Sýknaður af ákæru um að brjóta á dóttur sinni yfir átta ára tímabil Jón Þór Stefánsson skrifar 20. október 2023 16:44 Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Austurlands. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Austurlands yfir manni sem var gefið að sök að nauðga og brjóta kynferðislega á dóttur sinni í nokkur skipti á árunum 2010 til 2018, þegar hún var sex til fjórtán ára gömul. Þessi brot áttu að hafa verið framin á heimili þeirra og í sumarbústað. Í dómi héraðsdóms og Landsréttar er að finna ítarlegar lýsingar á mörgum mismunandi kynferðisbrotum, sem ekki verður fjallað nánar um í þessari frétt. Framburður dótturinnar þótti að ýmsu leiti trúverðugur. Þó væru misræmi í honum. Þetta misræmi varðaði það til að mynda hversu oft hún sagði föður sinn hafa brotið á sér, en það fór frá því að vera einu sinni, upp í tíu sinnum, og síðan var það tuttugu sinnum. Aðspurð út í misræmið sagðist hún hafa verið á „mjög vondum stað“ þegar hún gaf skýrslu hjá lögreglu. Hún hafi annað hvort ekki viljað muna eftir atvikum eða ekki viljað segja frá þeim. Mundi ekki hvor braut á sér Þá flæktust meint kynferðisbrot eldri bróður stúlkunnar í hennar garð fyrir málinu. Fyrir dómi var hún spurð út í ákveðin atriði er vörðuðu kynferðisbrot á henni, og hvort faðir hennar eða bróðir hafði framið tiltekinn verknað. Hún sagðist ekki muna hvor þeirra hafi gert það, eða jafnvel þeir báðir. Fram kemur að meint brot bróðurins hafi ekki verið kærð til lögreglu. Hins vegar þótti framburður föðurins hafa verið stöðugur í öllum aðalatriðum í lögregluskýrslum, fyrir héraðsdómi og í Landsrétti. Að mati dómsins rýrði ekkert trúverðugleika framburðar hans. Líkt og áður segir var faðirinn sýknaður fyrir Landsrétti, líkt og í héraði. Á báðum dómstigum var ákveðið að málskostnaður yrði greiddur úr ríkissjóði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Í dómi héraðsdóms og Landsréttar er að finna ítarlegar lýsingar á mörgum mismunandi kynferðisbrotum, sem ekki verður fjallað nánar um í þessari frétt. Framburður dótturinnar þótti að ýmsu leiti trúverðugur. Þó væru misræmi í honum. Þetta misræmi varðaði það til að mynda hversu oft hún sagði föður sinn hafa brotið á sér, en það fór frá því að vera einu sinni, upp í tíu sinnum, og síðan var það tuttugu sinnum. Aðspurð út í misræmið sagðist hún hafa verið á „mjög vondum stað“ þegar hún gaf skýrslu hjá lögreglu. Hún hafi annað hvort ekki viljað muna eftir atvikum eða ekki viljað segja frá þeim. Mundi ekki hvor braut á sér Þá flæktust meint kynferðisbrot eldri bróður stúlkunnar í hennar garð fyrir málinu. Fyrir dómi var hún spurð út í ákveðin atriði er vörðuðu kynferðisbrot á henni, og hvort faðir hennar eða bróðir hafði framið tiltekinn verknað. Hún sagðist ekki muna hvor þeirra hafi gert það, eða jafnvel þeir báðir. Fram kemur að meint brot bróðurins hafi ekki verið kærð til lögreglu. Hins vegar þótti framburður föðurins hafa verið stöðugur í öllum aðalatriðum í lögregluskýrslum, fyrir héraðsdómi og í Landsrétti. Að mati dómsins rýrði ekkert trúverðugleika framburðar hans. Líkt og áður segir var faðirinn sýknaður fyrir Landsrétti, líkt og í héraði. Á báðum dómstigum var ákveðið að málskostnaður yrði greiddur úr ríkissjóði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira