Loðið orðalag í tímamótaáætlun Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2023 14:28 Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur er fullur efasemda um gagnsemi tímamótaáætlunar sem Lilja D. Alfreðsdóttir kynnti í morgun, til varnar íslenskunni. vísir/vilhelm Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, er fullur efasemda um tímamótaáætlun um íslenska tungu, sem kynnt var með pompi og prakt fyrr í dag. Tæpum einum og hálfum milljarði verður veitt í aðgerðir til bjargar íslenskunni næstu þrjú ár. Aðgerðirnar eru þær umfangsmestu sinnar tegundar sem ráðist hefur verið í, að sögn menningarráðherra. Rík áhersla verður lögð á íslenskukennslu innflytjenda. Sáralítið hefur breyst Aðgerðaáætlunin, sem kynnt var með viðhöfn í Hörpu nú fyrir hádegi, byggir á vinnu ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu sem sett var á laggirnar í fyrra. Áætlunin er í nítján liðum, tekur til næstu þriggja ára og að henni koma fimm ráðuneyti. Umfangsmesta átak sinnar tegundar frá upphafi, að sögn Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. Svo segir í frétt Vísis frá því fyrr í dag. Eiríkur Rögnvaldsson var viðstaddur þegar aðgerðaáætlunin var kynnt og hann er fullur efasemda um gagnsemi hennar. Eiríkur lýsir þessum efasemdum sínum í pistli sem hann birtir í Facebook-hópnum Málspjall. Hann hefur nú borið upphafleg drög saman við framlagða tillögu og honum sýnist sem sáralítið hafi breyst. „Einni aðgerð hefur verið bætt við, orðalagi hnikað til á stöku stað og samstarfsaðilum víða bætt í upptalningu, en efnislega er þetta nokkurn veginn sama tillagan. Þess vegna eru athugasemdir mínar um það sem vantar í tillöguna að mestu leyti enn í fullu gildi. Meginathugasemd mín laut að fjármögnun aðgerðanna sem ekki var nefnd í drögunum. Ég taldi mikilvægt að einstökum aðgerðum fylgdi kostnaðarmat.“ Verði kemur 43 sinnum fyrir í tillögunni Eiríkur vitnar í fyrri athugasemdir sínar, frá í sumar en þar sagði hann: „Aðgerðaáætlunin er metnaðarfull á margan hátt og í henni er að finna fjölda góðra áforma um aðgerðir sem örugglega munu efla íslenskuna verulega ef þeim verður hrint í framkvæmd.“ Þetta segir Eiríkur í fullu gildi en við megi bæta því að orðalag almennt sé of loðið í tillögunni. „Hún er skrifuð í viðtengingarhætti – orðið verði kemur t.d. 43 sinnum fyrir í henni („leitað verði leiða“, „lögð verði áhersla“, „hvatt verði til“, „samráð verði“ o.s.frv.). Hér hefði ég kosið ákveðnara og afdráttarlausara orðalag. Í flestum liðum eru nefnd dæmi um hugsanlega samstarfsaðila – sem er gott – en ekki kemur fram hvort rætt hafi verið við þessa aðila eða hvort vitað sé um hug þeirra til samstarfs,“ segir Eiríkur meðal annars í pistli sínum. Íslensk tunga Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Menning Tengdar fréttir Kynntu aðgerðir til bjargar íslenskunni Kynningarfundur um áherslur ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu verður haldinn klukkan 11 í Hörpuhorni Hörpu. 29. nóvember 2023 10:10 Eigum kröfu á að íslenska sé notuð þar sem hægt er Stjórnvöld hvetja landsmenn til að tilkynna auglýsingar hér á landi á öðrum tungumálum en íslensku. Fyrrverandi prófessor segir eðlilegt að auglýsa á ensku, svo lengi sem íslenskan sé líka til staðar. 21. nóvember 2023 23:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Tæpum einum og hálfum milljarði verður veitt í aðgerðir til bjargar íslenskunni næstu þrjú ár. Aðgerðirnar eru þær umfangsmestu sinnar tegundar sem ráðist hefur verið í, að sögn menningarráðherra. Rík áhersla verður lögð á íslenskukennslu innflytjenda. Sáralítið hefur breyst Aðgerðaáætlunin, sem kynnt var með viðhöfn í Hörpu nú fyrir hádegi, byggir á vinnu ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu sem sett var á laggirnar í fyrra. Áætlunin er í nítján liðum, tekur til næstu þriggja ára og að henni koma fimm ráðuneyti. Umfangsmesta átak sinnar tegundar frá upphafi, að sögn Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. Svo segir í frétt Vísis frá því fyrr í dag. Eiríkur Rögnvaldsson var viðstaddur þegar aðgerðaáætlunin var kynnt og hann er fullur efasemda um gagnsemi hennar. Eiríkur lýsir þessum efasemdum sínum í pistli sem hann birtir í Facebook-hópnum Málspjall. Hann hefur nú borið upphafleg drög saman við framlagða tillögu og honum sýnist sem sáralítið hafi breyst. „Einni aðgerð hefur verið bætt við, orðalagi hnikað til á stöku stað og samstarfsaðilum víða bætt í upptalningu, en efnislega er þetta nokkurn veginn sama tillagan. Þess vegna eru athugasemdir mínar um það sem vantar í tillöguna að mestu leyti enn í fullu gildi. Meginathugasemd mín laut að fjármögnun aðgerðanna sem ekki var nefnd í drögunum. Ég taldi mikilvægt að einstökum aðgerðum fylgdi kostnaðarmat.“ Verði kemur 43 sinnum fyrir í tillögunni Eiríkur vitnar í fyrri athugasemdir sínar, frá í sumar en þar sagði hann: „Aðgerðaáætlunin er metnaðarfull á margan hátt og í henni er að finna fjölda góðra áforma um aðgerðir sem örugglega munu efla íslenskuna verulega ef þeim verður hrint í framkvæmd.“ Þetta segir Eiríkur í fullu gildi en við megi bæta því að orðalag almennt sé of loðið í tillögunni. „Hún er skrifuð í viðtengingarhætti – orðið verði kemur t.d. 43 sinnum fyrir í henni („leitað verði leiða“, „lögð verði áhersla“, „hvatt verði til“, „samráð verði“ o.s.frv.). Hér hefði ég kosið ákveðnara og afdráttarlausara orðalag. Í flestum liðum eru nefnd dæmi um hugsanlega samstarfsaðila – sem er gott – en ekki kemur fram hvort rætt hafi verið við þessa aðila eða hvort vitað sé um hug þeirra til samstarfs,“ segir Eiríkur meðal annars í pistli sínum.
Íslensk tunga Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Menning Tengdar fréttir Kynntu aðgerðir til bjargar íslenskunni Kynningarfundur um áherslur ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu verður haldinn klukkan 11 í Hörpuhorni Hörpu. 29. nóvember 2023 10:10 Eigum kröfu á að íslenska sé notuð þar sem hægt er Stjórnvöld hvetja landsmenn til að tilkynna auglýsingar hér á landi á öðrum tungumálum en íslensku. Fyrrverandi prófessor segir eðlilegt að auglýsa á ensku, svo lengi sem íslenskan sé líka til staðar. 21. nóvember 2023 23:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Kynntu aðgerðir til bjargar íslenskunni Kynningarfundur um áherslur ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu verður haldinn klukkan 11 í Hörpuhorni Hörpu. 29. nóvember 2023 10:10
Eigum kröfu á að íslenska sé notuð þar sem hægt er Stjórnvöld hvetja landsmenn til að tilkynna auglýsingar hér á landi á öðrum tungumálum en íslensku. Fyrrverandi prófessor segir eðlilegt að auglýsa á ensku, svo lengi sem íslenskan sé líka til staðar. 21. nóvember 2023 23:00