Vaktin: Örlög sakborninganna 25 ráðast í dag Árni Sæberg skrifar 22. nóvember 2023 08:01 Lítill hluti sakborninganna þegar málið var þingfest á sínum tíma. Vísir/Vilhelm Dómsuppsaga í Bankastrætis Club-málinu, einu umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar, hefst klukkan 08:30 í dag. 25 sakborningar verða þá ýmist sakfelldir eða sýknaðir og hljóta refsingu eftir atvikum. Fylgst verður með gangi mála hér í vaktinni. Dómsuppsagan fer fram í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem það var þingfest í nokkrum hollum á sínum tíma. Aðalmeðferð málsins fór, eins og frægt er orðið, fram í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti vegna þess gríðarlega fjölda sem þurfti að vera viðstaddur hana. Ýmislegt gekk á yfir rúma viku í lok september, þegar sakborningar og vitni komu í löngum röðum til þess að gefa skýrslur fyrir dómi og skari verjenda hélt málsvarnarræður. Málið á rætur að rekja til fimmtudagskvölds fyrir einu ári og fimm dögum, þegar mennirnir 25 ruddust grímuklæddir inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club á Bankastræti í Reykjavík. Þar hittu þeir fyrir þrjá unga menn, sem enduðu alvarlega særðir eftir árás mannanna. Einn mannanna beitti hnífi við árásina. Einn mannanna 25, Alexander Máni Björnsson, sætir ákæru fyrir þrjár tilraunir til manndráps, tíu sæta ákæru fyrir sérlega hættulegar líkamsárásir og fjórtán fyrir hlutdeild í brotunum. Fylgst verður með dómsuppsögunni í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna, með því að ýta á f5 á lyklaborðinu.
Dómsuppsagan fer fram í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem það var þingfest í nokkrum hollum á sínum tíma. Aðalmeðferð málsins fór, eins og frægt er orðið, fram í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti vegna þess gríðarlega fjölda sem þurfti að vera viðstaddur hana. Ýmislegt gekk á yfir rúma viku í lok september, þegar sakborningar og vitni komu í löngum röðum til þess að gefa skýrslur fyrir dómi og skari verjenda hélt málsvarnarræður. Málið á rætur að rekja til fimmtudagskvölds fyrir einu ári og fimm dögum, þegar mennirnir 25 ruddust grímuklæddir inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club á Bankastræti í Reykjavík. Þar hittu þeir fyrir þrjá unga menn, sem enduðu alvarlega særðir eftir árás mannanna. Einn mannanna beitti hnífi við árásina. Einn mannanna 25, Alexander Máni Björnsson, sætir ákæru fyrir þrjár tilraunir til manndráps, tíu sæta ákæru fyrir sérlega hættulegar líkamsárásir og fjórtán fyrir hlutdeild í brotunum. Fylgst verður með dómsuppsögunni í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna, með því að ýta á f5 á lyklaborðinu.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Krefst átta ára dóms: Búkmyndavél notuð við óvænta skýrslutöku Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara fór fram á átta ára fangelsisdóm yfir Alexander Mána Björnssyni í Bankastræti Club-málinu í málflutningi sínum í morgun. Búkmyndavél var notuð til að taka upp óvænta skýrslu yfir Alexander fyrir hádegi. 2. október 2023 12:54 „Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46 Kannast hvorki við „Latino-hópinn“ né meinta vargöld Brotaþolar í Bankastrætis Club málinu segjast hvorki kannast við svokallaðan „Latino-hóp“ né meinta vargöld sem sakborningar í málinu hafa lýst milli hópsins og hóps sakborninga. 29. september 2023 07:00 Dreifðu grímum á Dubliner og ræddu vopnaburð á Prikinu Sakborningar í Bankastrætis Club málinu báru um fyrir dómi að um hafi verið að ræða einhvers konar uppgjör við hóp manna sem kallaður hefur verið „Latino-hópurinn“. Sakborningarnir hafi ruðst 25 saman inn á skemmtistað til þess að ógna meðlimum hópsins. 28. september 2023 18:01 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Krefst átta ára dóms: Búkmyndavél notuð við óvænta skýrslutöku Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara fór fram á átta ára fangelsisdóm yfir Alexander Mána Björnssyni í Bankastræti Club-málinu í málflutningi sínum í morgun. Búkmyndavél var notuð til að taka upp óvænta skýrslu yfir Alexander fyrir hádegi. 2. október 2023 12:54
„Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46
Kannast hvorki við „Latino-hópinn“ né meinta vargöld Brotaþolar í Bankastrætis Club málinu segjast hvorki kannast við svokallaðan „Latino-hóp“ né meinta vargöld sem sakborningar í málinu hafa lýst milli hópsins og hóps sakborninga. 29. september 2023 07:00
Dreifðu grímum á Dubliner og ræddu vopnaburð á Prikinu Sakborningar í Bankastrætis Club málinu báru um fyrir dómi að um hafi verið að ræða einhvers konar uppgjör við hóp manna sem kallaður hefur verið „Latino-hópurinn“. Sakborningarnir hafi ruðst 25 saman inn á skemmtistað til þess að ógna meðlimum hópsins. 28. september 2023 18:01