Strætó þarf að taka handbremsubeygju Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir skrifar 1. desember 2023 09:31 Uppskriftin af velheppnuðum strætisvagnasamgöngum er alls ekki flókin. Þú þarft: allflestar biðstöðvar séu í mest 5 mínútna fjarlægð, vagnarnir komi á 10 mínútna fresti, stundvísi, hóflegt gjald og að það taki ekki alltof langan tíma að ferðast með Strætó miðað við aðra ferðamáta. Leiðakerfið sjálft þarf svo að vera viðunandi auk tækni sem styður við markmiðin og útkoman verður farsælt fyrirkomulag almenningssamgangna. Þróunin hjá Strætó hefur verið frekar í þá átt að minnka þjónustuna svo sem fækkun biðstöðva í úthverfunum, lengri bið eftir næsta vagni, hækkun fargjaldsins, nýtt greiðslukerfi sem bilar í helmingi tilfella, eða óstundvísir vagnar sem eru ýmist of snemma eða of seint á ferð. Þetta er uppskriftin að vonlausu strætisvagnakerfi og þá duga dýrar markaðsherferðir Strætó skammt því reynslan kennir nýjum farþegum að forðast Strætó. Hvers eiga farþegar að gjalda? Það sést á nýjasta útspili Strætó að vera með vagnverði sem ganga um og sekta fólk í vögnunum sem getur ekki sýnt fram á greiðslu að Strætó er í mikilli afneitun. Langalgengasta umkvörtunarefni farþega er vegna greiðsluappsins Klapp sem bilar í tíma og ótíma og ekki er Klappkortið mikið skárra. Vegna tafanna sem því fylgja hafa sumir vagnstjórar bara hleypt farþegum í Klappvanda um borð, sem eru hárrétt viðbrögð. Enda mikilvægara að halda í þá farþega sem enn hætta sér í vagnanna frekar en að sparka fólki út alla daga. En hvernig bregðast stjórnendur Strætó við þessu? Ekki með því að fleygja Klapp appinu og taka bara upp einfalt posakerfi við biðstöðvar. Nei, þeirra lausn er að halda í ónýta kerfið og sekta og kasta óheppnum farþegum út úr vögnunum í staðinn. Talandi um að byrja á öfugum enda. Nú hefur vinstri meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og ýmist Vinstri grænna eða Framsóknar verið við stjórnvölinn í Reykjavík og stjórn Strætó í 15 ár. Allir þessir flokkar státa sig af því að vera sérlegir styðjendur almenningssamgangna, sem stenst enga skoðun þegar verkin eru látin tala. Þegar allt er alltaf öðrum að kenna Þrátt fyrir árlegar yfirlýsingar um sterkan fjárhag borgarinnar neita meirihlutaflokkarnir að setja krónu meira í Strætó. Því þeim finnst að ríkið, sem rekur m.a. heilbrigðiskerfið, löggæsluna og menntakerfið og hefur nýlega veitt ríflega fjárstyrki vegna Covid og náttúruhamfara í Grindavík, eigi líka að fjármagna vandræðaganginn við rekstur Strætó. Þar til það gerist er ríkinu kennt um hversu Strætó sé lélegur og óstjórnin látin ráða för í rekstrinum. Sömuleiðis skreyta þessir flokkar sig með Borgarlínu en fást þó hvorki til að greiða fyrir Borgarlínuna né rekstur hennar, því ríkið á að gera það líka. Svo fellir meirihlutinn nánast allar tillögur Sjálfstæðismanna um að bæta Strætó því síðan 2018 hefur Borgarlínan átt að leysa vandann. Sumir borgarfulltrúar meirihlutans hafa svo brugðið á það ráð að kenna Sjálfstæðismönnum um óvinsældir Strætó, þeir séu alltaf að tala Strætó niður. Að hlusta á farþega kvarta undan lélegri þjónustu og aðgerðarleysi er sem sagt ástæða þess að