Óskað eftir endurflutningi ráðherra Sandra B. Franks skrifar 5. nóvember 2023 09:00 Á gömlum plötum er oft bestu lögin sem verða sífellt betri við hverja hlustun. Stundum nær tónlistin til nýrra hlustenda sem sumir endurflytja og verða þá nýjir boðberar gömlu laganna. Við hjá Sjúkraliðafélaginu erum eins og gömul plata. Ítrekað flytjum við sama boðskapinn sem er að verða eins og gamall slagari, sem er; „AÐGERÐIR GEGN KYNBUNDNUM LAUNAMUN“. Ég veit ekki hversu margar greinar og ræður ég hef flutt um þetta efni. Flutt ákall til stjórnvalda um aðgerðir. Aftur og aftur tala þessi sömu stjórnvöld um að kynbundinn launamunur og kynskiptur vinnumarkaður sé eitt brýnasta jafnréttis- og mannréttindamál okkar tíma. En svo gerist ekkert. Með þessu aðgerðarleysi stjórnvalda er ekki einungis verið að brjóta kerfisbundið á lögbundnum réttindum kvenna, heldur er einnig verið að hafa af okkur peninga, ígildi heillar íbúðar á starfsævi sjúkraliða. Mörgum munar um minna. Tækifærið er núna Við sjúkraliðar höfum ekki bara kallað hátt á torgum úti og sungið gamla slagara. Við höfum einnig lagt fram tillögur um mögulegar aðgerðir. Ein þeirra er í gegnum stofnanasamninga, sem er kjörin leið til að uppræta kynbundnum launamun. Nýverið tóku forsætisráðherra og vinnumarkaðsráðherra undir að aðgerða væri þörf við að „uppræta kynbundinn launamun“ og „endurmeta virði kvennastétta“. Gott og vel. Nú er lag frú forsætisráðherra og herra vinnumarkaðsráðherra. Hvernig ætli þið að gera þetta? Hvernig væri að þið tækjuð upp þennan gamla slagara okkar sjúkraliða og endurflytjið boðskapinn til stjórnenda stofnana til að bæta kjör kvennastétta í gegnum áðurnefnda stofnanasamninga? Ef það strandar á fjármagni þá er fjárlagafrumvarpið enn opið. Annað eins hefur ratað í fjáraukalög af mun minna tilefni. Það er erfitt fyrir konur og okkur sjúkraliða að bíða endalaust eftir enn einni nefndinni, á meðan þessi tiltekna og raunhæfa aðgerð stendur nú þegar til boða. Fögur orð um að uppræta þurfi kynbuninn launamun og endurmeta virði kvennastétta rata ekki í veski sjúkraliða. Aðgerðir eins og aukið fjármagn í stofnanasamninga gera það hins vegar. Sömuleiðis aðgerðir eins og „kvenna-kjarasamningar“ og launamyndunarkerfi byggðar á hugmyndafræði STARFSMATS gerir það einnig. Þessar þrjár aðgerðir eru vel færar á þessum tímapunkti. Ráðamenn þjóðarinnar eiga ekki að geta vikið sér undan því að fylgja lögum og tryggja jöfn kjör fyrir öll kyn. Kerfisbundið misrétti á ekki að vera í boði stjórnvalda. Höfundur formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Jafnréttismál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sandra B. Franks Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Á gömlum plötum er oft bestu lögin sem verða sífellt betri við hverja hlustun. Stundum nær tónlistin til nýrra hlustenda sem sumir endurflytja og verða þá nýjir boðberar gömlu laganna. Við hjá Sjúkraliðafélaginu erum eins og gömul plata. Ítrekað flytjum við sama boðskapinn sem er að verða eins og gamall slagari, sem er; „AÐGERÐIR GEGN KYNBUNDNUM LAUNAMUN“. Ég veit ekki hversu margar greinar og ræður ég hef flutt um þetta efni. Flutt ákall til stjórnvalda um aðgerðir. Aftur og aftur tala þessi sömu stjórnvöld um að kynbundinn launamunur og kynskiptur vinnumarkaður sé eitt brýnasta jafnréttis- og mannréttindamál okkar tíma. En svo gerist ekkert. Með þessu aðgerðarleysi stjórnvalda er ekki einungis verið að brjóta kerfisbundið á lögbundnum réttindum kvenna, heldur er einnig verið að hafa af okkur peninga, ígildi heillar íbúðar á starfsævi sjúkraliða. Mörgum munar um minna. Tækifærið er núna Við sjúkraliðar höfum ekki bara kallað hátt á torgum úti og sungið gamla slagara. Við höfum einnig lagt fram tillögur um mögulegar aðgerðir. Ein þeirra er í gegnum stofnanasamninga, sem er kjörin leið til að uppræta kynbundnum launamun. Nýverið tóku forsætisráðherra og vinnumarkaðsráðherra undir að aðgerða væri þörf við að „uppræta kynbundinn launamun“ og „endurmeta virði kvennastétta“. Gott og vel. Nú er lag frú forsætisráðherra og herra vinnumarkaðsráðherra. Hvernig ætli þið að gera þetta? Hvernig væri að þið tækjuð upp þennan gamla slagara okkar sjúkraliða og endurflytjið boðskapinn til stjórnenda stofnana til að bæta kjör kvennastétta í gegnum áðurnefnda stofnanasamninga? Ef það strandar á fjármagni þá er fjárlagafrumvarpið enn opið. Annað eins hefur ratað í fjáraukalög af mun minna tilefni. Það er erfitt fyrir konur og okkur sjúkraliða að bíða endalaust eftir enn einni nefndinni, á meðan þessi tiltekna og raunhæfa aðgerð stendur nú þegar til boða. Fögur orð um að uppræta þurfi kynbuninn launamun og endurmeta virði kvennastétta rata ekki í veski sjúkraliða. Aðgerðir eins og aukið fjármagn í stofnanasamninga gera það hins vegar. Sömuleiðis aðgerðir eins og „kvenna-kjarasamningar“ og launamyndunarkerfi byggðar á hugmyndafræði STARFSMATS gerir það einnig. Þessar þrjár aðgerðir eru vel færar á þessum tímapunkti. Ráðamenn þjóðarinnar eiga ekki að geta vikið sér undan því að fylgja lögum og tryggja jöfn kjör fyrir öll kyn. Kerfisbundið misrétti á ekki að vera í boði stjórnvalda. Höfundur formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar