Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2023 14:35 Áætlað er að nýi Baldur hefji siglingar á Breiðafirði um miðjan nóvember. Siglt er á milli Stykkishólms og Brjánslækjar, með viðkomu í Flatey. Vegagerðin Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Þar kemu fram að Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Sæferða, hafi skrifað undir samninginn í dag. Ferjan Baldur er nú í slipp hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. í Hafnarfirði en fram kemur að nauðsynlegt hafi verið að ráðst í nokkrar breytingar til að skipið getið þjónað siglingum á Breiðafirði með viðkomu í Flatey. Unnið hafi verið að því að koma fyrir nýjum þilfarskrana, nýjum landfestuvindum, færa björgunarbáta, útbúa geymslusvæði á þilfari og mála skipið að utan svo það helsta sé nefnt. Einnig hafi verið unnið að almennu viðhaldi véla og búnaðar. „Vonast var til að þessari vinnu myndi ljúka fyrir lok október en vætutíð hefur seinkað allri vinnu við málun og þar með verkinu í heild. Sæferðir sem sinnt hafa þjónustu við Flatey á Breiðafirði gera það með skipinu Særúnu þangað til Baldur verður tilbúinn til reksturs á Breiðafirði,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Eitt tilboð barst í útboði Greint var frá því í sumar að Vegagerðin hefði samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst sem ætlað var að taka við Breiðafjarðarsiglingum. Kaupin á Röst komu í kjölfar útboðs þar sem einungis fékkst eitt tilboð. Upphaflega stóð til að leggja af ferjusiglingar á Breiðafirði við lok samnings við Sæferðir vorið 2023. Vegagerðin ákvað að falla frá þeirri ákvörðun og halda áfram siglingum og var vísað til þess að miklar breytingar hefðu orðið á atvinnustarfsemi á sunnanverðum Vestfjörðum bæði hvað varðar uppbyggingu fiskeldis og ferðaþjónustu. Ferjan Röst, sem hefur nú fengið nafnið Baldur, er smíðuð árið 1991, tekur 250 farþega og rúmar fimm stóra flutningabíla. Jóhanna Ósk Halldórsdóttir og Bergþóra Þorkelsdóttir.Vegagerðin Langt og strangt ferli Haft er eftir Bergþóru að þetta sé búið að vera langt og strangt ferli að endurnýja Baldur en að það hafi tekist mjög vel til. „Við erum ánægð með nýja skipið og endurbæturnar sem gerðar hafa verið og væntum mikils af því. Við gerum okkur vonir um að siglingar Baldurs á Breiðafirði reynist farsælar.“ Þá er haft eftir Jóhönnu Ósk að hún teki heilshugar undir þetta og að hún væri ánægð með samninginn við Vegagerðina og með nýjan Baldur. „Við trúm því að þetta verði farsælt samstarf og að þjónustan muni eflast með þessu nýja skipi.“ Ferjan Baldur Stykkishólmur Vesturbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Sæferðir segja upp öllu starfsfólki vegna óvissu Sæferðir í Stykkishólmi var eini þátttakandi í útboði Vegagerðarinnar vegna reksturs nýrrar ferju á Breiðafirði. Þrátt fyrir það er enn óljóst hvort samningar náist um reksturinn og því hefur verið ákveðið að segja upp öllum 22 starfsmönnum Sæferða. 25. júlí 2023 23:18 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Þar kemu fram að Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Sæferða, hafi skrifað undir samninginn í dag. Ferjan Baldur er nú í slipp hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. í Hafnarfirði en fram kemur að nauðsynlegt hafi verið að ráðst í nokkrar breytingar til að skipið getið þjónað siglingum á Breiðafirði með viðkomu í Flatey. Unnið hafi verið að því að koma fyrir nýjum þilfarskrana, nýjum landfestuvindum, færa björgunarbáta, útbúa geymslusvæði á þilfari og mála skipið að utan svo það helsta sé nefnt. Einnig hafi verið unnið að almennu viðhaldi véla og búnaðar. „Vonast var til að þessari vinnu myndi ljúka fyrir lok október en vætutíð hefur seinkað allri vinnu við málun og þar með verkinu í heild. Sæferðir sem sinnt hafa þjónustu við Flatey á Breiðafirði gera það með skipinu Særúnu þangað til Baldur verður tilbúinn til reksturs á Breiðafirði,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Eitt tilboð barst í útboði Greint var frá því í sumar að Vegagerðin hefði samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst sem ætlað var að taka við Breiðafjarðarsiglingum. Kaupin á Röst komu í kjölfar útboðs þar sem einungis fékkst eitt tilboð. Upphaflega stóð til að leggja af ferjusiglingar á Breiðafirði við lok samnings við Sæferðir vorið 2023. Vegagerðin ákvað að falla frá þeirri ákvörðun og halda áfram siglingum og var vísað til þess að miklar breytingar hefðu orðið á atvinnustarfsemi á sunnanverðum Vestfjörðum bæði hvað varðar uppbyggingu fiskeldis og ferðaþjónustu. Ferjan Röst, sem hefur nú fengið nafnið Baldur, er smíðuð árið 1991, tekur 250 farþega og rúmar fimm stóra flutningabíla. Jóhanna Ósk Halldórsdóttir og Bergþóra Þorkelsdóttir.Vegagerðin Langt og strangt ferli Haft er eftir Bergþóru að þetta sé búið að vera langt og strangt ferli að endurnýja Baldur en að það hafi tekist mjög vel til. „Við erum ánægð með nýja skipið og endurbæturnar sem gerðar hafa verið og væntum mikils af því. Við gerum okkur vonir um að siglingar Baldurs á Breiðafirði reynist farsælar.“ Þá er haft eftir Jóhönnu Ósk að hún teki heilshugar undir þetta og að hún væri ánægð með samninginn við Vegagerðina og með nýjan Baldur. „Við trúm því að þetta verði farsælt samstarf og að þjónustan muni eflast með þessu nýja skipi.“
Ferjan Baldur Stykkishólmur Vesturbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Sæferðir segja upp öllu starfsfólki vegna óvissu Sæferðir í Stykkishólmi var eini þátttakandi í útboði Vegagerðarinnar vegna reksturs nýrrar ferju á Breiðafirði. Þrátt fyrir það er enn óljóst hvort samningar náist um reksturinn og því hefur verið ákveðið að segja upp öllum 22 starfsmönnum Sæferða. 25. júlí 2023 23:18 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Sæferðir segja upp öllu starfsfólki vegna óvissu Sæferðir í Stykkishólmi var eini þátttakandi í útboði Vegagerðarinnar vegna reksturs nýrrar ferju á Breiðafirði. Þrátt fyrir það er enn óljóst hvort samningar náist um reksturinn og því hefur verið ákveðið að segja upp öllum 22 starfsmönnum Sæferða. 25. júlí 2023 23:18