Hvað er svona hættulegt við það að segja vopnahlé? Yousef Ingi Tamimi skrifar 25. október 2023 09:01 Það verður alltaf augljósara og augljósara að ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að hvetja til vopnahlés. Í staðinn fær Ísrael fullan stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar til að framkvæma þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð á Gaza. Á meðan Ísrael fær sinn stuðning til að fremja þjóðarmorð þá hefur íslenska ríkisstjórnin ákveðið að strá salti í sárin með því einu að auka við fjárhagsaðstoð sína til Palestínu um 90 milljónir. Gjörningur sem virðist hafa þann tilgang einan að hjálpa ráðamönnum að hreinsa samvisku sína vegna stuðnings við þjóðernishreinsanir í Palestínu. Staðreyndin er sú að það sem Palestína þarfnast mest er ekki fjárhagsaðstoð. Palestína þarf stuðning í formi pólitísks þrýstings á ísraelsk yfirvöld til að þau fari að alþjóðalögum, hætti hernámi og viðurkenni frjálst og fullvalda ríki Palestínu. Ísrael þarf að láta af aðskilnaðarstefnu sinni. Palestína þarfnast þess að ríki heimsins taki ábyrgð og standi með mannréttindum og alþjóðalögum í stað þess að loka augunum gagnvart stríðsglæpum Ísraels og morðæði ísraelska hersins. Hingað til hefur verið grafið undan öllum tilraunum Palestínu til að losna undan hernáminu. Þegar Palestínumenn mótmæla friðsamlega eru þeir skotnir af ísraelska hernum. Þegar Palestínumenn hvetja til sniðgöngu á Ísrael þá eru þeir gyðingahatarar. Þegar Palestínumenn setjast að samningaborðinu þá neitar Ísrael að ræða við þá. Þegar Palestína heldur lýðræðisleg kosningu, þá kusu þau rangan flokk. Þegar Palestínumenn beita vopnaðri uppreisn þá eru þeir of ofbeldisfullir. Á meðan sölsar Ísrael undir sig stærra og stærra landsvæði Palestínu. Því má spyrja sig hvaða aðferðum mega Palestínumenn beita til að fá frelsi frá hernáminu? Hvaða aðferð er nógu hentug fyrir íslensku ríkisstjórnina og hin vestrænu ríki? Því hingað til hafa allar tilraunir Palestínumanna til aðlögunar að kröfum hinna vestrænu ríkja skilað sér í auknu arðráni á landi þeirra, ofbeldisfyllra hernámi, aukinni uppbyggingu landræningjabyggða og harðari aðskilnaðarstefnu. Á meðan ríkisstjórnin hunsar voðaverk Ísraels, deyja Palestínumenn. Þúsundir hafa verið drepnir í árásum ísraelska hersins og við erum að verða ónæm fyrir þeim fjölda sem er myrtur með köldu blóði. Í stöðugum fréttaflutningi þar sem fjöldatala látinna eykst fjarlægist staðreyndin að um manneskjur er að ræða en ekki tölur á blaði. Einstaklingar sem jafnvel eiga börn og foreldra, vini og ættingja, áttu drauma um framtíð og von um betra líf. Hingað til hafa fleiri en 5.500 manneskjur verið drepnar á tveim vikum en það samsvarar því að erlent ríki myndi koma til Íslands og einfaldlega þurrka út af kortinu alla íbúa Seltjarnesbæjar eða Vestmannaeyjabæjar. Ísraelar hafa drepið yfir tvö þúsund börn og til að setja þetta áfram í samhengi þá hafa Ísrael drepið því sem samsvarar rúmlega öllum börnum í Seljaskóla, Langholtskóla og Hagaskóla til samans. Það er ómögulegt að setja sig í spor þeirra foreldra sem eru á Gaza svæðinu en reynið að ímynda ykkur ef öll börn í skólum Breiðholts myndu verða drepin í loftárásum erlends ríkis, hvernig myndi ykkur líða? Ágæta ríkisstjórn, Þið eruð samsek með stríðsglæpum. Þið hafið brugðist palestínsku þjóðinni og þar sem þið hafið ekki krafist vopnahlés hafið þið tekið afstöðu með morðæði ísraelska hersins sem hefur haft hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa Gaza. Fyrir utan linnulausar árásir eru yfirvofandi smitsjúkdómafaraldur á Gaza, eitthvað sem mun hafa gera ástandið ennþá verra. Á meðan þið sitjið og hafið hljótt takið þið afstöðu með kúgaranum. Líf Palestínumanna eru einskis virði í ykkar augum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það verður alltaf augljósara og augljósara að ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að hvetja til vopnahlés. Í staðinn fær Ísrael fullan stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar til að framkvæma þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð á Gaza. Á meðan Ísrael fær sinn stuðning til að fremja þjóðarmorð þá hefur íslenska ríkisstjórnin ákveðið að strá salti í sárin með því einu að auka við fjárhagsaðstoð sína til Palestínu um 90 milljónir. Gjörningur sem virðist hafa þann tilgang einan að hjálpa ráðamönnum að hreinsa samvisku sína vegna stuðnings við þjóðernishreinsanir í Palestínu. Staðreyndin er sú að það sem Palestína þarfnast mest er ekki fjárhagsaðstoð. Palestína þarf stuðning í formi pólitísks þrýstings á ísraelsk yfirvöld til að þau fari að alþjóðalögum, hætti hernámi og viðurkenni frjálst og fullvalda ríki Palestínu. Ísrael þarf að láta af aðskilnaðarstefnu sinni. Palestína þarfnast þess að ríki heimsins taki ábyrgð og standi með mannréttindum og alþjóðalögum í stað þess að loka augunum gagnvart stríðsglæpum Ísraels og morðæði ísraelska hersins. Hingað til hefur verið grafið undan öllum tilraunum Palestínu til að losna undan hernáminu. Þegar Palestínumenn mótmæla friðsamlega eru þeir skotnir af ísraelska hernum. Þegar Palestínumenn hvetja til sniðgöngu á Ísrael þá eru þeir gyðingahatarar. Þegar Palestínumenn setjast að samningaborðinu þá neitar Ísrael að ræða við þá. Þegar Palestína heldur lýðræðisleg kosningu, þá kusu þau rangan flokk. Þegar Palestínumenn beita vopnaðri uppreisn þá eru þeir of ofbeldisfullir. Á meðan sölsar Ísrael undir sig stærra og stærra landsvæði Palestínu. Því má spyrja sig hvaða aðferðum mega Palestínumenn beita til að fá frelsi frá hernáminu? Hvaða aðferð er nógu hentug fyrir íslensku ríkisstjórnina og hin vestrænu ríki? Því hingað til hafa allar tilraunir Palestínumanna til aðlögunar að kröfum hinna vestrænu ríkja skilað sér í auknu arðráni á landi þeirra, ofbeldisfyllra hernámi, aukinni uppbyggingu landræningjabyggða og harðari aðskilnaðarstefnu. Á meðan ríkisstjórnin hunsar voðaverk Ísraels, deyja Palestínumenn. Þúsundir hafa verið drepnir í árásum ísraelska hersins og við erum að verða ónæm fyrir þeim fjölda sem er myrtur með köldu blóði. Í stöðugum fréttaflutningi þar sem fjöldatala látinna eykst fjarlægist staðreyndin að um manneskjur er að ræða en ekki tölur á blaði. Einstaklingar sem jafnvel eiga börn og foreldra, vini og ættingja, áttu drauma um framtíð og von um betra líf. Hingað til hafa fleiri en 5.500 manneskjur verið drepnar á tveim vikum en það samsvarar því að erlent ríki myndi koma til Íslands og einfaldlega þurrka út af kortinu alla íbúa Seltjarnesbæjar eða Vestmannaeyjabæjar. Ísraelar hafa drepið yfir tvö þúsund börn og til að setja þetta áfram í samhengi þá hafa Ísrael drepið því sem samsvarar rúmlega öllum börnum í Seljaskóla, Langholtskóla og Hagaskóla til samans. Það er ómögulegt að setja sig í spor þeirra foreldra sem eru á Gaza svæðinu en reynið að ímynda ykkur ef öll börn í skólum Breiðholts myndu verða drepin í loftárásum erlends ríkis, hvernig myndi ykkur líða? Ágæta ríkisstjórn, Þið eruð samsek með stríðsglæpum. Þið hafið brugðist palestínsku þjóðinni og þar sem þið hafið ekki krafist vopnahlés hafið þið tekið afstöðu með morðæði ísraelska hersins sem hefur haft hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa Gaza. Fyrir utan linnulausar árásir eru yfirvofandi smitsjúkdómafaraldur á Gaza, eitthvað sem mun hafa gera ástandið ennþá verra. Á meðan þið sitjið og hafið hljótt takið þið afstöðu með kúgaranum. Líf Palestínumanna eru einskis virði í ykkar augum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun