Gjaldskrárhækkanir í óþökk allra Orri Páll Jóhannsson skrifar 1. desember 2023 08:31 Hafísinn, sem þjóðskáldið kallaði landsins forna fjanda, kemst ekki í hálfkvisti við þann þráláta og að því er virðist landlæga vanda sem verðbólgan er. Við henni eru til ýmsar aðgerðir, engar góðar eða skemmtilegar og má þar telja aðhald í öllum rekstri og stýrivaxtahækkanir sem hafa dunið á fólki undanfarin ár. Og nú hefur ný ókind bæst í hóp óskemmtilegra aðgerða Þó jákvætt megi telja að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% við síðustu stýrivaxtahækkun verður því ekki neitað að mörg okkar hefðu viljað sjá lækkun stýrivaxta eftir sífelldar hækkanir undanfarna mánuði. Það er þó vart annað hægt en að sýna ákvörðuninni skilning því það er brýnasta mál efnahagsstjórnarinnar að ná niður verðbólgunni. Hún bítur okkur öll en þó mest þau efnaminni í samfélaginu. Ríkisstjórnin hefur lagt höfuðáherslu á að tryggja að ríkisfjármálin og þau verkfæri sem Seðlabankinn hefur vinni saman til að reyna að ná fram því markmiði að koma á efnahagslegum stöðugleika. Í tekjubandorminum svokallaða sem fylgir fjárlagafrumvarpinu er til að mynda lagt upp með 3,5% hækkun á svonefndum krónutölusköttum í samræmi við forsendur tekjuáætlunar fjárlagafrumvarpsins. Miðað við verðbólgu er þetta í raun skattalækkun sem er eingöngu til þess hugsuð að styðja við hagstjórnina. Hér er hið opinbera að gera sitt. En óbreyttir stýrivextir og lægri skattheimta mega sín lítils þegar hvert sveitarfélagið á fætur öðru kynnir nú gjaldskrárhækkanir sínar fyrir næsta ár. Og þær hækkanir bíta sannarlega líka. Skólamáltíðir hækka um allt að 33% í sumum sveitarfélögum. Dvöl á frístundaheimilum hækkar og hressingin þar líka. Það verður dýrara að fara í sund, á söfn og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Bókasafnsskírteinin hækka hjá sumum sveitarfélögum, leikskólamáltíðir hjá öðrum. Af því berast fréttir að til standi að öll stærstu sveitarfélög landsins stefni að gjaldskrárhækkunum og hafa leiðtogar stærstu verkalýðsfélaga landsins lýst af þessu þungum áhyggjum í ljósi komandi kjaraviðræðna. Þessar hækkanir koma langverst niður á þeim sem verst standa og geta vart talist vera í ætt við félagslegt réttlæti. Til að ná niður verðbólgunni verðum við að róa í sömu átt. Farið er fram á það við almenning að hann sýni aðhald og sparnað og hið opinbera gerir sitt með raunskattalækkunum. Ég vil hvetja sveitarfélögin til að endurskoða sínar gjaldskrárhækkanir og taka í staðinn þátt í mikilvægum mótvægisaðgerðum gegn verðbólgu öllum til heilla. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Vinstri græn Efnahagsmál Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hafísinn, sem þjóðskáldið kallaði landsins forna fjanda, kemst ekki í hálfkvisti við þann þráláta og að því er virðist landlæga vanda sem verðbólgan er. Við henni eru til ýmsar aðgerðir, engar góðar eða skemmtilegar og má þar telja aðhald í öllum rekstri og stýrivaxtahækkanir sem hafa dunið á fólki undanfarin ár. Og nú hefur ný ókind bæst í hóp óskemmtilegra aðgerða Þó jákvætt megi telja að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% við síðustu stýrivaxtahækkun verður því ekki neitað að mörg okkar hefðu viljað sjá lækkun stýrivaxta eftir sífelldar hækkanir undanfarna mánuði. Það er þó vart annað hægt en að sýna ákvörðuninni skilning því það er brýnasta mál efnahagsstjórnarinnar að ná niður verðbólgunni. Hún bítur okkur öll en þó mest þau efnaminni í samfélaginu. Ríkisstjórnin hefur lagt höfuðáherslu á að tryggja að ríkisfjármálin og þau verkfæri sem Seðlabankinn hefur vinni saman til að reyna að ná fram því markmiði að koma á efnahagslegum stöðugleika. Í tekjubandorminum svokallaða sem fylgir fjárlagafrumvarpinu er til að mynda lagt upp með 3,5% hækkun á svonefndum krónutölusköttum í samræmi við forsendur tekjuáætlunar fjárlagafrumvarpsins. Miðað við verðbólgu er þetta í raun skattalækkun sem er eingöngu til þess hugsuð að styðja við hagstjórnina. Hér er hið opinbera að gera sitt. En óbreyttir stýrivextir og lægri skattheimta mega sín lítils þegar hvert sveitarfélagið á fætur öðru kynnir nú gjaldskrárhækkanir sínar fyrir næsta ár. Og þær hækkanir bíta sannarlega líka. Skólamáltíðir hækka um allt að 33% í sumum sveitarfélögum. Dvöl á frístundaheimilum hækkar og hressingin þar líka. Það verður dýrara að fara í sund, á söfn og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Bókasafnsskírteinin hækka hjá sumum sveitarfélögum, leikskólamáltíðir hjá öðrum. Af því berast fréttir að til standi að öll stærstu sveitarfélög landsins stefni að gjaldskrárhækkunum og hafa leiðtogar stærstu verkalýðsfélaga landsins lýst af þessu þungum áhyggjum í ljósi komandi kjaraviðræðna. Þessar hækkanir koma langverst niður á þeim sem verst standa og geta vart talist vera í ætt við félagslegt réttlæti. Til að ná niður verðbólgunni verðum við að róa í sömu átt. Farið er fram á það við almenning að hann sýni aðhald og sparnað og hið opinbera gerir sitt með raunskattalækkunum. Ég vil hvetja sveitarfélögin til að endurskoða sínar gjaldskrárhækkanir og taka í staðinn þátt í mikilvægum mótvægisaðgerðum gegn verðbólgu öllum til heilla. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun