Segir Vestfirðinga óttast að gagnrýna fiskeldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2023 10:17 Veiga segir marga Vestfirðinga hafa hrósað sér persónulega en veigri sér við því opinberlega að lýsa yfir andstöðu við fiskeldi. Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og náttúruverndarsinni, segist vona að myndir sem hún birti af lúsugum löxum í sjókvíum í Tálknafirði verði vendipunktur í málum fiskeldis hér á landi. Hún segir marga Vestfirðinga óttast að lýsa andstöðu sinni gegn fiskeldi. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Veiga, sem sjálf ólst upp á Ísafirði, tók myndir þann 27. október síðastliðinn af lúsugum löxum í kvíum Arctic Fish í Tálknafirði og sagði við fréttastofu í kjölfarið að hún hefði ekki trúað eigin augum, svo margir fiskar væru í slæmu standi. Fær mikinn skít á kommentakerfum Færðu bágt fyrir þetta? „Fólk sem hefur heilsað mér í gegnum tíðina sér mig ekki lengur. Það horfir framhjá mér þegar það sér mig út á götu, ég fæ mikinn skít á kommentakerfunum,“ segir Veiga um viðbrögðin í kjölfar myndbirtinganna. „Þá er ég yfirleitt kölluð hann/hún/það eða einhver vera sem ég veit ekki hvað er. En ég fæ líka mikið hrós. Eins og fyrir vestan, þar eru rosalega mrgir á móti þessu, en þeir vilja ekki tjá það, þeir vilja ekki segja frá því.“ Af ótta við? „Gagnrýni. Ef að fólk er á móti þessu, þá erum við á móti Vestfjörðum og á móti atvinnuuppbyggingu. Fólk fer alltaf í þenann pakka. En fólk kemur til mín út í búð, hrósar mér og klappar mér á öxlina og þakkar mér fyrir.“ Veiga segir að hún voni að myndirnar verði til þess að viðhorfsbreyting verði meðal almennings vegna laxeldis. Hún segist merkja þær breytingar eftir myndbirtingarnar. „Það eru viðbrögðin sem ég fæ. Ég hef oft verið að ræða við kallana í pottinum í Grafarvogslauginni, þeir eru alltaf að segja mér að hætta þessari vitleysu. En svo hitti ég þá á föstudagin og þá sögðu þeir við mig: Já, ókei þetta er allt rétt sem þú ert búin að vera að segja.“ Gæti þetta verið vendipunktur? Með almenningsálitið? „Já, ég held að þetta hafi mikil áhrif á almenningsálitið. Ég gerði smá myndband á Instagram og ég hef aldrei fengið jafn mikla umferð á Instagram.“ Veiga segir að fara ætti með fiskeldi í lokuð kerfi. Þá sé hægt að hirða upp botnfallið eftir fiskinn og þá þurfi ekki að hafa áhyggjur af lús og eitri. Verið sé að vinna með slík kerfi í Noregi. Þú ert ekki bjartsýn á að stjórnvöld grípi til aðgerða? „Nei, ég verð að viðurkenna það. Þó ég voni það.“ Fiskeldi Bítið Sjókvíaeldi Dýraheilbrigði Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Veiga, sem sjálf ólst upp á Ísafirði, tók myndir þann 27. október síðastliðinn af lúsugum löxum í kvíum Arctic Fish í Tálknafirði og sagði við fréttastofu í kjölfarið að hún hefði ekki trúað eigin augum, svo margir fiskar væru í slæmu standi. Fær mikinn skít á kommentakerfum Færðu bágt fyrir þetta? „Fólk sem hefur heilsað mér í gegnum tíðina sér mig ekki lengur. Það horfir framhjá mér þegar það sér mig út á götu, ég fæ mikinn skít á kommentakerfunum,“ segir Veiga um viðbrögðin í kjölfar myndbirtinganna. „Þá er ég yfirleitt kölluð hann/hún/það eða einhver vera sem ég veit ekki hvað er. En ég fæ líka mikið hrós. Eins og fyrir vestan, þar eru rosalega mrgir á móti þessu, en þeir vilja ekki tjá það, þeir vilja ekki segja frá því.“ Af ótta við? „Gagnrýni. Ef að fólk er á móti þessu, þá erum við á móti Vestfjörðum og á móti atvinnuuppbyggingu. Fólk fer alltaf í þenann pakka. En fólk kemur til mín út í búð, hrósar mér og klappar mér á öxlina og þakkar mér fyrir.“ Veiga segir að hún voni að myndirnar verði til þess að viðhorfsbreyting verði meðal almennings vegna laxeldis. Hún segist merkja þær breytingar eftir myndbirtingarnar. „Það eru viðbrögðin sem ég fæ. Ég hef oft verið að ræða við kallana í pottinum í Grafarvogslauginni, þeir eru alltaf að segja mér að hætta þessari vitleysu. En svo hitti ég þá á föstudagin og þá sögðu þeir við mig: Já, ókei þetta er allt rétt sem þú ert búin að vera að segja.“ Gæti þetta verið vendipunktur? Með almenningsálitið? „Já, ég held að þetta hafi mikil áhrif á almenningsálitið. Ég gerði smá myndband á Instagram og ég hef aldrei fengið jafn mikla umferð á Instagram.“ Veiga segir að fara ætti með fiskeldi í lokuð kerfi. Þá sé hægt að hirða upp botnfallið eftir fiskinn og þá þurfi ekki að hafa áhyggjur af lús og eitri. Verið sé að vinna með slík kerfi í Noregi. Þú ert ekki bjartsýn á að stjórnvöld grípi til aðgerða? „Nei, ég verð að viðurkenna það. Þó ég voni það.“
Fiskeldi Bítið Sjókvíaeldi Dýraheilbrigði Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira