Samstaða um Gasa á Alþingi en pattstaða í átökum Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2023 19:22 Palestínsk fjölskylda flýr frá Gasaborg. AP/Abed Khaled Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata kvað sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta í upphafi þingfundar í dag. „Fram er komin tillaga frá utanríkismálanefnd allri sem sameinar alla flokka. Í skýrri tillögu sem er auðvitað ekki 100 prósent eins og ég hefði orðað hana sjálf. En mikilvæg málamiðlun, sem sendir mikilvæg og skýr skilaboð til bæði ráðherra og alþjóðasamfélagsins um stöðuna og afstöðu verði hún samþykkt,” sagði Þórhildur Sunna. Hún dró síðan þingsályktunartillögu Pírata til baka og það Gerði Sigmar Guðmundsson fulltrúi Viðreisnar í utanríkismálanefnd einnig. Viðurkennir að málið hafi reynst erfitt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra viðurkennir að málið hafi reynst ríkisstjórninni erfitt eftir hjásetu Íslands við tillögu Jórdaníu hjá Sameinuðu þjóðunum um vopnahlé. Íslensk stjórnvöld hafi þó talað skýrt um þörf á tafarlausu vopnahléi og mikilvægi þess að alþjóða- og mannúðarlög væru virt. Eftir atburði síðustu vikna hafi íslensk stjórnvöld einnig tekið undir þá kröfu að atburðir á Gaza verði rannsakaðir. „Hvort þar hafi verið um brot á alþjóðalögum að ræða að hálfu ísraelskra stjórnvalda. Þannig að fyrir þessu höfum við talað en vissulega greindi okkur á um afstöðuna í þeirri atkvæðagreiðslu sem hefur verið hvað mest til umræðu.” Og samskiptin kannski ekki nógu góð á milli forsætis- og utanríkisráðuneytisins fyrir þessa atkvæðagreiðslu? „Nei, nei og ég held að það skrifist á ráðuneytin okkar að þar hefði eitthvað getað betur farið.” Katrín fagnar hins vegar því samkomulagi sem náðst hefur í utanríkismálanefnd. Þetta mál gæti vel verið erfitt fyrir einstaka félaga í Vinstri grænum og öðrum flokkum. „En það skiptir engu máli í samanburði við þá atburði sem eru að eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Þær þjáningar sem við höfum séð þar. Fyrst eftir árás Hamassamtakanna og síðan í þeim viðbrögðum sem hafa fylgt að hálfu ísraelskra stjórnvalda með tilheyrandi mannfalli óbreyttra borgara. Við verðum auðvitað að muna að það er stóra málið,” segir Katrín. Kalla eftir hléi Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims, G7, ályktuðu einnig um átökin á Gasa á fundi í Tokyo í dag. Gera þyrfti hlé á átökum til að koma hjálpargögnum til íbúa Gasa og til framtíðar væri tveggja ríkja lausn eina sanngjarna niðurstaðan. Varanlegt vopnahlé væri þó ekki raunhæft á meðan Hamas hefði rúmlega 200 manns í gíslingu. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði eftir G7 fundinn að þeir sem kölluðu eftir skilyrðislausu vopnahléi án þess að gíslunum yrði sleppt úr haldi yrðu að útskýra afleiðingarnar. Hamas hefði hótað því að endurtaka aftur og aftur sams konar árásir og liðsmenn þeirra gerðu hinn 7. október. „Bandaríkin telja það lykilatriði að ekki verði um neina nauðungarflutninga Palestínumanna frá Gasa að ræða. Ekki núna og ekki eftir stríðið. Gasasvæðið verði ekki notað til hryðjuverkárása eða annars ofbeldis. Engin herseta verði á Gasasvæðinu eftir að átökunum linnir. Engar tilraunir til að setja Gasasvæðið í herkví. Engar skerðingar á landsvæði Gasa,“ sagði Blinken. Alþingi Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Utanríkismál Tengdar fréttir Náðu saman með ályktun um vopnahlé Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. 8. nóvember 2023 14:06 Mikill meirihluti landsmanna óánægður með ákvörðunina Sjö af hverjum tíu Íslendingum eru ósáttir við hvernig Ísland ráðstafaði atkvæði sínu í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasaströndinni. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Konur eru mun óánægðari en karlar. Þá er mestur stuðningur við ákvörðun Íslands hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins. 8. nóvember 2023 12:30 Ísraelskur fáni í Ráðhúsi Kaupmannahafnar umdeildur Fólki sem átti leið hjá ráðhúsi Kaupmannahafnar í morgun sagðist hafa brugðið við að sjá ísraelskan fána hanga í glugga ráðhússins sem vísar út á H.C Andersensbreiðgötuna, eina mest förnu götu Kaupmannahafnar. 8. nóvember 2023 12:07 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata kvað sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta í upphafi þingfundar í dag. „Fram er komin tillaga frá utanríkismálanefnd allri sem sameinar alla flokka. Í skýrri tillögu sem er auðvitað ekki 100 prósent eins og ég hefði orðað hana sjálf. En mikilvæg málamiðlun, sem sendir mikilvæg og skýr skilaboð til bæði ráðherra og alþjóðasamfélagsins um stöðuna og afstöðu verði hún samþykkt,” sagði Þórhildur Sunna. Hún dró síðan þingsályktunartillögu Pírata til baka og það Gerði Sigmar Guðmundsson fulltrúi Viðreisnar í utanríkismálanefnd einnig. Viðurkennir að málið hafi reynst erfitt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra viðurkennir að málið hafi reynst ríkisstjórninni erfitt eftir hjásetu Íslands við tillögu Jórdaníu hjá Sameinuðu þjóðunum um vopnahlé. Íslensk stjórnvöld hafi þó talað skýrt um þörf á tafarlausu vopnahléi og mikilvægi þess að alþjóða- og mannúðarlög væru virt. Eftir atburði síðustu vikna hafi íslensk stjórnvöld einnig tekið undir þá kröfu að atburðir á Gaza verði rannsakaðir. „Hvort þar hafi verið um brot á alþjóðalögum að ræða að hálfu ísraelskra stjórnvalda. Þannig að fyrir þessu höfum við talað en vissulega greindi okkur á um afstöðuna í þeirri atkvæðagreiðslu sem hefur verið hvað mest til umræðu.” Og samskiptin kannski ekki nógu góð á milli forsætis- og utanríkisráðuneytisins fyrir þessa atkvæðagreiðslu? „Nei, nei og ég held að það skrifist á ráðuneytin okkar að þar hefði eitthvað getað betur farið.” Katrín fagnar hins vegar því samkomulagi sem náðst hefur í utanríkismálanefnd. Þetta mál gæti vel verið erfitt fyrir einstaka félaga í Vinstri grænum og öðrum flokkum. „En það skiptir engu máli í samanburði við þá atburði sem eru að eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Þær þjáningar sem við höfum séð þar. Fyrst eftir árás Hamassamtakanna og síðan í þeim viðbrögðum sem hafa fylgt að hálfu ísraelskra stjórnvalda með tilheyrandi mannfalli óbreyttra borgara. Við verðum auðvitað að muna að það er stóra málið,” segir Katrín. Kalla eftir hléi Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims, G7, ályktuðu einnig um átökin á Gasa á fundi í Tokyo í dag. Gera þyrfti hlé á átökum til að koma hjálpargögnum til íbúa Gasa og til framtíðar væri tveggja ríkja lausn eina sanngjarna niðurstaðan. Varanlegt vopnahlé væri þó ekki raunhæft á meðan Hamas hefði rúmlega 200 manns í gíslingu. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði eftir G7 fundinn að þeir sem kölluðu eftir skilyrðislausu vopnahléi án þess að gíslunum yrði sleppt úr haldi yrðu að útskýra afleiðingarnar. Hamas hefði hótað því að endurtaka aftur og aftur sams konar árásir og liðsmenn þeirra gerðu hinn 7. október. „Bandaríkin telja það lykilatriði að ekki verði um neina nauðungarflutninga Palestínumanna frá Gasa að ræða. Ekki núna og ekki eftir stríðið. Gasasvæðið verði ekki notað til hryðjuverkárása eða annars ofbeldis. Engin herseta verði á Gasasvæðinu eftir að átökunum linnir. Engar tilraunir til að setja Gasasvæðið í herkví. Engar skerðingar á landsvæði Gasa,“ sagði Blinken.
Alþingi Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Utanríkismál Tengdar fréttir Náðu saman með ályktun um vopnahlé Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. 8. nóvember 2023 14:06 Mikill meirihluti landsmanna óánægður með ákvörðunina Sjö af hverjum tíu Íslendingum eru ósáttir við hvernig Ísland ráðstafaði atkvæði sínu í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasaströndinni. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Konur eru mun óánægðari en karlar. Þá er mestur stuðningur við ákvörðun Íslands hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins. 8. nóvember 2023 12:30 Ísraelskur fáni í Ráðhúsi Kaupmannahafnar umdeildur Fólki sem átti leið hjá ráðhúsi Kaupmannahafnar í morgun sagðist hafa brugðið við að sjá ísraelskan fána hanga í glugga ráðhússins sem vísar út á H.C Andersensbreiðgötuna, eina mest förnu götu Kaupmannahafnar. 8. nóvember 2023 12:07 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Náðu saman með ályktun um vopnahlé Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. 8. nóvember 2023 14:06
Mikill meirihluti landsmanna óánægður með ákvörðunina Sjö af hverjum tíu Íslendingum eru ósáttir við hvernig Ísland ráðstafaði atkvæði sínu í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasaströndinni. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Konur eru mun óánægðari en karlar. Þá er mestur stuðningur við ákvörðun Íslands hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins. 8. nóvember 2023 12:30
Ísraelskur fáni í Ráðhúsi Kaupmannahafnar umdeildur Fólki sem átti leið hjá ráðhúsi Kaupmannahafnar í morgun sagðist hafa brugðið við að sjá ísraelskan fána hanga í glugga ráðhússins sem vísar út á H.C Andersensbreiðgötuna, eina mest förnu götu Kaupmannahafnar. 8. nóvember 2023 12:07
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent