Yfir stokka og steina - Þjóðtrúarmiðstöð á Ströndum Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 09:01 Þjóðtrúin eða alþýðutrú hérlendis á sér djúpar rætur. Hún fylgdi okkur frá menningarheimi annarra landa við landnám, hefur þróast með þeim aðstæðum sem við búum við og hún fylgir okkur ennþá í okkar daglega lífi og athöfnum. Ég var á ferðinni í Dölunum um daginn og keyrði þá fram hjá Klofasteinum við Ljárskóga, tveir steinar sem skaga út í vegstæðið og nú er búið að setja þar vegrið til að tryggja öryggi vegfarenda. Það var við vegagerð á þessum stað árið 1995 sem til stóð að færa steinana, enda voru þeir í tilvonandi vegstæði. Það var eins og við manninn mælt að vinnan við vegagerð gekk illa og lentu verktakar í allskyns óhöppum. Heimamenn bentu á þá skýringu að þarna byggju álfar og að þeir væru einfaldlega að mótmæla vegagerðinni. Þetta var áður en áhrifavaldar voru þekktir í tungumálinu en svo sannarlega beittu þessir íbúar þessara steina sínum áhrifum til að tefja verkið. Kölluð var til kona sem gat talað tungum álfa og manna og hún komst að samkomulagi við íbúana um að færa mætti steinana til að liðka fyrir vegagerðinni. Það var gert og hafa álfarnir í Kolfasteinum staðið við samkomulagið og ekki verið til frekari vandræða. Þarna var tekin ákvörðun með virðingu og tilliti fyrir okkar menningararfleið í þjóðtrúnni. Nýrri dæmi má einnig finna um að þjóðtrúin hafi tekið þátt í hönnun og verklagi við vegavinnu. Miðstöð íslenskrar þjóðtrúar Í síðustu viku mælti ég fyrir þingsályktunartillögu minni um að fela menningar- og viðskiptaráðherra að beita sér fyrir því að stofnuð verði miðstöð íslenskrar þjóðtrúar í Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum. Stofnun miðstöðvar um íslenska þjóðtrú myndi efla vinnu við grunnrannsóknir í bland við markvissa miðlun með fjölbreyttum leiðum og jafnframt upplýsingaþjónustu á þessu sviði menningararfsins. Þá er það talið styrkur fyrir verkefnið að rannsóknasetrið er á Hólmavík, í nágrenni við sjálfseignarstofnunina Strandagaldur, sem auk þess að standa á bak við Galdrasýningu á Ströndum hefur miðlað og gefið út fjölda verkefna um galdra á Íslandi. Rannsóknasetrið starfar einnig náið með nemendum og kennurum í þjóðfræði í Háskóla Íslands, Þjóðminjasafninu og Árnastofnun sem myndi vera verkefninu til framdráttar og má því að segja að samlegðaráhrif þess geti orðið mikil. Mikilvægt er að byggt verði áfram á þeirri þekkingu sem þegar hefur orðið til og að henni verði miðlað þannig að aðrir fái hennar notið. Eins og segir í greinagerð með þingsályktunartillögunni þá myndi miðstöð íslenskrar þjóðtrúar á Ströndum standa fyrir kynningu á íslenskri þjóðtrú, bæði með þátttöku í verkefnum og á eigin vegum. Þetta væri gert með grunnrannsóknum og einnig miðlun og upplýsingaþjónustu á þessu sviði menningararfs Íslendinga. Slík stofnun gæti haft áhrif langt út fyrir landsteinana með þátttöku í alþjóðlegu tengslaneti þjóðtrúarrannsókna og miðlunar. Menningu ber að varðveita Hvort sem við viljum viðhalda eða draga úr gildi þjóðtrúar eigum við þennan sameiginlega arf sem ber að varðveita og miðla. Um allan heim á fólk sér sína arfleið og þegar fólk ferðast um heiminn er það ekki síst til þess að skoða inn í kjarna hverrar þjóðar. Nú þegar skammdegið er fram undan verður þjóðtrúin okkur sérstaklega hugleikin. Jólasveinarnir koma víst til byggða innan skamms. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Strandabyggð Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þjóðtrúin eða alþýðutrú hérlendis á sér djúpar rætur. Hún fylgdi okkur frá menningarheimi annarra landa við landnám, hefur þróast með þeim aðstæðum sem við búum við og hún fylgir okkur ennþá í okkar daglega lífi og athöfnum. Ég var á ferðinni í Dölunum um daginn og keyrði þá fram hjá Klofasteinum við Ljárskóga, tveir steinar sem skaga út í vegstæðið og nú er búið að setja þar vegrið til að tryggja öryggi vegfarenda. Það var við vegagerð á þessum stað árið 1995 sem til stóð að færa steinana, enda voru þeir í tilvonandi vegstæði. Það var eins og við manninn mælt að vinnan við vegagerð gekk illa og lentu verktakar í allskyns óhöppum. Heimamenn bentu á þá skýringu að þarna byggju álfar og að þeir væru einfaldlega að mótmæla vegagerðinni. Þetta var áður en áhrifavaldar voru þekktir í tungumálinu en svo sannarlega beittu þessir íbúar þessara steina sínum áhrifum til að tefja verkið. Kölluð var til kona sem gat talað tungum álfa og manna og hún komst að samkomulagi við íbúana um að færa mætti steinana til að liðka fyrir vegagerðinni. Það var gert og hafa álfarnir í Kolfasteinum staðið við samkomulagið og ekki verið til frekari vandræða. Þarna var tekin ákvörðun með virðingu og tilliti fyrir okkar menningararfleið í þjóðtrúnni. Nýrri dæmi má einnig finna um að þjóðtrúin hafi tekið þátt í hönnun og verklagi við vegavinnu. Miðstöð íslenskrar þjóðtrúar Í síðustu viku mælti ég fyrir þingsályktunartillögu minni um að fela menningar- og viðskiptaráðherra að beita sér fyrir því að stofnuð verði miðstöð íslenskrar þjóðtrúar í Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum. Stofnun miðstöðvar um íslenska þjóðtrú myndi efla vinnu við grunnrannsóknir í bland við markvissa miðlun með fjölbreyttum leiðum og jafnframt upplýsingaþjónustu á þessu sviði menningararfsins. Þá er það talið styrkur fyrir verkefnið að rannsóknasetrið er á Hólmavík, í nágrenni við sjálfseignarstofnunina Strandagaldur, sem auk þess að standa á bak við Galdrasýningu á Ströndum hefur miðlað og gefið út fjölda verkefna um galdra á Íslandi. Rannsóknasetrið starfar einnig náið með nemendum og kennurum í þjóðfræði í Háskóla Íslands, Þjóðminjasafninu og Árnastofnun sem myndi vera verkefninu til framdráttar og má því að segja að samlegðaráhrif þess geti orðið mikil. Mikilvægt er að byggt verði áfram á þeirri þekkingu sem þegar hefur orðið til og að henni verði miðlað þannig að aðrir fái hennar notið. Eins og segir í greinagerð með þingsályktunartillögunni þá myndi miðstöð íslenskrar þjóðtrúar á Ströndum standa fyrir kynningu á íslenskri þjóðtrú, bæði með þátttöku í verkefnum og á eigin vegum. Þetta væri gert með grunnrannsóknum og einnig miðlun og upplýsingaþjónustu á þessu sviði menningararfs Íslendinga. Slík stofnun gæti haft áhrif langt út fyrir landsteinana með þátttöku í alþjóðlegu tengslaneti þjóðtrúarrannsókna og miðlunar. Menningu ber að varðveita Hvort sem við viljum viðhalda eða draga úr gildi þjóðtrúar eigum við þennan sameiginlega arf sem ber að varðveita og miðla. Um allan heim á fólk sér sína arfleið og þegar fólk ferðast um heiminn er það ekki síst til þess að skoða inn í kjarna hverrar þjóðar. Nú þegar skammdegið er fram undan verður þjóðtrúin okkur sérstaklega hugleikin. Jólasveinarnir koma víst til byggða innan skamms. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar