Fótbolti

Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson var tekinnn af velli í hálfleik þegar Köln lagði Mainz að velli, 2-1.
Ísak Bergmann Jóhannesson var tekinnn af velli í hálfleik þegar Köln lagði Mainz að velli, 2-1. getty/Oliver Kaelke

Eftir átta leiki í röð án sigurs unnu Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í Köln afar mikilvægan sigur á Mainz, 2-1, í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Með sigrinum komst Köln upp í 10. sæti deildarinnar. Liðið er með tuttugu stig eftir átján leiki.

Ísak var í byrjunarliði Kölnar en var tekinn af velli í hálfleik ásamt Eric Mertel og Cenk Özkacar. Lukas Kwasniok, knattspyrnustjóri Kölnar, var greinilega ekki sáttur með gang mála enda liðið marki undir, 0-1.

Breytingarnar hleyptu nýju lífi í lið Kölnar og Ragnar Ache jafnaði á 57. mínútu. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka skoraði hann öðru sinni og tryggði heimamönnum langþráðan sigur, þann fyrsta síðan 2. nóvember í fyrra.

Köln er núna sjö stigum frá fallsæti en næsti leikur liðsins er gegn Freiburg sunnudaginn 25. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×