Katrín fékk tölvupóst ellefu mínútum fyrir atkvæðagreiðsluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2023 15:55 Katrín og Bjarni í kosningabaráttunni árið 2021 þar sem ríkisstjórn flokka þeirra og Framsóknar hélt velli. vísir/Vilhelm Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra barst tölvupóstur ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðsla hófst hjá Sameinuðu þjóðunum um ástandið á Gaza-svæðinu. Hún segist ekki hafa séð póstinn fyrr en eftir að atkvæðagreiðsla hófst og ekki hafi verið óskað sérstaklega eftir afstöðu hennar til málsins. Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa á föstudagskvöld. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Jórdanía lagði tillöguna fram og 120 lönd studdu hana óbreytta, 14 greiddu atkvæði gegn henni og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Hart hefur verið deilt um afstöðu Íslands að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Þingflokkur forsætisráðherra, Vinstri græn, telja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun. „Telur þingflokkurinn að rétt hefði verið að styðja tillöguna sjálfa vegna umfangs mannúðarkrísunnar á Gaza. Þingflokkurinn tekur undir efni tillögunnar sem er í samræmi við málflutning íslenskra stjórnvalda,“ sagði í yfirlýsingu flokksins. Þingmaður Pírata hefur sagt afstöðu Íslands aumingjalega og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tekið undir. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, hefur sagt hjásetu Íslands eðlilega. Tillagan hafi ekki gengið nógu langt fram varðandi fordæmingu á árás Hamas-samtakanna og sömuleiðis að ávarpa gíslatöku á þriðja hundrað fólks. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í kvöldfréttum RÚV í gær ekki hafa verið höfð með í ráðum þegar ákvörðunin var tekin. Afstaða Íslands hafi verið skýr fyrir atkvæðagreiðsluna. Hún sé að styðja vopnahlé af mannúðarástæðum, brýnt sé að stöðva átökin til að skapist færi til að koma hjálpargögnum og neyðarbirgðum inn á Gasasvæðið. Katrín segir að styðja hefði átt tillöguna „Mín afstaða, og míns þingflokks, er hins vegar sú að mannúðarkrísan á þessu svæði sé slík að það hefði verið rétt í raun og veru að styðja tillöguna, einfaldlega vegna þess að ástandið er gríðarlega alvarlegt,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að allar upplýsingar hefðu borist ráðuneyti Katrínar áður en atkvæðagreiðslan hófst. „Forsætisráðuneytið hafði allar upplýsingar um það hvernig til stóð að greiða atkvæði og með hvaða áherslum við myndum greiða atkvæði hjá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og það var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, áður en ræðan var flutt og það var allt í mjög hefðbundu ferli. Þar sem samráðið fer fram í gegnum alþjóða fulltrúann. Það var ekki sérstök þörf á viðbótar samráði því ég tel að við höfum einfaldlega verið að framfylgja þeirri stefnu sem við höfðum komið okkur saman um,“ sagði Bjarni. Bergþóra Benediktsdóttir, aðstoðarmaður Katrínar, segir í skriflegu svari til RÚV að alþjóðafulltrúi forsætisráðuneytisins hafi veitt Katrínu umræddar upplýsingar í tölvupósti klukkan 18:49. Atkvæðagreiðslan hafi hafist klukkan 19. „Afstaða utanríkisráðuneytisins“ „Forsætisráðherra var upplýst um niðurstöðu utanríkisráðherra um hvernig Ísland myndi greiða atkvæði kl. 18.49 föstudaginn 27. október en atkvæðagreiðslufundur hófst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna kl. 19 að íslenskum tíma þann sama dag. Þessar upplýsingar bárust forsætisráðherra í tölvupósti frá alþjóðafulltrúa forsætisráðuneytis. Forsætisráðherra sá póstinn eftir að atkvæðagreiðsla var hafin en ekki var óskað eftir afstöðu hennar til þessarar afstöðu utanríkisráðuneytisins. Því liggur algjörlega ljóst fyrir að ekki var haft sérstakt samráð við forsætisráðherra um þessa afstöðu eins og fram kom í máli hennar í fréttum Ríkisútvarpsins í gær.