Sport

„Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Aðstoðarþjálfarinn.
Aðstoðarþjálfarinn. Pawel Cieslikiewicz

Grindavík vann frábæran sigur á Álftanesi 83-78 í 14. umferð Bónus deild karla í kvöld. Grindavík hefur unnið 13 af 14 leikjum á leiktíðinni og er liðið á toppi deildarinnar.

„Mér fannst við nokkuð þéttir, maður sá aðeins glitta í gleðina hjá okkur aftur varnarlega. Við viljum verja heimavöllinn, það er mjög mikilvægt fyrir okkur að halda honum góðum. Flottur leikur á móti góður Álftanesliði,“ sagði Helgi Már Magnússon, aðstoðarþjálfari Grindavíkur, eftir þréttanda sigur liðsins í kvöld á tímabilinu.

Helgi var spurður út í leikmannamál liðsins og hvort það væri eitthvað til í því að Grindavík hefði haft samband við Braga Guðmundsson, leikmann Ármanns.

„Nei ég sé það nú ekki fyrir mér, ég held að við séum bara nokkuð ánægðir eins og staðan er núna.“

„Þú ert að tala við rangan mann, ég veit ekkert, ég er bara aumur aðstoðarþjálfari og ég einbeiti mér bara að því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×