „Þeir hafa aðlagast íslenska lífinu mjög vel. Þeir eru báðir í skóla og fótbolta og gengur vel og eru duglegir að læra íslensku. Það er þyngra en tárum taki að sjá þá ræða við foreldra sína í Palestínu og heyra sprengingar allt í kringum foreldrana. Heimili þeirra eru gjörónýt. Það er ótrúlegt að það eigi að vísa drengjunum úr landi í ömurlegar aðstæður í Grikklandi,“ segir Magnús. Þurftu að betla og fólk hrækti á þá „Þeir áttu hræðilega vist í Grikklandi áður en þeir komu hingað. Þurftu að betla, það var hrækt á þá og þeir lentu í miklum fordómum. Þetta ástand veldur þeim mikilli vanlíðan. Maður heyrir þá bresta í grát oft á dag. Sameer er með martraðir næstum á hverri nóttu og fær kvíðaköst sem maður sér ekki oft hjá tólf ára börnum segir Anna Guðrún Ingadóttir fósturmóðir Sameers Þau skora á íslenska ráðamenn að leyfa drengjunum að búa hér á landi. Þeir Yazan 14 ára og Sameer 12 ára dreymir um að mega búa hér á landi áfram ásamt foreldrum sínum. Vísir/Dúi Skora á þingmenn „Það eru til fordæmi í gegnum tíðina þar sem fólki frá Úkraínu og Afganistan hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi vegna aðstæðna. Ég skora á íslenska þingmenn að gera slíkt hið sama fyrir fólk á flótta frá Palestínu. Ég get ekki ímyndað mér að þingmenn fari glaðir inn í jólahátíðina eftir að hafa vísað þessum tveimur drengjum úr landi,“ segir Magnús. Hér er gott að vera Þeir Yazan Kawave og Sameer Omran eru afar ánægðir með vistina hér á landi og vilja alls ekki snúa til baka. Þeir segja að dvölin á Grikklandi hafi verið hræðileg og í heimalandinu bíði þeirra ekkert annað en húsarústir og örbirgð. Þá dreymir um að geta fengið foreldra sína til Íslands. Þá eru þeir báðir farnir að tala örlitla íslensku. „Mig langar svo að geta búið hérna áfram það er öruggt að vera hér. Fólkið hér er gott,“ segir Yazan. „Hérna á ég vini, spila fótbolta og hér er gott að vera,“ segir Sameer. Í lok viðtalsins vildu þeir koma á framfæri þökkum til allra sem hafa hjálpa þeim hér á landi. Hér að neðan má sjá þau Loga Einarsson og Lenyu Rún ræða málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ TikTok-áskorun leiddi til þrjú hundruð metra banafalls Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“