FOKK! Hvað þetta eru mikilvæg skilaboð! 27. október 2023 13:31 Við vorum þrjár vinnuvinkonur sem vorum ítrekað stoppaðar þegar við gengum burt af baráttufundinum á Arnarhóli í vikunni og spurðar: „Megum við taka mynd af ykkur og spjöldunum með þessum flottu skilaboðum?“ Skilaboðin sem við höfðum sett á spjöldin voru þessi: Hlustið á og metið eldri konur og kvár Metum eldri konur og kvár FOKK Af hverju skrifuðum við þessi skilaboð á spjöldin okkar og skunduðum með þau niður á Arnarhól? Jú, tvær okkar eru komnar á hinn svokallaða „haustaldur“ þ.e. höfum þegar náð að ferðast rúmlega 60 hringi umhverfis sólina. Við höfum átt farsælan feril bæði persónulega og í atvinnulífinu. Við höfum gert okkur gildandi á vinnustöðunum okkar. Auk þess höfum við ásamt fleiri konum og kvárum, á okkar aldri, borið uppi samfélagið með því að bera ábyrgð á umönnun aldraðra forelda, borið ábyrgð á að koma börnum okkar á legg, tekið vel í að passa barnabörn og höfum einnig stutt börnin okkar fjárhagslega, auðvitað allt með glöðu geði. Á sama tíma höfum við komist í gegnum breytingaskeiðið án þess að geta talað um það og nýtt okkur bjargráð, lifað af hundruðir hrútskýringa, að það sé hlegið að því sem við höfum fram að færa o.s.frv. Köllum við þetta jafnrétti! Aðsend Sú þriðja af okkur vinkonunum er yngri en við hinar og fannst vera fullt tilefni til og tímabært að styðja okkur og aðrar konur og kvár með því að bera spjald með ljótasta orðinu sem við þekkjum. Kannanir sýna að eftir því sem konur og kvár eldast er ekki gert ráð fyrir þeim í æðstu stjórnunarstöðum í okkar samfélagi, sbr. stöðu forstjóra, stjórnarformanns, sæti í stjórnum o.fl. Þessu viðhorfi þarf að breyta strax. Einnig þurfum við eldri konur og kvár að líta í eigin barm og vera tilbúin til að breyta okkar viðhorfi þegar við á. Við þurfum einnig að hlusta á sjónarmið yngra fólks. Við ætlumst auðvitað til að hið sama eigi við um okkur. Það er jafnrétti!! Höfundur er kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Við vorum þrjár vinnuvinkonur sem vorum ítrekað stoppaðar þegar við gengum burt af baráttufundinum á Arnarhóli í vikunni og spurðar: „Megum við taka mynd af ykkur og spjöldunum með þessum flottu skilaboðum?“ Skilaboðin sem við höfðum sett á spjöldin voru þessi: Hlustið á og metið eldri konur og kvár Metum eldri konur og kvár FOKK Af hverju skrifuðum við þessi skilaboð á spjöldin okkar og skunduðum með þau niður á Arnarhól? Jú, tvær okkar eru komnar á hinn svokallaða „haustaldur“ þ.e. höfum þegar náð að ferðast rúmlega 60 hringi umhverfis sólina. Við höfum átt farsælan feril bæði persónulega og í atvinnulífinu. Við höfum gert okkur gildandi á vinnustöðunum okkar. Auk þess höfum við ásamt fleiri konum og kvárum, á okkar aldri, borið uppi samfélagið með því að bera ábyrgð á umönnun aldraðra forelda, borið ábyrgð á að koma börnum okkar á legg, tekið vel í að passa barnabörn og höfum einnig stutt börnin okkar fjárhagslega, auðvitað allt með glöðu geði. Á sama tíma höfum við komist í gegnum breytingaskeiðið án þess að geta talað um það og nýtt okkur bjargráð, lifað af hundruðir hrútskýringa, að það sé hlegið að því sem við höfum fram að færa o.s.frv. Köllum við þetta jafnrétti! Aðsend Sú þriðja af okkur vinkonunum er yngri en við hinar og fannst vera fullt tilefni til og tímabært að styðja okkur og aðrar konur og kvár með því að bera spjald með ljótasta orðinu sem við þekkjum. Kannanir sýna að eftir því sem konur og kvár eldast er ekki gert ráð fyrir þeim í æðstu stjórnunarstöðum í okkar samfélagi, sbr. stöðu forstjóra, stjórnarformanns, sæti í stjórnum o.fl. Þessu viðhorfi þarf að breyta strax. Einnig þurfum við eldri konur og kvár að líta í eigin barm og vera tilbúin til að breyta okkar viðhorfi þegar við á. Við þurfum einnig að hlusta á sjónarmið yngra fólks. Við ætlumst auðvitað til að hið sama eigi við um okkur. Það er jafnrétti!! Höfundur er kona.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar