Hjallastefnan ekki innleidd á Árbæ fyrr en næsta skólaár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 11:59 Bóas segir foreldra ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að breytingar verði á leikskólastarfinu það sem eftir lifir vetrar. árborg/af vefsíðu hjallastefnunnar „Hjallastefnan sem hugmyndafræði verður ekki innleidd fyrr en í ágúst á næsta ári, í upphafi nýs skólaárs,“ segir Bóas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Hjallastefnunar, um yfirtökuna á leikskólanum Árbæ á Selfossi. Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa nokkrar umræður skapast um breytinguna, ekki síst þar sem hugmyndin um Hjallastefnuleikskóla á Selfossi var upphaflega kynnt foreldrum sem viðbót við þá sex leikskóla sem Árborg á og rekur. Foreldrar gagnrýndu skort á upplýsingagjöf og að vera settir í þá stöðu að þurfa að sætta sig við breytta stefnu á leikskólanum eða taka börnin úr umhverfinu sem þau þekkja. Bóas segir umleitanir foreldra eftir auknum fjölbreytileika í leikskólamálum í Árborg ná aftur til 2007 en það hafi ekki verið fyrr en miklu seinna sem Árborg óskaði eftir samtali við Hjallastefnuna um aðkomu hennar að málum. Umræður um yfirtöku Árbæjar hafi hafist fyrr á þessu ári. Foreldrum var tilkynnt með tölvupósti í síðustu viku að Hjallastefnan tæki við rekstri leikskólans frá og með mánaðamótum en hafa ekki fengið upplýsingar um það hvort breytingin myndi strax hafa áhrif á leikskólastarfið. Bóas segir ekki svo vera; kynjaskiptingin og skólabúningarnir sem Hjallastefnan sé þekkt fyrir séu ekki á dagskrá núna. „Við erum ekki að fara þangað,“ segir Bóas. „Það verður ekki fyrr en á nýju skólaári.“ Það sem liggi fyrir sé að kynna Hjallastefnuna vel fyrir öllum sem að málinu koma. Þá sé fyrirsjáanlegt að einhverjir muni vilja færa börnin sín á leikskólann næsta haust og aðrir eftir vill að leita annað. „Nú er bara nýr leikskólastjóri að fara að kynnast hópnum og það verður enginn grundvallarbreyting á skólastarfinu, heldur kemur sú skólastýra sem kemur til með að fara fyrir innleiðingaferlinu og ætlar að kynna Hjallastefnuna fyrir starfsfólkinu og foreldrunum hægt og rólega og svara spurningum. En aðalleg bara að kynnast hópnum; starfshópnum, foreldrahópnum og börnunum auðvitað. Það verður engin stefnubreyting; Hjallastefnan sem hugmyndafræði verður ekki innleidd fyrr en í ágúst á næsta ári, í upphafi nýs skólaárs,“ segir Bóas. Breytingarnar voru kynntar starfsfólki í vikunni og segir Bóas að engar athugasemdir hafi borist. Hann segist vonast til þess að sem flestir vilji starfa áfram á leikskólanum. Fulltrúar Hjallastefnunar verða til svara á fundi sem boðað hefur verið til með foreldrum í kvöld. Árborg Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa nokkrar umræður skapast um breytinguna, ekki síst þar sem hugmyndin um Hjallastefnuleikskóla á Selfossi var upphaflega kynnt foreldrum sem viðbót við þá sex leikskóla sem Árborg á og rekur. Foreldrar gagnrýndu skort á upplýsingagjöf og að vera settir í þá stöðu að þurfa að sætta sig við breytta stefnu á leikskólanum eða taka börnin úr umhverfinu sem þau þekkja. Bóas segir umleitanir foreldra eftir auknum fjölbreytileika í leikskólamálum í Árborg ná aftur til 2007 en það hafi ekki verið fyrr en miklu seinna sem Árborg óskaði eftir samtali við Hjallastefnuna um aðkomu hennar að málum. Umræður um yfirtöku Árbæjar hafi hafist fyrr á þessu ári. Foreldrum var tilkynnt með tölvupósti í síðustu viku að Hjallastefnan tæki við rekstri leikskólans frá og með mánaðamótum en hafa ekki fengið upplýsingar um það hvort breytingin myndi strax hafa áhrif á leikskólastarfið. Bóas segir ekki svo vera; kynjaskiptingin og skólabúningarnir sem Hjallastefnan sé þekkt fyrir séu ekki á dagskrá núna. „Við erum ekki að fara þangað,“ segir Bóas. „Það verður ekki fyrr en á nýju skólaári.“ Það sem liggi fyrir sé að kynna Hjallastefnuna vel fyrir öllum sem að málinu koma. Þá sé fyrirsjáanlegt að einhverjir muni vilja færa börnin sín á leikskólann næsta haust og aðrir eftir vill að leita annað. „Nú er bara nýr leikskólastjóri að fara að kynnast hópnum og það verður enginn grundvallarbreyting á skólastarfinu, heldur kemur sú skólastýra sem kemur til með að fara fyrir innleiðingaferlinu og ætlar að kynna Hjallastefnuna fyrir starfsfólkinu og foreldrunum hægt og rólega og svara spurningum. En aðalleg bara að kynnast hópnum; starfshópnum, foreldrahópnum og börnunum auðvitað. Það verður engin stefnubreyting; Hjallastefnan sem hugmyndafræði verður ekki innleidd fyrr en í ágúst á næsta ári, í upphafi nýs skólaárs,“ segir Bóas. Breytingarnar voru kynntar starfsfólki í vikunni og segir Bóas að engar athugasemdir hafi borist. Hann segist vonast til þess að sem flestir vilji starfa áfram á leikskólanum. Fulltrúar Hjallastefnunar verða til svara á fundi sem boðað hefur verið til með foreldrum í kvöld.
Árborg Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira