Kynnisferðir hætta ferðum í Bláa lónið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 20:46 Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. Fyrirtækið hefur hætt ferðum í Bláa lónið í bili. Vísir/Arnar/Egill. Forsvarsmenn Kynnisferða hafa ákveðið að hætta ferðum í Bláa lónið frá og með hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri segir það gert með öryggi starfsmanna og gesta að leiðarljósi. Staðan verður endurmetin eftir þrjá daga. Starfsfólki kynnisferða barst tölvupóstur í dag þar sem tilkynnt var að frá og með morgundeginum muni Kynnisferðir ekki keyra í Bláa lónið vegna þeirrar stöðu sem komin er upp á Reykjanesi. Í samtali við fréttastofu segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins að staðan verði endurmetin eftir þrjá daga. „Það hafa auðvitað miklar upplýsingar komið fram síðustu daga varðandi stöðuna, og með heildarhagsmuni okkar að leiðarljósi mátum við það sem svo að setja þetta á hold í bili.“ Björn segir ákvörðunina ekki tekna vegna afbókanna. Eftirspurnin væri næg eftir ferðum í lónið. „Við töldum að þetta væri skynsamleg ákvörðun eins og staðan er núna. Eins og allir, erum við að reyna átta okkur á því sem vísindamenn eru að segja og hvaða hraði er á þessu. Við leggjum mikið upp úr öryggi starfsmanna og viðskiptavina og ákváðum út frá okkar hagsmunum sem fyrirtæki að taka þessa ákvörðun í dag.“ Ferðamenn almennt ekki meðvitaðir um stöðuna Aðspurður segir Björn ekki telja að ferðamenn séu almennt mjög meðvitaðir um stöðuna. Flestir sem koma til Íslands séu að koma í fyrsta sinn og þekki ekki til jarðhræringa. „Á föstudaginn settum við inn almenna tilkynningu til viðskiptavina á heimasíðuna okkar. Flestir vita af þeim eldgosum sem hafa verið en ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hvað er á gangi akkúrat þarna og að það sé óvissustig, eða hvað það þá þýðir,“ segir Björn. Þá sé mörgum spurningum ósvarað. „Hvað gerist þetta hratt? Vísindamenn eru að ræða um nokkra klukkutíma, eru það tveir eða tuttugu? Það hefur komið fram að þetta sé þynnri kvika sem getur runnið hraðar. Við erum að kalla eftir og reyna fá betri upplýsingar frá Almannavörnum, en okkur fannst miðað við stöðuna að það væri réttast ýta á pásu.“ Við erum ekki búin að taka ákvörðun lengra en næstu þrjá daga. Þá verður staðan endurmetin. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Starfsfólki kynnisferða barst tölvupóstur í dag þar sem tilkynnt var að frá og með morgundeginum muni Kynnisferðir ekki keyra í Bláa lónið vegna þeirrar stöðu sem komin er upp á Reykjanesi. Í samtali við fréttastofu segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins að staðan verði endurmetin eftir þrjá daga. „Það hafa auðvitað miklar upplýsingar komið fram síðustu daga varðandi stöðuna, og með heildarhagsmuni okkar að leiðarljósi mátum við það sem svo að setja þetta á hold í bili.“ Björn segir ákvörðunina ekki tekna vegna afbókanna. Eftirspurnin væri næg eftir ferðum í lónið. „Við töldum að þetta væri skynsamleg ákvörðun eins og staðan er núna. Eins og allir, erum við að reyna átta okkur á því sem vísindamenn eru að segja og hvaða hraði er á þessu. Við leggjum mikið upp úr öryggi starfsmanna og viðskiptavina og ákváðum út frá okkar hagsmunum sem fyrirtæki að taka þessa ákvörðun í dag.“ Ferðamenn almennt ekki meðvitaðir um stöðuna Aðspurður segir Björn ekki telja að ferðamenn séu almennt mjög meðvitaðir um stöðuna. Flestir sem koma til Íslands séu að koma í fyrsta sinn og þekki ekki til jarðhræringa. „Á föstudaginn settum við inn almenna tilkynningu til viðskiptavina á heimasíðuna okkar. Flestir vita af þeim eldgosum sem hafa verið en ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hvað er á gangi akkúrat þarna og að það sé óvissustig, eða hvað það þá þýðir,“ segir Björn. Þá sé mörgum spurningum ósvarað. „Hvað gerist þetta hratt? Vísindamenn eru að ræða um nokkra klukkutíma, eru það tveir eða tuttugu? Það hefur komið fram að þetta sé þynnri kvika sem getur runnið hraðar. Við erum að kalla eftir og reyna fá betri upplýsingar frá Almannavörnum, en okkur fannst miðað við stöðuna að það væri réttast ýta á pásu.“ Við erum ekki búin að taka ákvörðun lengra en næstu þrjá daga. Þá verður staðan endurmetin.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11