“ Bjarni segir í samtali við Mbl.is að ekki hafi þurft neitt sérstakt samráð í tilfelli atkvæðagreiðslunnar. „Eins og fram er komið var tillagan að taka breytingum og mótast alveg fram á síðustu stundu og svo eru greidd atkvæði um breytingartillögu Kanada á föstudaginn og við þurftum þá að taka afstöðu til þess hvernig við myndum bregðast við þeirri staðreynd að það skyldi ekki takast samstaða um að samþykkja þá tillögu. Ég tók af skarið með það að við skyldum sitja hjá,” sagði Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa á föstudagskvöld. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Jórdanía lagði tillöguna fram og 120 lönd studdu hana óbreytta, 14 greiddu atkvæði gegn henni og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Hart hefur verið deilt um afstöðu Íslands að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Þingflokkur forsætisráðherra, Vinstri græn, telja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun. „Telur þingflokkurinn að rétt hefði verið að styðja tillöguna sjálfa vegna umfangs mannúðarkrísunnar á Gaza. Þingflokkurinn tekur undir efni tillögunnar sem er í samræmi við málflutning íslenskra stjórnvalda,“ sagði í yfirlýsingu flokksins. Þingmaður Pírata hefur sagt afstöðu Íslands aumingjalega og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tekið undir. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, hefur sagt hjásetu Íslands eðlilega. Tillagan hafi ekki gengið nógu langt fram varðandi fordæmingu á árás Hamas-samtakanna og sömuleiðis að ávarpa gíslatöku á þriðja hundrað fólks. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í kvöldfréttum RÚV í gær ekki hafa verið höfð með í ráðum þegar ákvörðunin var tekin. Afstaða Íslands hafi verið skýr fyrir atkvæðagreiðsluna. Hún sé að styðja vopnahlé af mannúðarástæðum, brýnt sé að stöðva átökin til að skapist færi til að koma hjálpargögnum og neyðarbirgðum inn á Gasasvæðið. Katrín segir að styðja hefði átt tillöguna „Mín afstaða, og míns þingflokks, er hins vegar sú að mannúðarkrísan á þessu svæði sé slík að það hefði verið rétt í raun og veru að styðja tillöguna, einfaldlega vegna þess að ástandið er gríðarlega alvarlegt,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að allar upplýsingar hefðu borist ráðuneyti Katrínar áður en atkvæðagreiðslan hófst. „Forsætisráðuneytið hafði allar upplýsingar um það hvernig til stóð að greiða atkvæði og með hvaða áherslum við myndum greiða atkvæði hjá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og það var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, áður en ræðan var flutt og það var allt í mjög hefðbundu ferli. Þar sem samráðið fer fram í gegnum alþjóða fulltrúann. Það var ekki sérstök þörf á viðbótar samráði því ég tel að við höfum einfaldlega verið að framfylgja þeirri stefnu sem við höfðum komið okkur saman um,“ sagði Bjarni. Bergþóra Benediktsdóttir, aðstoðarmaður Katrínar, segir í skriflegu svari til RÚV að alþjóðafulltrúi forsætisráðuneytisins hafi veitt Katrínu umræddar upplýsingar í tölvupósti klukkan 18:49. Atkvæðagreiðslan hafi hafist klukkan 19. „Afstaða utanríkisráðuneytisins“ „Forsætisráðherra var upplýst um niðurstöðu utanríkisráðherra um hvernig Ísland myndi greiða atkvæði kl. 18.49 föstudaginn 27. október en atkvæðagreiðslufundur hófst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna kl. 19 að íslenskum tíma þann sama dag. Þessar upplýsingar bárust forsætisráðherra í tölvupósti frá alþjóðafulltrúa forsætisráðuneytis. Forsætisráðherra sá póstinn eftir að atkvæðagreiðsla var hafin en ekki var óskað eftir afstöðu hennar til þessarar afstöðu utanríkisráðuneytisins. Því liggur algjörlega ljóst fyrir að ekki var haft sérstakt samráð við forsætisráðherra um þessa afstöðu eins og fram kom í máli hennar í fréttum Ríkisútvarpsins í gær.“ Bjarni segir í samtali við Mbl.is að ekki hafi þurft neitt sérstakt samráð í tilfelli atkvæðagreiðslunnar. „Eins og fram er komið var tillagan að taka breytingum og mótast alveg fram á síðustu stundu og svo eru greidd atkvæði um breytingartillögu Kanada á föstudaginn og við þurftum þá að taka afstöðu til þess hvernig við myndum bregðast við þeirri staðreynd að það skyldi ekki takast samstaða um að samþykkja þá tillögu. Ég tók af skarið með það að við skyldum sitja hjá,” sagði Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira