Selenskí varar Úkraínumenn við auknum árásum á innviði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2023 03:16 Úkraínskur hermaður við æfingar í Frakklandi. AP/Laurent Cipriani Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur varað Úkraínumenn við auknar árásir Rússa á innviði í landinu nú þegar vetur gengur í garð. Hann segir herinn búinn undir sókn Rússa á austurvígstöðvunum. Ummælin lét forsetinn falla í daglegu ávarpi sínu eftir fyrstu loftárásir Rússa á höfuðborgina Kænugarð í sjö vikur. Selenskí sagði landsmenn verða að búa sig undir auknar dróna- og loftárásir Rússa á innviði næstu misserin og að leggja yrði áherslu á varnir landsins og allt sem Úkraína gæti gert til að komast í gegnum veturinn. Þá þyrfti að auka getu hersins til að takast á við óvininn. Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á orkuinnviði, sem leiddu oftsinnis til raforkuskorts. Orkumálaráðherrann German Galushchenko sagði á laugardag að Úkraínumenn byggju, að óbreyttu, að nægum orkubirgðum til að endast veturinn. Því væri hins vegar ósvarað hvaða áhrif árásir Rússa gætu haft á stöðuna. Forsetinn lofaði „hetjulega“ baráttu hermanna Úkraínu í Avdiivka, sem hafa sætt árásum og sókn Rússa frá því um miðjan október. Bærin er nú rústir einar. Talsmaður Úkraínuhers segir að dregið hafi úr bardögum á jörðu niðri um helgina en loftárásum fjölgað. Harðir bardagar standa einnig yfir umhverfis Bakhmut, sem Rússar náðu á sitt vald í maí. Úkraínumenn hafa sótt fram á svæðinu og náð að frelsa fjölda þorpa í nágrenninu. Þrír yfirmenn innan rússneska hersins eru sagðir hafa látist í sprengingu í Melitopol um helgina, sem hefur verið lýst sem „hefndaraðgerð“ af hálfu úkraínskra andspyrnuhópa. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Ummælin lét forsetinn falla í daglegu ávarpi sínu eftir fyrstu loftárásir Rússa á höfuðborgina Kænugarð í sjö vikur. Selenskí sagði landsmenn verða að búa sig undir auknar dróna- og loftárásir Rússa á innviði næstu misserin og að leggja yrði áherslu á varnir landsins og allt sem Úkraína gæti gert til að komast í gegnum veturinn. Þá þyrfti að auka getu hersins til að takast á við óvininn. Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á orkuinnviði, sem leiddu oftsinnis til raforkuskorts. Orkumálaráðherrann German Galushchenko sagði á laugardag að Úkraínumenn byggju, að óbreyttu, að nægum orkubirgðum til að endast veturinn. Því væri hins vegar ósvarað hvaða áhrif árásir Rússa gætu haft á stöðuna. Forsetinn lofaði „hetjulega“ baráttu hermanna Úkraínu í Avdiivka, sem hafa sætt árásum og sókn Rússa frá því um miðjan október. Bærin er nú rústir einar. Talsmaður Úkraínuhers segir að dregið hafi úr bardögum á jörðu niðri um helgina en loftárásum fjölgað. Harðir bardagar standa einnig yfir umhverfis Bakhmut, sem Rússar náðu á sitt vald í maí. Úkraínumenn hafa sótt fram á svæðinu og náð að frelsa fjölda þorpa í nágrenninu. Þrír yfirmenn innan rússneska hersins eru sagðir hafa látist í sprengingu í Melitopol um helgina, sem hefur verið lýst sem „hefndaraðgerð“ af hálfu úkraínskra andspyrnuhópa.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira