Aðhald til varnar sterkri stöðu Almar Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2023 08:31 Við ætlum að halda áfram að veita toppþjónustu í Garðabæ og við höfum skýr markmið að vera besti staðurinn til að búa á, nú sem endranær. Við viljum vera samfélag sem veitir framúrskarandi þjónustu til ánægðra íbúa. Garðabær stendur vel fjárhagslega. Skuldaviðmið er lágt og vel undir opinberum viðmiðunarmörkum, en hefur hækkað samhliða vexti bæjarins undanfarin ár. Þrátt fyrir það er ljóst að langvinn óvissa í efnahagsmálum hefur haft mikil áhrif á rekstur Garðabæjar eins og annarra sveitarfélaga. Áfram toppþjónusta í Garðabæ Það er því áskorun okkar sem erum í framvarðasveit starfsfólks bæjarins að standa undir þessu þjónustuloforði. Það ætlum við að gera þrátt fyrir að síðustu ár hafi fjármögnun þessara góðu verka verið stöðugt erfiðari. Við höfum séð vexti, verðbólgu og laun hækka umtalsvert. Kröfur til bæjarins hafa aukist samfara gleðilegum og markvissum vexti bæjarins með mikilli fjölgun barnafjölskyldna í bænum. Við höfum því sett í forgrunn að vernda þjónustuna og okkar þjónustuloforð. Um leið stöndum við vörð um ábyrgan rekstur og sterka stöðu bæjarins. Við þurfum að bregðast við og leggjum áherslu á aðgerðir til að styrkja grunnrekstur bæjarins. Annars vegar með hagræðingu í rekstri og hins vegar með hærra álagningarhlutfalli útsvars. Hvað þýðir það? Jú, bæjarstjórn hefur núkynnt hagræðingaraðgerðir sem nema um 500m.kr. á ársgrundvelli eða um 2% af rekstrar útgjöldum bæjarins ásamt því að hækka útsvarshlutfall. Með þessu teljum við að við séum að skapa traustar undirstöður fyrir áframhaldandi sterkra stöðu bæjarins á öllum sviðum. Þess vegna förum við varlega af stað. Við hækkum útsvar hóflega samhliða því að við horfum á rekstur bæjarins og hagræðum. Einnig drögum við úr framkvæmdum. Íbúar í forgrunni Það gerist auðvitað ekki oft að við í Garðabæ hækkum skatta. Við metum þó stöðuna núna þannig að þetta sé nauðsynlegt skref og að þetta sé rétti tíminn. En ef skuldaviðmið er lágt og reksturinn stendur vel, hvers vegna erum við þá að grípa inn í? Jú, því við viljum búa í haginn fyrir framtíðina og standa vörð um trausta fjárhagsstöðu bæjarins. Í því samhengi vil ég árétta að enn eru stór mál óútkljáð milli ríkis og sveitarfélaga, þar með Garðabæjar, um fjármögnun mikilvægra verkefna. Þó Garðabær standi vel þá er það skylda okkar að laga reksturinn að breyttum forsendum og þeim efnahagsaðstæðum sem blasa við. Það höfum við áður gert með góðum árangri, og staðið þannig vörð um hátt þjónustustig og lífsgæði fyrir íbúa í bænum. Með þessu getum við staðið vörð um þjónustuna okkar. Við erum framúrskarandi á því sviði og ætlum að vera það áfram. Áherslan er áfram á mikilvæga innviðauppbyggingu og endurbætur á skólahúsnæði. Við vitum líka að þetta eru tímabundnar aðstæður en við þeim þarf samt að bregðast. Álögur eru enn lágar í Garðabæ, lægstar af stærstu sveitarfélögunum og þó víðar væri leitað. Með framlagðri fjárhagsáætlun erum við að sýna ábyrgð í rekstri en erum samt enn að sækja fram með grandvörum og traustum hætti. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Við ætlum að halda áfram að veita toppþjónustu í Garðabæ og við höfum skýr markmið að vera besti staðurinn til að búa á, nú sem endranær. Við viljum vera samfélag sem veitir framúrskarandi þjónustu til ánægðra íbúa. Garðabær stendur vel fjárhagslega. Skuldaviðmið er lágt og vel undir opinberum viðmiðunarmörkum, en hefur hækkað samhliða vexti bæjarins undanfarin ár. Þrátt fyrir það er ljóst að langvinn óvissa í efnahagsmálum hefur haft mikil áhrif á rekstur Garðabæjar eins og annarra sveitarfélaga. Áfram toppþjónusta í Garðabæ Það er því áskorun okkar sem erum í framvarðasveit starfsfólks bæjarins að standa undir þessu þjónustuloforði. Það ætlum við að gera þrátt fyrir að síðustu ár hafi fjármögnun þessara góðu verka verið stöðugt erfiðari. Við höfum séð vexti, verðbólgu og laun hækka umtalsvert. Kröfur til bæjarins hafa aukist samfara gleðilegum og markvissum vexti bæjarins með mikilli fjölgun barnafjölskyldna í bænum. Við höfum því sett í forgrunn að vernda þjónustuna og okkar þjónustuloforð. Um leið stöndum við vörð um ábyrgan rekstur og sterka stöðu bæjarins. Við þurfum að bregðast við og leggjum áherslu á aðgerðir til að styrkja grunnrekstur bæjarins. Annars vegar með hagræðingu í rekstri og hins vegar með hærra álagningarhlutfalli útsvars. Hvað þýðir það? Jú, bæjarstjórn hefur núkynnt hagræðingaraðgerðir sem nema um 500m.kr. á ársgrundvelli eða um 2% af rekstrar útgjöldum bæjarins ásamt því að hækka útsvarshlutfall. Með þessu teljum við að við séum að skapa traustar undirstöður fyrir áframhaldandi sterkra stöðu bæjarins á öllum sviðum. Þess vegna förum við varlega af stað. Við hækkum útsvar hóflega samhliða því að við horfum á rekstur bæjarins og hagræðum. Einnig drögum við úr framkvæmdum. Íbúar í forgrunni Það gerist auðvitað ekki oft að við í Garðabæ hækkum skatta. Við metum þó stöðuna núna þannig að þetta sé nauðsynlegt skref og að þetta sé rétti tíminn. En ef skuldaviðmið er lágt og reksturinn stendur vel, hvers vegna erum við þá að grípa inn í? Jú, því við viljum búa í haginn fyrir framtíðina og standa vörð um trausta fjárhagsstöðu bæjarins. Í því samhengi vil ég árétta að enn eru stór mál óútkljáð milli ríkis og sveitarfélaga, þar með Garðabæjar, um fjármögnun mikilvægra verkefna. Þó Garðabær standi vel þá er það skylda okkar að laga reksturinn að breyttum forsendum og þeim efnahagsaðstæðum sem blasa við. Það höfum við áður gert með góðum árangri, og staðið þannig vörð um hátt þjónustustig og lífsgæði fyrir íbúa í bænum. Með þessu getum við staðið vörð um þjónustuna okkar. Við erum framúrskarandi á því sviði og ætlum að vera það áfram. Áherslan er áfram á mikilvæga innviðauppbyggingu og endurbætur á skólahúsnæði. Við vitum líka að þetta eru tímabundnar aðstæður en við þeim þarf samt að bregðast. Álögur eru enn lágar í Garðabæ, lægstar af stærstu sveitarfélögunum og þó víðar væri leitað. Með framlagðri fjárhagsáætlun erum við að sýna ábyrgð í rekstri en erum samt enn að sækja fram með grandvörum og traustum hætti. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun