„Sorgleg“ staða uppi hjá leiðsögumönnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. nóvember 2023 15:05 Jóna Fanney Friðriksdóttir formaður Leiðsagnar - félags leiðsögumanna og Snorri Steinn Sigurðsson einn þeirra stjórnarmanna sem kröfðust afsagnar hennar á mánudaginn. Vísir/Samsett Formaður Leiðsagnar - félags leiðsögumanna segir sorglega stöðu uppi hjá félaginu eftir að fimm stjórnar- og varastjórnarmenn kröfðust afsagnar hennar á síðasta stjórnarfundi. Stjórnarmaður segir uppreisn gegn formanni ekki persónulega. Hún hafi einfaldlega misst traust félagsmanna til þess að starfa fyrir félagið. Fréttastofa hafði samband við Halldór Kolbeins, stjórnarmann í félaginu, sem er meðal fyrrnefndra ósáttra fimm. Hann sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að málið sé ekki persónulegt. Hann segir jafnframt að uppreisnarhópurinn telji Jónu ekki hafa starfað samkvæmt samþykktum stjórnar og að ákveðin vinnubrögð hafi viðhafst undir stjórn hennar sem þau séu afar ósátt með. Halldór nefnir sérstaklega eineltismál í yfirlýsingunni sem einnig er fjallað um í bókun hópsins á stjórnarfundinum. Hann segir það hafa farið á versta veg. Hópurinn sakar Jónu um að hafa hundsað það og gefur það í skyn að hún hafi viljandi „týnt“ bókun sem varðaði málið. Vísar öllu á bug Jóna Fanney vildi ekki ræða málið í samtali við fréttastofu. Hún sagði bara að henni fyndist staðan sem upp er komin „sorgleg.“ Jóna og tveir stjórnarmenn, gjaldkeri og ritari, sem studdu ekki afsagnarkröfuna taka fyrir ásakanirnar sem þar koma fram og vísa þeim alfarið á bug. Í bókun sem þau skrifuðu segir að með þessum „dylgjum sé ætlunin að viðhalda stöðnun, óeiningu og koma í veg fyrir framfarir innan félagsins.“ Þar að auki sakar Jóna og hennar stuðningsmenn uppreisnarhópinn um beiskju og segir ætlunina vera „eingöngu þá að hrekja þau sem hlutu flest atkvæði félagsmanna í vor á brott með óréttmætum ásökunum.“ „Mál sem fór á versta veg“ „Nú þarf að koma í ljós hvort félagsmenn telji að boða eigi til félagsfundar til þess að félagsmenn í Leiðsögn geti tekið afstöðu til þeirrar stöðu sem er uppi. Það er mikilvægt að traust og trygg forysta og stjórn starfi í félaginu á komandi kjaravetri og ég tel eins og áður segir best að félagsmenn taki afstöðu til þessarar bókunar okkar á opnum félagsfundi,“ segir í lok yfirlýsingunnar sem Halldór sendi fréttastofu. „Þetta er mjög viðkvæmt mál en brýnt mál. Það gerir enginn svona að leik sínum. Þetta mál á langan aðdraganda. Það verður bara að fá niðurstöðu í þessu máli. Þetta er mál sem fór á versta veg. Þetta þarf að klárast, það er ekkert hægt að láta snjóa yfir þetta,“ segir Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu var sagt að rætt hefði verið við Snorra Stein stjórnarmann en ekki Halldór. Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Stéttarfélög Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Fréttastofa hafði samband við Halldór Kolbeins, stjórnarmann í félaginu, sem er meðal fyrrnefndra ósáttra fimm. Hann sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að málið sé ekki persónulegt. Hann segir jafnframt að uppreisnarhópurinn telji Jónu ekki hafa starfað samkvæmt samþykktum stjórnar og að ákveðin vinnubrögð hafi viðhafst undir stjórn hennar sem þau séu afar ósátt með. Halldór nefnir sérstaklega eineltismál í yfirlýsingunni sem einnig er fjallað um í bókun hópsins á stjórnarfundinum. Hann segir það hafa farið á versta veg. Hópurinn sakar Jónu um að hafa hundsað það og gefur það í skyn að hún hafi viljandi „týnt“ bókun sem varðaði málið. Vísar öllu á bug Jóna Fanney vildi ekki ræða málið í samtali við fréttastofu. Hún sagði bara að henni fyndist staðan sem upp er komin „sorgleg.“ Jóna og tveir stjórnarmenn, gjaldkeri og ritari, sem studdu ekki afsagnarkröfuna taka fyrir ásakanirnar sem þar koma fram og vísa þeim alfarið á bug. Í bókun sem þau skrifuðu segir að með þessum „dylgjum sé ætlunin að viðhalda stöðnun, óeiningu og koma í veg fyrir framfarir innan félagsins.“ Þar að auki sakar Jóna og hennar stuðningsmenn uppreisnarhópinn um beiskju og segir ætlunina vera „eingöngu þá að hrekja þau sem hlutu flest atkvæði félagsmanna í vor á brott með óréttmætum ásökunum.“ „Mál sem fór á versta veg“ „Nú þarf að koma í ljós hvort félagsmenn telji að boða eigi til félagsfundar til þess að félagsmenn í Leiðsögn geti tekið afstöðu til þeirrar stöðu sem er uppi. Það er mikilvægt að traust og trygg forysta og stjórn starfi í félaginu á komandi kjaravetri og ég tel eins og áður segir best að félagsmenn taki afstöðu til þessarar bókunar okkar á opnum félagsfundi,“ segir í lok yfirlýsingunnar sem Halldór sendi fréttastofu. „Þetta er mjög viðkvæmt mál en brýnt mál. Það gerir enginn svona að leik sínum. Þetta mál á langan aðdraganda. Það verður bara að fá niðurstöðu í þessu máli. Þetta er mál sem fór á versta veg. Þetta þarf að klárast, það er ekkert hægt að láta snjóa yfir þetta,“ segir Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu var sagt að rætt hefði verið við Snorra Stein stjórnarmann en ekki Halldór.
Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Stéttarfélög Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira