Skoðun

Skattur á rafbíla fer í að bjarga ís­lenskunni

Tómas Kristjánsson skrifar

Aðgerðaráætlun menningarmálaráðherra gerir ráð fyrir að tæpum einum og hálfum milljarði verði veitt í aðgerðir til bjargar íslenskunni næstu þrjú ár. Í nýlegu lagafrumvarpi fjármálaráðherra er gert ráð fyrir að nýtt kílómetragjald eigi að leggjast fyrst á rafbíla. 

Gjaldinu er ætlað að skila þrem milljörðum til ríkisins í formi skatts sem er ekki eyrnamerktur vegakerfinu enda kemur fram í 1. gr. frumvarpsins að „greiða skal til ríkissjóðs kílómetragjald af akstri bifreiða“. Eftir að búið verður að greiða fyrir hönnun og innleiðingu á kerfinu má gera ráð fyrir að skatturinn skili ríkissjóði u.þ.b sömu upphæð.

Það er óhjákvæmilegt að skattagráðugur stjórnmálaflokkur fjármálaráðherra muni skella þessum gjöldum á rafbílaeigendur, enda flokkurinn alræmdur í afstöðu sinni gegn notkun rafmagns í samgögnum.

Það er þó skammvinnur ylur að hugsa til þess að peningarnir verða notaðir í að bjarga íslenskunni.

Höfundur er formaður Rafbílasambands Íslands.




Skoðun

Skoðun

Þúsundir kusu Sönnu

Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar

Sjá meira


×