70 prósenta samdráttur í nýbyggingum milli ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2023 06:46 225 nýjar íbúðir eru fullbúnar í Reykjavík og 135 í Garðabæ en hafa ekki verið teknar í notkun. Vísir/Vilhelm Verulegur samdráttur hefur orðið í nýbyggingum milli ára og þá hefur einnig dregið verulega úr sölu nýrra íbúða. Kaupsamningum fjölgar hins vegar almennt milli mánaða. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að ríflega 70 prósenta samdráttur hafi orðið í nýbyggingum frá mars og fram í september ef miðað er við sama tímabil fyrir ári. Síðustu mánuði var hafin bygging á 768 íbúðum á landinu öllu en þær voru 2.575 á sama tímabili árið 2022. Skýringin sé mögulega sú að hækkandi vaxtastig sé farið að hafa áhrif á byggingamarkaðinn. Þá segir í skýrslunni að verulega hafi dregið úr sölu nýrra íbúða en 777 íbúðir sé fullbúnar en hafi ekki verið teknar í notkun. Til samanburðar hafi þær verið 238 í mars síðastliðnum og 131 í september í fyrra. Það virðist einnig hafa hægt á framkvæmdum en af þeim 8.683 íbúðum sem séu í byggingu séu 2.356 íbúðir enn á sama byggingastigi nú og í síðustu talningu í mars. „Kaupsamningum fjölgar um 8% milli mánaða sé miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Í ágúst voru gefnir út 649 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði sem gera 675 samninga þegar leiðrétt hefur verið fyrir reglubundnum árstíðasveiflum,“ segir í samantekt. Um 717 fasteignir voru teknar úr sölu á höfuðborgarsvæðinu í september, sem er 43 prósent aukning miðað við september í fyrra. Þá hægðist á raunverðslækkun íbúða í síðasta mánuði, þegar 12 mánaða raunlækkun á höfuðborgarsvæðinu mældist 5 prósent en var 5,3 prósent í ágúst. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4 prósent að nafnvirði á milli mánaða. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að ríflega 70 prósenta samdráttur hafi orðið í nýbyggingum frá mars og fram í september ef miðað er við sama tímabil fyrir ári. Síðustu mánuði var hafin bygging á 768 íbúðum á landinu öllu en þær voru 2.575 á sama tímabili árið 2022. Skýringin sé mögulega sú að hækkandi vaxtastig sé farið að hafa áhrif á byggingamarkaðinn. Þá segir í skýrslunni að verulega hafi dregið úr sölu nýrra íbúða en 777 íbúðir sé fullbúnar en hafi ekki verið teknar í notkun. Til samanburðar hafi þær verið 238 í mars síðastliðnum og 131 í september í fyrra. Það virðist einnig hafa hægt á framkvæmdum en af þeim 8.683 íbúðum sem séu í byggingu séu 2.356 íbúðir enn á sama byggingastigi nú og í síðustu talningu í mars. „Kaupsamningum fjölgar um 8% milli mánaða sé miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Í ágúst voru gefnir út 649 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði sem gera 675 samninga þegar leiðrétt hefur verið fyrir reglubundnum árstíðasveiflum,“ segir í samantekt. Um 717 fasteignir voru teknar úr sölu á höfuðborgarsvæðinu í september, sem er 43 prósent aukning miðað við september í fyrra. Þá hægðist á raunverðslækkun íbúða í síðasta mánuði, þegar 12 mánaða raunlækkun á höfuðborgarsvæðinu mældist 5 prósent en var 5,3 prósent í ágúst. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4 prósent að nafnvirði á milli mánaða.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira