Vilt þú kaupa vöru sem er framleidd í ólöglegri landtökubyggð Ísraels í Palestínu? Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 24. nóvember 2023 12:00 Umræðan um viðskiptabann á Ísrael er bæði áleitin og vaxandi í ljósi yfirgengilega árása Ísraels á Gasa að undanförnu. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs bauð félaginu Íslandi Palestínu á sinn fund til þess að ræða aðgerðir sem Ísland ætti að beita sér fyrir og þar bar margt á góma. Meðal þess er þingsályktunartillaga sem liggur nú þegar fyrir þinginu og snýst um að merkja vörur sem eiga uppruna sinn að rekja til hernumdra svæða í Palestínu. Víða um heim hafa stjórnvöld og neytendur vaknað til vitundar um að hluti útflutningsvara frá Ísrael eigi uppruna sinn að rekja til ólöglegra landnemabyggða á hernumdum svæðum Palestínu sem stríða gegn alþjóðlega viðurkenndum landamærum, ráðgefandi áliti Alþjóðadómstólsins í Haag og fjölda ályktana Sameinuðu þjóðanna. Eins og gefur að skilja hefur þessi þróun skaðað lífskjör Palestínumanna en ekki má heldur vanmeta hversu umdeildar byggðirnar eru meðal ísraelskra borgara. Ísland hefur aldrei – ekki frekar en Sameinuðu þjóðirnar – viðurkennt landnemabyggðirnar sem hluta Ísraelsríkis. Því ætti ekki að viðurkenna Ísraelsríki sem upprunaland þeirra vara sem framleiddar eru í landnemabyggðunum. Þingmenn VG hafa lagt fram tillögu þessa efnis að minnsta kosti tíu sinnum fyrir Alþingi Íslendinga síðan árið 1999, iðulega með meðflutningi þingmanna úr fleiri flokkum. Vonandi tekst að ná samstöðu um þetta mál núna. Nokkur lönd hafa unnið að reglugerðum þess efnis að upprunamerking þessara vara verði umræddar landnemabyggðir en ekki Ísrael. Á síðasta ári tilkynntu norsk stjórnvöld að merkingin „Framleitt í Ísrael“ eða „Made in Israel“, sé einungis heimil á vörum frá svæðum sem tilheyra Ísrael frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Aðrar vörur þurfi að merkja sem vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum. Þannig að þetta hefur verið tekið upp í nágrannalandi okkar og óskandi að við gætum fylgt því góða fordæmi. Þetta er vissulega ekki það sama og viðskiptabann á vörur frá Ísrael en aðgerð sem skiptir gríðarlega miklu máli til að hnykkja á afstöðu okkar til réttinda Palestínumanna til lands og lífs. Það liggur fyrir úrskurður frá Evrópudómstólnum um það að þetta sé algerlega tæk leið og ekkert henni til fyrirstöðu. Stjórnvöld geta gert sitt. Ég vil líka hvetja íslenska neytendur til að skoða hvar vörurnar sem þeir kaupa eiga uppruna sinn. Það eru til að mynda seld vín í áfengisverslun ríkisins sem eiga uppruna sinn á hernumdum svæðum Palestínu. Mér finnst mikilvægt að við sem neytendur getum valið sjálf hvort við viljum kaupa slíkar vörur. Þetta er því mikilvægt mál, réttlætismál bæði fyrir Palestínumenn en einnig fyrir íslenska neytendur. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Umræðan um viðskiptabann á Ísrael er bæði áleitin og vaxandi í ljósi yfirgengilega árása Ísraels á Gasa að undanförnu. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs bauð félaginu Íslandi Palestínu á sinn fund til þess að ræða aðgerðir sem Ísland ætti að beita sér fyrir og þar bar margt á góma. Meðal þess er þingsályktunartillaga sem liggur nú þegar fyrir þinginu og snýst um að merkja vörur sem eiga uppruna sinn að rekja til hernumdra svæða í Palestínu. Víða um heim hafa stjórnvöld og neytendur vaknað til vitundar um að hluti útflutningsvara frá Ísrael eigi uppruna sinn að rekja til ólöglegra landnemabyggða á hernumdum svæðum Palestínu sem stríða gegn alþjóðlega viðurkenndum landamærum, ráðgefandi áliti Alþjóðadómstólsins í Haag og fjölda ályktana Sameinuðu þjóðanna. Eins og gefur að skilja hefur þessi þróun skaðað lífskjör Palestínumanna en ekki má heldur vanmeta hversu umdeildar byggðirnar eru meðal ísraelskra borgara. Ísland hefur aldrei – ekki frekar en Sameinuðu þjóðirnar – viðurkennt landnemabyggðirnar sem hluta Ísraelsríkis. Því ætti ekki að viðurkenna Ísraelsríki sem upprunaland þeirra vara sem framleiddar eru í landnemabyggðunum. Þingmenn VG hafa lagt fram tillögu þessa efnis að minnsta kosti tíu sinnum fyrir Alþingi Íslendinga síðan árið 1999, iðulega með meðflutningi þingmanna úr fleiri flokkum. Vonandi tekst að ná samstöðu um þetta mál núna. Nokkur lönd hafa unnið að reglugerðum þess efnis að upprunamerking þessara vara verði umræddar landnemabyggðir en ekki Ísrael. Á síðasta ári tilkynntu norsk stjórnvöld að merkingin „Framleitt í Ísrael“ eða „Made in Israel“, sé einungis heimil á vörum frá svæðum sem tilheyra Ísrael frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Aðrar vörur þurfi að merkja sem vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum. Þannig að þetta hefur verið tekið upp í nágrannalandi okkar og óskandi að við gætum fylgt því góða fordæmi. Þetta er vissulega ekki það sama og viðskiptabann á vörur frá Ísrael en aðgerð sem skiptir gríðarlega miklu máli til að hnykkja á afstöðu okkar til réttinda Palestínumanna til lands og lífs. Það liggur fyrir úrskurður frá Evrópudómstólnum um það að þetta sé algerlega tæk leið og ekkert henni til fyrirstöðu. Stjórnvöld geta gert sitt. Ég vil líka hvetja íslenska neytendur til að skoða hvar vörurnar sem þeir kaupa eiga uppruna sinn. Það eru til að mynda seld vín í áfengisverslun ríkisins sem eiga uppruna sinn á hernumdum svæðum Palestínu. Mér finnst mikilvægt að við sem neytendur getum valið sjálf hvort við viljum kaupa slíkar vörur. Þetta er því mikilvægt mál, réttlætismál bæði fyrir Palestínumenn en einnig fyrir íslenska neytendur. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun