Opið bréf til ríkisstjórnarinnar: ákall um aðgerðir vegna ástandsins á Gaza Vera Knútsdóttir skrifar 5. nóvember 2023 08:00 Kæra ríkisstjórn, Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 9.000 Palestínumenn á Gaza látist í árásum Ísraela á Gaza. Þar af eru fleiri en 3.700 börn. Mér er mjög umhugað um stefnu Íslands gagnvart Palestínu en svo virðist sem að kúvending hafi orðið á stuðningi Íslands við Palestínu. Hvers vegna er mikilvægara að fordæma árásir Hamas þann 7. október sl. en að fara fram á tafarlaust vopnahlé á Gaza þar sem þúsundir hafa verið drepnir í árásum Ísraela. Það er nefnilega hægt að gefa út sér fordæmingu á Hamas og styðja ályktun um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum. Ætlið þið bara að sitja hjá og gera ekki neitt nema að leyfa utanríkisráðherra að þræta fyrir árásir Ísraela á almenna borgara (sbr. afneitun á árásum Ísraels á Jabaliya flóttamannabúðirnar)? Trúið þið virkilega áróðri ísrelskra stjórnvalda? Hafið þið fylgst með því sem er raunverulega að gerast í Ísrael og svo í Palestínu? Og já ætlið þið að leyfa Bjarna bara að sitja áfram í þessari ríkisstjórn? Hafið þið séð fréttirnar frá Ísrael þar sem að fólk, bæði ísraelskir gyðingar og arabar hafa misst vinnuna, verið handtekin eða vísað úr skóla fyrir að gagnrýna með einhverjum hætti (í orði, riti eða á samfélagsmiðlum) árásir stjórnvalda á almenna borgara í Gaza og óska eftir vopnahléi? Hafið þið séð fréttirnar um að lítið sem ekkert er gert við ofsóknum á aröbum í Ísrael og myndum og efnis þar sem hvatt er til útrýmingu Palestínumanna? Eruð þið búin að sjá skjölin frá ráðuneyti leyniþjónustu Ísraels sem fjalla um hvernig fjarlægja má alla Palestínumenn frá Gaza? Já eða bara fréttirnar af ólöglega landtökufólkinu á vesturbakkanum og ógeðfeldar árásir þeirra á saklausa palestínska borgara? Það eru allar teiknir á lofti að þjóðarmorð sé að eiga sér stað. Ætlið þið í alvörunni að sitja hjá og leyfa því að gerast? Ég bið ykkur um að gera það ekki. Ekki í mínu nafni. Ég dauðskammast mín fyrir ykkur! Ég er bálreið út í ykkur fyrir þetta auma aðgerðarleysi ykkar. Ísland hefur haft það á stefnu sinni að styjða við sjálfstætt ríki Palestínu og hefur jafnan sýnt stuðning sinn í verki. Er ykkur bara drullusama núna af því að Palestínumenn eru arabar og flestir múslimar? Eru líf þeirra ykkur minna virði? Hversu mörg börn þurfa að deyja þangað til að þið vaknið til lífsins og takið ykkur til við að ljá rödd ykkar við óskir um frið, réttlæti og mannúð? Við erum með þetta fína friðarsetur í Höfða, er ekki mál að standa við stóru orðin um að Ísland sé boðberi friðar í heiminum? Ég vona svo sannarlega að þið vaknið til lífsins og áttið ykkur á því að áróður Ísraels er ekkert annað en það. Nei, það breytir engu þó að IDF haldi því fram að almennir borgarar séu varaðir við og þeim sagt að fara annað því þeir drepa bara fólk á flótta. Þeir sprengja sjúkrahús, skóla, flóttamannabúðir, byggingar Sameinuðu þjóðanna. IDF er með GPS hnit af byggingum SÞ, sjúkrahúsum og öðrum augljósum stöðum þar sem almennir borgarar leita sér skjóls og aðstoðar. Það er ekkert óvart við skotmörkin sem Ísrael velur sér. Hvaða ríki sem vill selja þá ímynd út á við að þeim sé annt um almenna borgara og öryggi þeirra, sprengir bílalest sjúkrabíla? Og ef að ástæðan er sú að þið gleypið gjörsamlega við bleikþvotti Ísraela að þá vil ég bara minna ykkur á að ríkisstjórnin sem þar situr samanstendur af öfgahægri flokkum sem hafa þá stefnu að vera á móti réttindum LGBT fólks og á móti of miklum réttindum kvenna. Svona fyrir utan að vera á móti tveggja ríkja lausn í deilum Ísraels og Palestínu. Ekki má gleyma spillingu Netanyahu og dómsmálin sem höfðuð hafa verið gegn honum. Hvernig er þessi stjórn betri en t.d. Fatah á Vesturbakkanum? Haldið þið að það sé hagur almennra borgara í Ísrael að lifa við fasistastjórn, þar sem að mótmæli geta kostað þig vinnuna og jafnvel lífið? Ísraelar eiga líka að fá að búa við frið og án ótta við árásir á sig og sína. Ef þið sjáið ekki sóma ykkar í því að berjast gegn linnulausum morðum á saklausum borgurum og þjóðarmorði, í guðana bænum segið af ykkur svo að við getum kosið á ný. Þið eigið ekkert erindi í stjórnmál ef þið ætlið bara að sitja hjá á meðan að lífið er murkað úr Palestínumönnum. Höfundur er öryggis- og varnamálafræðingur og fyrrum starfskona UNRWA, í Líbanon. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Kæra ríkisstjórn, Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 9.000 Palestínumenn á Gaza látist í árásum Ísraela á Gaza. Þar af eru fleiri en 3.700 börn. Mér er mjög umhugað um stefnu Íslands gagnvart Palestínu en svo virðist sem að kúvending hafi orðið á stuðningi Íslands við Palestínu. Hvers vegna er mikilvægara að fordæma árásir Hamas þann 7. október sl. en að fara fram á tafarlaust vopnahlé á Gaza þar sem þúsundir hafa verið drepnir í árásum Ísraela. Það er nefnilega hægt að gefa út sér fordæmingu á Hamas og styðja ályktun um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum. Ætlið þið bara að sitja hjá og gera ekki neitt nema að leyfa utanríkisráðherra að þræta fyrir árásir Ísraela á almenna borgara (sbr. afneitun á árásum Ísraels á Jabaliya flóttamannabúðirnar)? Trúið þið virkilega áróðri ísrelskra stjórnvalda? Hafið þið fylgst með því sem er raunverulega að gerast í Ísrael og svo í Palestínu? Og já ætlið þið að leyfa Bjarna bara að sitja áfram í þessari ríkisstjórn? Hafið þið séð fréttirnar frá Ísrael þar sem að fólk, bæði ísraelskir gyðingar og arabar hafa misst vinnuna, verið handtekin eða vísað úr skóla fyrir að gagnrýna með einhverjum hætti (í orði, riti eða á samfélagsmiðlum) árásir stjórnvalda á almenna borgara í Gaza og óska eftir vopnahléi? Hafið þið séð fréttirnar um að lítið sem ekkert er gert við ofsóknum á aröbum í Ísrael og myndum og efnis þar sem hvatt er til útrýmingu Palestínumanna? Eruð þið búin að sjá skjölin frá ráðuneyti leyniþjónustu Ísraels sem fjalla um hvernig fjarlægja má alla Palestínumenn frá Gaza? Já eða bara fréttirnar af ólöglega landtökufólkinu á vesturbakkanum og ógeðfeldar árásir þeirra á saklausa palestínska borgara? Það eru allar teiknir á lofti að þjóðarmorð sé að eiga sér stað. Ætlið þið í alvörunni að sitja hjá og leyfa því að gerast? Ég bið ykkur um að gera það ekki. Ekki í mínu nafni. Ég dauðskammast mín fyrir ykkur! Ég er bálreið út í ykkur fyrir þetta auma aðgerðarleysi ykkar. Ísland hefur haft það á stefnu sinni að styjða við sjálfstætt ríki Palestínu og hefur jafnan sýnt stuðning sinn í verki. Er ykkur bara drullusama núna af því að Palestínumenn eru arabar og flestir múslimar? Eru líf þeirra ykkur minna virði? Hversu mörg börn þurfa að deyja þangað til að þið vaknið til lífsins og takið ykkur til við að ljá rödd ykkar við óskir um frið, réttlæti og mannúð? Við erum með þetta fína friðarsetur í Höfða, er ekki mál að standa við stóru orðin um að Ísland sé boðberi friðar í heiminum? Ég vona svo sannarlega að þið vaknið til lífsins og áttið ykkur á því að áróður Ísraels er ekkert annað en það. Nei, það breytir engu þó að IDF haldi því fram að almennir borgarar séu varaðir við og þeim sagt að fara annað því þeir drepa bara fólk á flótta. Þeir sprengja sjúkrahús, skóla, flóttamannabúðir, byggingar Sameinuðu þjóðanna. IDF er með GPS hnit af byggingum SÞ, sjúkrahúsum og öðrum augljósum stöðum þar sem almennir borgarar leita sér skjóls og aðstoðar. Það er ekkert óvart við skotmörkin sem Ísrael velur sér. Hvaða ríki sem vill selja þá ímynd út á við að þeim sé annt um almenna borgara og öryggi þeirra, sprengir bílalest sjúkrabíla? Og ef að ástæðan er sú að þið gleypið gjörsamlega við bleikþvotti Ísraela að þá vil ég bara minna ykkur á að ríkisstjórnin sem þar situr samanstendur af öfgahægri flokkum sem hafa þá stefnu að vera á móti réttindum LGBT fólks og á móti of miklum réttindum kvenna. Svona fyrir utan að vera á móti tveggja ríkja lausn í deilum Ísraels og Palestínu. Ekki má gleyma spillingu Netanyahu og dómsmálin sem höfðuð hafa verið gegn honum. Hvernig er þessi stjórn betri en t.d. Fatah á Vesturbakkanum? Haldið þið að það sé hagur almennra borgara í Ísrael að lifa við fasistastjórn, þar sem að mótmæli geta kostað þig vinnuna og jafnvel lífið? Ísraelar eiga líka að fá að búa við frið og án ótta við árásir á sig og sína. Ef þið sjáið ekki sóma ykkar í því að berjast gegn linnulausum morðum á saklausum borgurum og þjóðarmorði, í guðana bænum segið af ykkur svo að við getum kosið á ný. Þið eigið ekkert erindi í stjórnmál ef þið ætlið bara að sitja hjá á meðan að lífið er murkað úr Palestínumönnum. Höfundur er öryggis- og varnamálafræðingur og fyrrum starfskona UNRWA, í Líbanon.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun