Ísland verði að beita sér af krafti Bjarki Sigurðsson skrifar 2. desember 2023 12:14 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp á ráðstefnunni. EPA/Martin Divisek Forsætisráðherra boðaði áttatíu milljóna króna framlag Íslands í Loftlagshamfarasjóð í ræðu á COP28 ráðstefnunni í Dubai í morgun. Hún segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki á ráðstefnunni. Forseti Ungra umhverfissinna segir ávarp ráðherra ekki endurspegla raunverulega stefnu Íslands í loftslagsmálum; stjórnvöld verði að viðurkenna að þau geri ekki nóg. Rúmlega áttatíu fulltrúar Íslands eru nú staddir í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 28. Þátttakendurnir eru í heildina um sjötíu þúsund talsins en þeirra á meðal eru helstu þjóðhöfðingjar heims og sérfræðingar í umhverfismálum. Áttatíu milljónir í nýjan sjóð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fundargesti snemma í morgun. Þar lagði hún áherslu á nauðsyn þess að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu og tilkynnti hún að Ísland yrði stofnaðili að nýjum loftslagshamfarasjóði og leggja í hann áttatíu milljónir króna. Katrín segir sjóðinn afar mikilvægan. „Það sem við sjáum núna með þessi loftslagsmál á alþjóðavísu, það er mikilvægi þess að þau ríki sem teljast velmegandi leggi meira af mörkum til fátækari ríkja inn í þessa þróun alla,“ segir Katrín. Allir sitja við sama borð Þrátt fyrir smæð Íslands segir Katrín hlutverk okkar stórt. „Það skiptir máli að mæta, sýna hvað við erum að gera. Tala fyrir ákveðnum sjónarmiðum því hér sitja allir við sama borð þegar við erum að reyna að ná saman um markmið. Það skiptir máli að Ísland beiti sér af krafti. Við erum líka með ákveðin sjónarmið sem ekki allir eru að halda á lofti,“ segir Katrín. Ísland eigi ekki innistæðu fyrir orðunum Fulltrúar frá félagi Ungra umhverfissinna eru einnig staddir úti. Finnur Ricart Andrason, forseti félagsins, segir viðbrögð þeirra við ræðu Katrínar blendin. „Einnig fannst okkur jákvætt að Ísland skildi setja metnaðarfulla upphæð inn í þennan sjóð. En hins vegar á móti kemur að okkur finnst ekki endilega innistaða fyrir þessum orðum á þessum vettvangi því Ísland heima fyrir er ekki að standa sig nærri því nógu vel,“ segir Finnur. Finnur Ricart Andrason er forseti Ungra umhverfissinna.Vísir/Arnar Hann kallar eftir því að lönd í forréttindastöðu líkt og Ísland nefni það upphátt að þau séu ekki að standa sig nægilega vel. „Viðurkenni það á alþjóðavettvangi og kalli eftir því að önnur lönd í sömu stöðu taki sig á, vilji gera betur og ætli að gera betur. Þetta er eitthvað sem ísland hefur ekki gert á alþjóðlegum vettvangi hingað til, að viðurkenna það að við séum ekki að standa okkur nógu vel heima fyrir. Þá þarf að fylgja því markmið um það að standa sig betur,“ segir Finnur. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu arabísku furstadæmin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. 30. nóvember 2023 14:25 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Rúmlega áttatíu fulltrúar Íslands eru nú staddir í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 28. Þátttakendurnir eru í heildina um sjötíu þúsund talsins en þeirra á meðal eru helstu þjóðhöfðingjar heims og sérfræðingar í umhverfismálum. Áttatíu milljónir í nýjan sjóð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fundargesti snemma í morgun. Þar lagði hún áherslu á nauðsyn þess að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu og tilkynnti hún að Ísland yrði stofnaðili að nýjum loftslagshamfarasjóði og leggja í hann áttatíu milljónir króna. Katrín segir sjóðinn afar mikilvægan. „Það sem við sjáum núna með þessi loftslagsmál á alþjóðavísu, það er mikilvægi þess að þau ríki sem teljast velmegandi leggi meira af mörkum til fátækari ríkja inn í þessa þróun alla,“ segir Katrín. Allir sitja við sama borð Þrátt fyrir smæð Íslands segir Katrín hlutverk okkar stórt. „Það skiptir máli að mæta, sýna hvað við erum að gera. Tala fyrir ákveðnum sjónarmiðum því hér sitja allir við sama borð þegar við erum að reyna að ná saman um markmið. Það skiptir máli að Ísland beiti sér af krafti. Við erum líka með ákveðin sjónarmið sem ekki allir eru að halda á lofti,“ segir Katrín. Ísland eigi ekki innistæðu fyrir orðunum Fulltrúar frá félagi Ungra umhverfissinna eru einnig staddir úti. Finnur Ricart Andrason, forseti félagsins, segir viðbrögð þeirra við ræðu Katrínar blendin. „Einnig fannst okkur jákvætt að Ísland skildi setja metnaðarfulla upphæð inn í þennan sjóð. En hins vegar á móti kemur að okkur finnst ekki endilega innistaða fyrir þessum orðum á þessum vettvangi því Ísland heima fyrir er ekki að standa sig nærri því nógu vel,“ segir Finnur. Finnur Ricart Andrason er forseti Ungra umhverfissinna.Vísir/Arnar Hann kallar eftir því að lönd í forréttindastöðu líkt og Ísland nefni það upphátt að þau séu ekki að standa sig nægilega vel. „Viðurkenni það á alþjóðavettvangi og kalli eftir því að önnur lönd í sömu stöðu taki sig á, vilji gera betur og ætli að gera betur. Þetta er eitthvað sem ísland hefur ekki gert á alþjóðlegum vettvangi hingað til, að viðurkenna það að við séum ekki að standa okkur nógu vel heima fyrir. Þá þarf að fylgja því markmið um það að standa sig betur,“ segir Finnur.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu arabísku furstadæmin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. 30. nóvember 2023 14:25 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. 30. nóvember 2023 14:25