Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 02:04 Nokkuð stór hópur fólks hefur safnast saman við fangelsið á Hólmsheiði og von er á fleirum. Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar, segir í samtali við Vísi að um tuttugu bílum hafi verið lagt við og á afleggjaranum við fangelsið. Markmiðið sé fyrst og fremst að vekja athygli stjórnvalda á máli Eddu Bjarkar og því að til standi að afhenda hana norskum yfirvöldum í skjóli nætur. Í gærkvöldi var greint frá því að fangelsinu hefði borist símtal frá stoðdeild Ríkislögreglustjóra um að Edda Björk yrði sótt í fangelsið í kvöld og í framhaldinu flutt til Noregs. Ragnheiður segir fjölskylduna ekki geta haft neitt samband við Eddu Björk síðan um klukkan 22 í gærkvöldi, enda ljúki símatíma fangelsisins þá. Heimildir hennar innan úr fangelsinu hermi að til standi að flytja Eddu Björk klukkan 05 í nótt. Gera allt til þess að hindra flutninginn Ragnheiður segir að lögregluþjónar hafi verið á vettvangi fyrr í nótt og sagt viðstöddum að færa þyrfti bílana af veginum til þess að sjúkrabíll gæti komist um veginn. Enginn sjúkrabíll sé þó kominn og lögregluþjónarnir séu nú á bak og burt. Aðspurð segir hún hópinn munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt í nótt. Hann muni til að mynda ekki hika við að þvera veginn með bílum sínum ef til þess ráðs þarf að grípa. Hópurinn mun loka veginum, ef þess þarf. Þá segir hún að í ofanálag við þá tuttugu bíla og farþega þeirra sé von á fleirum. Fólk muni helst koma á fimmta tímanum þegar gert er ráð fyrir flutningnum úr fangelsinu. Eru ekki bjartsýn Ragnheiður segir þó að um friðsamleg mótmæli sé að ræða og að þeim sé fyrst og fremst ætlað að vekja athygli stjórnvalda á málinu. Aðstandendur hennar skilji einfaldlega ekki málsmeðferðina og hvers vegna ákvörðun um að flytja Eddu Björk í nótt hafi verið tekin. Þá sé einnig óskiljanlegt að sú ákvörðun virðist hafa verið tekin af stoðdeild Ríkislögreglustjóra en ekki Ríkissaksóknara, sem fer með afhendingu eftirlýstra manna til erlendra yfirvalda. Verjandi Eddu hafi í kvöld og í nótt haft samband við bæði héraðsdóm og Ríkislögreglustjóra, sem hvorugur hafi kannast við að hafa tekið ákvörðunina. Jóhannes Karl Sveinsson, verjandi Eddu Bjarkar, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að hann hefði gert kröfu til þess héraðsdómara, sem kvað upp gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Eddu, að hann úrskurði þegar í stað, á grundvelli laga um meðferð sakamála, að Edda Björk yrði ekki afhent úr varðhaldinu fyrr en Landsréttur hefur úrskurðað í málinu. Ragnheiður segir að af gefinni reynslu séu aðstandendur Eddu Bjarkar ekki bjartsýnir á það að stjórnvöld geri nokkuð í málinu, þrátt fyrir mótmælin. „Það er ótrúlegt að enginn skuli hafa tekið upp hanskann fyrir hana og börnin hennar miðað við allt sem hefur gengið á.“ Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vill svör um afhendingu ríkisborgara vegna máls Eddu Bjarkar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um handtöku og afhendingu íslenskra ríkisborgara. Tilefnið er mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin í gær og til stendur að afhenda norskum yfirvöldum. 29. nóvember 2023 23:03 Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar, segir í samtali við Vísi að um tuttugu bílum hafi verið lagt við og á afleggjaranum við fangelsið. Markmiðið sé fyrst og fremst að vekja athygli stjórnvalda á máli Eddu Bjarkar og því að til standi að afhenda hana norskum yfirvöldum í skjóli nætur. Í gærkvöldi var greint frá því að fangelsinu hefði borist símtal frá stoðdeild Ríkislögreglustjóra um að Edda Björk yrði sótt í fangelsið í kvöld og í framhaldinu flutt til Noregs. Ragnheiður segir fjölskylduna ekki geta haft neitt samband við Eddu Björk síðan um klukkan 22 í gærkvöldi, enda ljúki símatíma fangelsisins þá. Heimildir hennar innan úr fangelsinu hermi að til standi að flytja Eddu Björk klukkan 05 í nótt. Gera allt til þess að hindra flutninginn Ragnheiður segir að lögregluþjónar hafi verið á vettvangi fyrr í nótt og sagt viðstöddum að færa þyrfti bílana af veginum til þess að sjúkrabíll gæti komist um veginn. Enginn sjúkrabíll sé þó kominn og lögregluþjónarnir séu nú á bak og burt. Aðspurð segir hún hópinn munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt í nótt. Hann muni til að mynda ekki hika við að þvera veginn með bílum sínum ef til þess ráðs þarf að grípa. Hópurinn mun loka veginum, ef þess þarf. Þá segir hún að í ofanálag við þá tuttugu bíla og farþega þeirra sé von á fleirum. Fólk muni helst koma á fimmta tímanum þegar gert er ráð fyrir flutningnum úr fangelsinu. Eru ekki bjartsýn Ragnheiður segir þó að um friðsamleg mótmæli sé að ræða og að þeim sé fyrst og fremst ætlað að vekja athygli stjórnvalda á málinu. Aðstandendur hennar skilji einfaldlega ekki málsmeðferðina og hvers vegna ákvörðun um að flytja Eddu Björk í nótt hafi verið tekin. Þá sé einnig óskiljanlegt að sú ákvörðun virðist hafa verið tekin af stoðdeild Ríkislögreglustjóra en ekki Ríkissaksóknara, sem fer með afhendingu eftirlýstra manna til erlendra yfirvalda. Verjandi Eddu hafi í kvöld og í nótt haft samband við bæði héraðsdóm og Ríkislögreglustjóra, sem hvorugur hafi kannast við að hafa tekið ákvörðunina. Jóhannes Karl Sveinsson, verjandi Eddu Bjarkar, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að hann hefði gert kröfu til þess héraðsdómara, sem kvað upp gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Eddu, að hann úrskurði þegar í stað, á grundvelli laga um meðferð sakamála, að Edda Björk yrði ekki afhent úr varðhaldinu fyrr en Landsréttur hefur úrskurðað í málinu. Ragnheiður segir að af gefinni reynslu séu aðstandendur Eddu Bjarkar ekki bjartsýnir á það að stjórnvöld geri nokkuð í málinu, þrátt fyrir mótmælin. „Það er ótrúlegt að enginn skuli hafa tekið upp hanskann fyrir hana og börnin hennar miðað við allt sem hefur gengið á.“
Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vill svör um afhendingu ríkisborgara vegna máls Eddu Bjarkar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um handtöku og afhendingu íslenskra ríkisborgara. Tilefnið er mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin í gær og til stendur að afhenda norskum yfirvöldum. 29. nóvember 2023 23:03 Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Vill svör um afhendingu ríkisborgara vegna máls Eddu Bjarkar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um handtöku og afhendingu íslenskra ríkisborgara. Tilefnið er mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin í gær og til stendur að afhenda norskum yfirvöldum. 29. nóvember 2023 23:03
Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55