þjónustan sé svona léleg samkvæmt þessum borgarfulltrúum. Það er einnig áberandi orðræða hjá meirihlutaflokkunum að hin sveitarfélögin þar sem Sjálfstæðisflokkurinn situr í meirihluta standi í vegi fyrir bættum Strætó. Nú fer meirihlutinn með umboð fyrir 60% eignarhlut í Strætó og ræður flestu sem hann vill og því hljóta þetta að vera mjög dapurleg tíðindi fyrir kjósendur meirihlutaflokkana í borginni að forysta þeirra sé svona getulaus í valdastól. Strætó er fastur í vítahring Það er ekkert mál fyrir stjórnmálamenn að lofa öllu fögru þegar aðrir eiga að taka reikninginn en þá gerist yfirleitt lítið. Því hafa meirihlutaflokkarnir sett mikinn metnað í að firra sig ábyrgð þrátt fyrir að láta kjósa sig í ábyrgðarstöður. Eftir höfðinu dansa limirnir og því kemur ekki á óvart að nú eigi að ráða vagnverði þrátt fyrir síbilandi greiðsluapp og setja þar með farþega í vonlausa stöðu. Með þessu fækkar farþegum enn frekar og tekjurnar lækka samfara auknum kostnaði sem leiðir til samdráttar í leiðakerfinu og vítahringurinn heldur áfram. Mitt rekstrarráð til Strætó er að hætta snarlega að eyða peningum í Klapp. Það er bara sokkinn kostnaður og að reyna rétta það app við er ávísun á meiri tíma- og peningasóun. Það sama gildir fyrir allar markaðsherferðir og launakostnað vegna nýrra vagnvarða á meðan þetta app er enn í notkun og þjónustan er svona óáreiðanleg. Þeim peningum væri miklu betur varið í nýtt greiðslukerfi líkt og það sem öll lönd í kringum okkur nota. Það þarf handbremsubeygju ef Strætó á að komast á rétta braut ekki vagnverði. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Strætó Samgöngur Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Uppskriftin af velheppnuðum strætisvagnasamgöngum er alls ekki flókin. Þú þarft: allflestar biðstöðvar séu í mest 5 mínútna fjarlægð, vagnarnir komi á 10 mínútna fresti, stundvísi, hóflegt gjald og að það taki ekki alltof langan tíma að ferðast með Strætó miðað við aðra ferðamáta. Leiðakerfið sjálft þarf svo að vera viðunandi auk tækni sem styður við markmiðin og útkoman verður farsælt fyrirkomulag almenningssamgangna. Þróunin hjá Strætó hefur verið frekar í þá átt að minnka þjónustuna svo sem fækkun biðstöðva í úthverfunum, lengri bið eftir næsta vagni, hækkun fargjaldsins, nýtt greiðslukerfi sem bilar í helmingi tilfella, eða óstundvísir vagnar sem eru ýmist of snemma eða of seint á ferð. Þetta er uppskriftin að vonlausu strætisvagnakerfi og þá duga dýrar markaðsherferðir Strætó skammt því reynslan kennir nýjum farþegum að forðast Strætó. Hvers eiga farþegar að gjalda? Það sést á nýjasta útspili Strætó að vera með vagnverði sem ganga um og sekta fólk í vögnunum sem getur ekki sýnt fram á greiðslu að Strætó er í mikilli afneitun. Langalgengasta umkvörtunarefni farþega er vegna greiðsluappsins Klapp sem bilar í tíma og ótíma og ekki er Klappkortið mikið skárra. Vegna tafanna sem því fylgja hafa sumir vagnstjórar bara hleypt farþegum í Klappvanda um borð, sem eru hárrétt viðbrögð. Enda mikilvægara að halda í þá farþega sem enn hætta sér í vagnanna frekar en að sparka fólki út alla daga. En hvernig bregðast stjórnendur Strætó við þessu? Ekki með því að fleygja Klapp appinu og taka bara upp einfalt posakerfi við biðstöðvar. Nei, þeirra lausn er að halda í ónýta kerfið og sekta og kasta óheppnum farþegum út úr vögnunum í staðinn. Talandi um að byrja á öfugum enda. Nú hefur vinstri meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og ýmist Vinstri grænna eða Framsóknar verið við stjórnvölinn í Reykjavík og stjórn Strætó í 15 ár. Allir þessir flokkar státa sig af því að vera sérlegir styðjendur almenningssamgangna, sem stenst enga skoðun þegar verkin eru látin tala. Þegar allt er alltaf öðrum að kenna Þrátt fyrir árlegar yfirlýsingar um sterkan fjárhag borgarinnar neita meirihlutaflokkarnir að setja krónu meira í Strætó. Því þeim finnst að ríkið, sem rekur m.a. heilbrigðiskerfið, löggæsluna og menntakerfið og hefur nýlega veitt ríflega fjárstyrki vegna Covid og náttúruhamfara í Grindavík, eigi líka að fjármagna vandræðaganginn við rekstur Strætó. Þar til það gerist er ríkinu kennt um hversu Strætó sé lélegur og óstjórnin látin ráða för í rekstrinum. Sömuleiðis skreyta þessir flokkar sig með Borgarlínu en fást þó hvorki til að greiða fyrir Borgarlínuna né rekstur hennar, því ríkið á að gera það líka. Svo fellir meirihlutinn nánast allar tillögur Sjálfstæðismanna um að bæta Strætó því síðan 2018 hefur Borgarlínan átt að leysa vandann. Sumir borgarfulltrúar meirihlutans hafa svo brugðið á það ráð að kenna Sjálfstæðismönnum um óvinsældir Strætó, þeir séu alltaf að tala Strætó niður. Að hlusta á farþega kvarta undan lélegri þjónustu og aðgerðarleysi er sem sagt ástæða þess að þjónustan sé svona léleg samkvæmt þessum borgarfulltrúum. Það er einnig áberandi orðræða hjá meirihlutaflokkunum að hin sveitarfélögin þar sem Sjálfstæðisflokkurinn situr í meirihluta standi í vegi fyrir bættum Strætó. Nú fer meirihlutinn með umboð fyrir 60% eignarhlut í Strætó og ræður flestu sem hann vill og því hljóta þetta að vera mjög dapurleg tíðindi fyrir kjósendur meirihlutaflokkana í borginni að forysta þeirra sé svona getulaus í valdastól. Strætó er fastur í vítahring Það er ekkert mál fyrir stjórnmálamenn að lofa öllu fögru þegar aðrir eiga að taka reikninginn en þá gerist yfirleitt lítið. Því hafa meirihlutaflokkarnir sett mikinn metnað í að firra sig ábyrgð þrátt fyrir að láta kjósa sig í ábyrgðarstöður. Eftir höfðinu dansa limirnir og því kemur ekki á óvart að nú eigi að ráða vagnverði þrátt fyrir síbilandi greiðsluapp og setja þar með farþega í vonlausa stöðu. Með þessu fækkar farþegum enn frekar og tekjurnar lækka samfara auknum kostnaði sem leiðir til samdráttar í leiðakerfinu og vítahringurinn heldur áfram. Mitt rekstrarráð til Strætó er að hætta snarlega að eyða peningum í Klapp. Það er bara sokkinn kostnaður og að reyna rétta það app við er ávísun á meiri tíma- og peningasóun. Það sama gildir fyrir allar markaðsherferðir og launakostnað vegna nýrra vagnvarða á meðan þetta app er enn í notkun og þjónustan er svona óáreiðanleg. Þeim peningum væri miklu betur varið í nýtt greiðslukerfi líkt og það sem öll lönd í kringum okkur nota. Það þarf handbremsubeygju ef Strætó á að komast á rétta braut ekki vagnverði. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar