Hundruð réðust inn á flugvöll í Rússlandi í leit að Ísraelum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. október 2023 23:31 Hópur fólks hrópaði, kallaði og viðhafði andgyðingleg ummæli í garð farþeganna. AP/Twitter Hópur fólks í héraðinu Dagestan í Rússlandi réðst inn á flugvöll í leit að ísraelskum flóttamönnum. Flugvél frá Tel Aviv, höfuðborg Ísraels, lenti á flugvellinum í kvöld. Myndbönd sýna hundruð ungra karlmanna, sumir með fána Palestínu á lofti, ryðjast inn í byggingu Makhachkala flugvallarins. Þá hafa einnig borist fregnir af því að íbúar hafi leitað af ísraelskum getum á hótelum í dag, en Guardian greinir frá því að í héraðinu búi aðallega múslimar. BREAKING:A lynch mob has stormed the airport in Dagestan, Russia to look for Jewish passengers after finding out that a plane from Tel Aviv is about to land.They have also stopped police cars in front of the airport and are searching them for Jews.What’s Putin doing?🇷🇺🇮🇱 pic.twitter.com/LgaiXaiDqJ— Visegrád 24 (@visegrad24) October 29, 2023 Starfsmenn flugfélagsins sáust ýta farþegum aftur inn í flugvél og á flugstjórinn að hafa tilkynnt farþegum að æstur múgur væri fyrir utan vélina. Hann sagði möguleika á að ráðist yrði á farþegana. Talið er að óeirðirnar hafi verið skipulagðar á samfélagsmiðlum og náð hápunkti þegar tilkynnt var að flugvél væri að koma frá Tel Aviv með flóttamönnum frá Ísrael. Sumir óeirðaseggjanna héldu á skiltum sem á stóð: „Við erum á móti flóttamönnum sem eru gyðingar.“ Rússnesk yfirvöld greindu frá því í kvöld að tekist hafi að ná stjórn á ástandinu og að einhverjir hafi verið handteknir. Þá greina staðbundin stjórnvöld frá því að þau hafi þurft að flytja um 800 fjölskyldur gyðinga frá héraðinu Dagestan. Stjórnvöld í Ísrael fordæma athæfið og biðja rússnesk yfirvöld að vernda ísraelska ríkisborgara og gyðinga. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Rússland Ísrael Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
Myndbönd sýna hundruð ungra karlmanna, sumir með fána Palestínu á lofti, ryðjast inn í byggingu Makhachkala flugvallarins. Þá hafa einnig borist fregnir af því að íbúar hafi leitað af ísraelskum getum á hótelum í dag, en Guardian greinir frá því að í héraðinu búi aðallega múslimar. BREAKING:A lynch mob has stormed the airport in Dagestan, Russia to look for Jewish passengers after finding out that a plane from Tel Aviv is about to land.They have also stopped police cars in front of the airport and are searching them for Jews.What’s Putin doing?🇷🇺🇮🇱 pic.twitter.com/LgaiXaiDqJ— Visegrád 24 (@visegrad24) October 29, 2023 Starfsmenn flugfélagsins sáust ýta farþegum aftur inn í flugvél og á flugstjórinn að hafa tilkynnt farþegum að æstur múgur væri fyrir utan vélina. Hann sagði möguleika á að ráðist yrði á farþegana. Talið er að óeirðirnar hafi verið skipulagðar á samfélagsmiðlum og náð hápunkti þegar tilkynnt var að flugvél væri að koma frá Tel Aviv með flóttamönnum frá Ísrael. Sumir óeirðaseggjanna héldu á skiltum sem á stóð: „Við erum á móti flóttamönnum sem eru gyðingar.“ Rússnesk yfirvöld greindu frá því í kvöld að tekist hafi að ná stjórn á ástandinu og að einhverjir hafi verið handteknir. Þá greina staðbundin stjórnvöld frá því að þau hafi þurft að flytja um 800 fjölskyldur gyðinga frá héraðinu Dagestan. Stjórnvöld í Ísrael fordæma athæfið og biðja rússnesk yfirvöld að vernda ísraelska ríkisborgara og gyðinga.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Rússland Ísrael Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira