Stórkostlegur áfangi í augsýn en líklega handan seilingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2023 06:48 Al Gore hefur helgað líf sitt baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Getty/Paramount Pictures/Brendon Thorne Samkomulag ríkja heims um að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis yrði einn markverðasti atburðurinn í sögu mannkyns að sögn Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og baráttumanns gegn loftslagsbreytingum. „Ef menn kæmust að niðurstöðu hér um að koma heimsbyggðinni á óvart með því að segja: „Ok, við erum búin að ná þessu, við erum búnir að græða nógu mikið af peningum, við munum gera það sem þarf til að gefa ungu fólki von á ný og koma í veg fyrir eins mikla þjáningu og mögulegt er og hefja þá vegferð að hætta notkun jarðefnaeldsneytis,“ þá yrði það einn markverðasti atburðurinn í sögu mannkynsins,“ sagði Gore í samtali við Guardian á Cop28 sem nú stendur yfir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Gore fagnaði stofnun sjóðs til að aðstoða þróunarríkin við að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga en sagði fjármögnun hans ábótavant. Mælikvarðinn á árangur af Cop28 væri hins vegar einfaldur: Annað hvort myndu menn skuldbinda sig til að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis eða ekki. Rúmlega helmingur þeirra 200 ríkja sem eiga fulltrúa á Cop28 hefur gefið til kynna að þau séu reiðubúin til að styðja tillögu þess efnis að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt. John Kerry, sendifulltrúi Bandaríkjanna í loftslagsmálum, segir erfitt að skilja hvers vegna menn ættu að halda áfram að stunda þá iðju sem stuðlar einna mest að loftlagsbreytingum og þá hefur António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatt leiðtoga til að fylkja sér á bak við fyrrnefnda tillögu. Stjórnvöld í Kína, Rússlandi og Sádi Arabíu eru sögð vera meðal þeirra sem munu ekki samþykkja orðalag um að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis og fjöldi olíufyrirtækja sem á fulltrúa á Cop28 áætlar umfangsmiklar boranir. Gore segir það hafa verið mistök að skipa Sultan Al Jaber, forstjóra Adnoc, ríkisolíufyrirtækis Sameinuðu arabísku furstadæmana, forseta Cop28. „Ég meina, það er fáránlegt. Algjörlega út í hött.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
„Ef menn kæmust að niðurstöðu hér um að koma heimsbyggðinni á óvart með því að segja: „Ok, við erum búin að ná þessu, við erum búnir að græða nógu mikið af peningum, við munum gera það sem þarf til að gefa ungu fólki von á ný og koma í veg fyrir eins mikla þjáningu og mögulegt er og hefja þá vegferð að hætta notkun jarðefnaeldsneytis,“ þá yrði það einn markverðasti atburðurinn í sögu mannkynsins,“ sagði Gore í samtali við Guardian á Cop28 sem nú stendur yfir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Gore fagnaði stofnun sjóðs til að aðstoða þróunarríkin við að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga en sagði fjármögnun hans ábótavant. Mælikvarðinn á árangur af Cop28 væri hins vegar einfaldur: Annað hvort myndu menn skuldbinda sig til að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis eða ekki. Rúmlega helmingur þeirra 200 ríkja sem eiga fulltrúa á Cop28 hefur gefið til kynna að þau séu reiðubúin til að styðja tillögu þess efnis að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt. John Kerry, sendifulltrúi Bandaríkjanna í loftslagsmálum, segir erfitt að skilja hvers vegna menn ættu að halda áfram að stunda þá iðju sem stuðlar einna mest að loftlagsbreytingum og þá hefur António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatt leiðtoga til að fylkja sér á bak við fyrrnefnda tillögu. Stjórnvöld í Kína, Rússlandi og Sádi Arabíu eru sögð vera meðal þeirra sem munu ekki samþykkja orðalag um að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis og fjöldi olíufyrirtækja sem á fulltrúa á Cop28 áætlar umfangsmiklar boranir. Gore segir það hafa verið mistök að skipa Sultan Al Jaber, forstjóra Adnoc, ríkisolíufyrirtækis Sameinuðu arabísku furstadæmana, forseta Cop28. „Ég meina, það er fáránlegt. Algjörlega út í hött.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira