FIFA rannsakar óeirðirnar fyrir viðureign Brasilíu og Argentínu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2023 22:30 Óeirðir brutust út fyrir viðureign Brasilíu og Argentínu. Marcello Dias/Eurasia Sport Images/Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur hafið rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað uppi í stúku og urðu til þess að viðureign Brasilíu og Argentínu seinkaði á aðfaranótt miðvikudags. Leik Brasilíu og Argentínu seinkaði um tæplega hálftíma eftir að slagsmál brutust út í stúkunni á Maracana vellinum í Ríó. Lionel Messi, fyrirliði argentínska liðsins, tjáði sig um málið eftir leik og sagði að slagsmálin hefðu getað endað sem harmleikur, um leið og hann gagnrýndi lögregluþjóna sem beittu bareflum til að halda reiðum stuðningsmönnum liðanna í skefjum. Knattspyrnusambönd beggja landa gætu nú átt yfir höfði sér refsingar eftir ólætin, en vandræðin hófust er verið var að syngja þjóðsöngva landanna tveggja. Eins og áður segir beittu lögreglumenn bareflum til að halda stuðningsmönnum liðanna í skefjum og þá sáust einhverjir stuðningsmenn rífa upp sæti og kasta þeim í áttina að öðrum stuðningsmönnum. Aðrir sáust hlaupa inn á völlinn til að reyna að forðast ólætin. Leikmenn beggja liða nálguðust stúkuna til að reyna að róa æsta stuðningsmenn, en það gekk þó illa. Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins, sást til að mynda reyna að hrifsa barefli af einum lögreglumanni. Leikurinn hófst þó að lokum eftir tæplega hálftíma töf og Argentína fagnaði dýrmætum 1-0 sigri. Eins og gefur að skilja voru það þó ekki úrslitin sem gripu fyrirsagnirnar. „FIFA getur staðfest að aganefnd sambandsins hefur hafið rannsókn gegn brasilíska knattspyrnusambandinu (CBF) sem og argentínska knattspyrnusambandinu (AFA), segir í yfirlýsingu FIFA sem birtist í dag. Þar kemur fram að brasilíska sambandið sæti rannsóknar vegna brota á grein 17 í reglugerð aganefndarinnar sem snýr að reglu og öryggi á leikjum og argentínska sambandið sæti rannsóknar vegna brota á reglum um óeirðir og seinkun leikja. Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Sjá meira
Leik Brasilíu og Argentínu seinkaði um tæplega hálftíma eftir að slagsmál brutust út í stúkunni á Maracana vellinum í Ríó. Lionel Messi, fyrirliði argentínska liðsins, tjáði sig um málið eftir leik og sagði að slagsmálin hefðu getað endað sem harmleikur, um leið og hann gagnrýndi lögregluþjóna sem beittu bareflum til að halda reiðum stuðningsmönnum liðanna í skefjum. Knattspyrnusambönd beggja landa gætu nú átt yfir höfði sér refsingar eftir ólætin, en vandræðin hófust er verið var að syngja þjóðsöngva landanna tveggja. Eins og áður segir beittu lögreglumenn bareflum til að halda stuðningsmönnum liðanna í skefjum og þá sáust einhverjir stuðningsmenn rífa upp sæti og kasta þeim í áttina að öðrum stuðningsmönnum. Aðrir sáust hlaupa inn á völlinn til að reyna að forðast ólætin. Leikmenn beggja liða nálguðust stúkuna til að reyna að róa æsta stuðningsmenn, en það gekk þó illa. Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins, sást til að mynda reyna að hrifsa barefli af einum lögreglumanni. Leikurinn hófst þó að lokum eftir tæplega hálftíma töf og Argentína fagnaði dýrmætum 1-0 sigri. Eins og gefur að skilja voru það þó ekki úrslitin sem gripu fyrirsagnirnar. „FIFA getur staðfest að aganefnd sambandsins hefur hafið rannsókn gegn brasilíska knattspyrnusambandinu (CBF) sem og argentínska knattspyrnusambandinu (AFA), segir í yfirlýsingu FIFA sem birtist í dag. Þar kemur fram að brasilíska sambandið sæti rannsóknar vegna brota á grein 17 í reglugerð aganefndarinnar sem snýr að reglu og öryggi á leikjum og argentínska sambandið sæti rannsóknar vegna brota á reglum um óeirðir og seinkun leikja.
Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Sjá meira