Meðferð umsókna frá Palestínu ekki breyst frá upphafi október Lovísa Arnardóttir skrifar 5. desember 2023 10:47 Útlendingastofnun hefur afgreitt frá upphafi árs tæplega 250 umsóknir frá Palestínumönnum. Vísir/Friðrik Þór Meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu hefur ekki breyst hjá Útlendingastofnun frá því í upphafi október þegar átökin hófust á Gasa. Alls hefur stofnunin tekið til meðferðar 244 umsóknir á þessu ári. 128 hafa fengið vernd og 116 neitun á grundvelli Dyflinnarreglugerðar eða verndar annars staðar. Frá upphafi þessa árs hefur Útlendingastofnun afgreitt 128 umsóknir frá Palestínumönnum í efnislegri meðferð og fengu þau öll veitta vernd eða viðbótarvernd. Flestar veitingar verndar voru afgreiddar í febrúar, eða alls 31. Það kemur fram í svari Útlendingastofnunar til fréttastofu. Á sama tíma hafa 44 umsóknir verið afgreiddar með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 72 með ákvörðun um endursendingu á grundvelli þess að njóta þegar verndar í öðru Evrópulandi. Það eru alls 116 umsóknir. Í svari til fréttastofu um það hvort að átökin í Palestínu hafi haft áhrif á meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu segir að vegna þess hve slæmt ástandið var fyrir, hafi meðferð umsókna ekki breyst mikið. „Þessar niðurstöður sýna að þrátt fyrir að ástandið hafi versnað til muna í kjölfar átaka undanfarinna vikna þá hefur það ekki haft mikil áhrif á þessa málsmeðferð vegna þess hve ástandið var slæmt fyrir átökin. Sérhver umsókn er eftir sem áður afgreidd á einstaklings grundvelli og taka þarf tillit til þess til dæmis hvort einstaklingar séu með ríkisfang í fleiri ríkjum en þá er horft til aðstæðna í báðum ríkjum,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, í svari til fréttastofu. „Þegar umsóknir eru afgreiddar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar eða verndar í öðru ríki þá er tekið mið af aðstæðum í móttökuríki en ekki heimaríki. Önnur ríki Dyflinnarsamstarfsins eru bundin af sömu reglum og íslensk stjórnvöld um bann við því að vísa fólki brott eða endursenda þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu,“ segir Þórhildur. Vilja 44. grein útlendingalaga virkjaða Þingmaður Pírata og fósturforeldrar tveggja palestínskra drengja sem á að vísa til Grikklands sögðu í fréttum í gær að þau vildu að ráðherra virkjaði ákvæði um fjöldaflótta í útlendingalögum fyrir umsækjendur frá Palestínu eins og var gert þegar stríð braust út í Úkraínu. Það er 44. grein laga um útlendinga. Mál drengjanna er nú til meðferðar hjá kærunefnd útlendingamála en Útlendingastofnun tók mál þeirra ekki til efnismeðferðar vegna þess að þeir eru með vernd í Grikklandi. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins um hvort það kæmi til greina að virkja 44. greinina og fékk þau svör frá aðstoðarmanni að það hafi ekki verið rætt, en verði örugglega rætt. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Linnulausar loftárásir og herinn alls staðar á Gasa Ísraelsher hefur staðið í linnulausum loftárásum á Gasa frá því að hlé á átökum rann út fyrir um það bil þremur dögum. Herinn greindi frá því í nótt að aðgerðir á jörðu niðri stæðu nú yfir á svæðinu öllu. 4. desember 2023 07:07 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Frá upphafi þessa árs hefur Útlendingastofnun afgreitt 128 umsóknir frá Palestínumönnum í efnislegri meðferð og fengu þau öll veitta vernd eða viðbótarvernd. Flestar veitingar verndar voru afgreiddar í febrúar, eða alls 31. Það kemur fram í svari Útlendingastofnunar til fréttastofu. Á sama tíma hafa 44 umsóknir verið afgreiddar með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 72 með ákvörðun um endursendingu á grundvelli þess að njóta þegar verndar í öðru Evrópulandi. Það eru alls 116 umsóknir. Í svari til fréttastofu um það hvort að átökin í Palestínu hafi haft áhrif á meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu segir að vegna þess hve slæmt ástandið var fyrir, hafi meðferð umsókna ekki breyst mikið. „Þessar niðurstöður sýna að þrátt fyrir að ástandið hafi versnað til muna í kjölfar átaka undanfarinna vikna þá hefur það ekki haft mikil áhrif á þessa málsmeðferð vegna þess hve ástandið var slæmt fyrir átökin. Sérhver umsókn er eftir sem áður afgreidd á einstaklings grundvelli og taka þarf tillit til þess til dæmis hvort einstaklingar séu með ríkisfang í fleiri ríkjum en þá er horft til aðstæðna í báðum ríkjum,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, í svari til fréttastofu. „Þegar umsóknir eru afgreiddar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar eða verndar í öðru ríki þá er tekið mið af aðstæðum í móttökuríki en ekki heimaríki. Önnur ríki Dyflinnarsamstarfsins eru bundin af sömu reglum og íslensk stjórnvöld um bann við því að vísa fólki brott eða endursenda þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu,“ segir Þórhildur. Vilja 44. grein útlendingalaga virkjaða Þingmaður Pírata og fósturforeldrar tveggja palestínskra drengja sem á að vísa til Grikklands sögðu í fréttum í gær að þau vildu að ráðherra virkjaði ákvæði um fjöldaflótta í útlendingalögum fyrir umsækjendur frá Palestínu eins og var gert þegar stríð braust út í Úkraínu. Það er 44. grein laga um útlendinga. Mál drengjanna er nú til meðferðar hjá kærunefnd útlendingamála en Útlendingastofnun tók mál þeirra ekki til efnismeðferðar vegna þess að þeir eru með vernd í Grikklandi. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins um hvort það kæmi til greina að virkja 44. greinina og fékk þau svör frá aðstoðarmanni að það hafi ekki verið rætt, en verði örugglega rætt.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Linnulausar loftárásir og herinn alls staðar á Gasa Ísraelsher hefur staðið í linnulausum loftárásum á Gasa frá því að hlé á átökum rann út fyrir um það bil þremur dögum. Herinn greindi frá því í nótt að aðgerðir á jörðu niðri stæðu nú yfir á svæðinu öllu. 4. desember 2023 07:07 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Linnulausar loftárásir og herinn alls staðar á Gasa Ísraelsher hefur staðið í linnulausum loftárásum á Gasa frá því að hlé á átökum rann út fyrir um það bil þremur dögum. Herinn greindi frá því í nótt að aðgerðir á jörðu niðri stæðu nú yfir á svæðinu öllu. 4. desember 2023 07:07
Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55
Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“