Persónuvernd og skólamál Helga Þórisdóttir og Steinunn Birna Magnúsdóttir skrifa 19. október 2023 13:30 Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarin misseri þar sem fram hafa komið rangfærslur sem lúta að því að Persónuvernd hafi, með niðurstöðum sínum, sett tækninotkun og framþróun í skólastarfi í upplausn. Persónuvernd er ekki hafin yfir málefnalega gagnrýni en gildishlaðnar alhæfingar og að skjóta sendiboðann hefur sjaldan reynst vel. Lögbundið hlutverk Persónuverndar er að gæta að persónuvernd almennings þannig að stjórnarskrárvarin mannréttindi séu ekki fyrir borð borin við meðferð persónuupplýsinga. Í störfum sínum er Persónuvernd bundin af almennum reglum stjórnsýsluréttarins, þ. á m. reglunni um að viðhafa málefnaleg sjónarmið við beitingu matskenndra ákvæða, auk þess sem lögbundið er að gæta samræmis í beitingu persónuverndarlöggjafarinnar innan Evrópska efnahagssvæðisins. Bentu á þann sem þér þykir bestur, eða hvað? Íslendingar eru það lánsamir að búa í réttarríki, samfélagi þar sem lög gilda og mannréttindi eru virt. Í þannig samfélagi virka lög ekki eins og kræsingar á jólahlaðborði þar sem þú velur hvað þér líst best á og hverju þú ákveður að sleppa. Fæst okkar fara t.d. í búðina og ganga út með matvöru án þess að borga þó að okkur þyki matarverð orðið of hátt. Fjármálafyrirtæki landsins búa við afar strangt og flókið regluverk og höfum við sem samfélag talið brýnt að því sé fylgt til hins ýtrasta. Ekki ætti að gera minni kröfur til að tryggja hagsmuni barna. Við getum haft skoðanir á lögum en við getum ekki valið að fara ekki eftir þeim án afleiðinga – af því að okkur finnst þau óréttlát eða flókin að framfylgja. Börn eiga rétt til persónuverndar og friðhelgi einkalífs. Börn eiga líka rétt til menntunar. Öll réttindi barna ber að virða og því mikilvægt að ekki sé valið á milli þeirra eins og kræsinga á jólahlaðborði. Endirinn skyldi í upphafi skoða Það er ekki svo að samkvæmt niðurstöðum Persónuverndar sé allt bannað þegar kemur að notkun tæknilausna í skólastarfi, en það þarf að vanda sig. Eins og með svo margt annað skiptir undirbúningurinn öllu máli. Lögin gera vissulega ríkar kröfur varðandi persónuvernd og upplýsingaöryggi, og þeim mun ríkari þegar um börn er að ræða. Þess vegna er nauðsynlegt að við undirbúning sé leitað til persónuverndarfulltrúa sveitarfélaganna og, eftir atvikum, annarra fagaðila á þessum sviðum. Ef rétt er að verki staðið í upphafi takmarkar það líkur á því að kippa þurfi einhverju úr sambandi sem keyrt var í gang án fullnægjandi undirbúnings. Saman í liði Framþróun í menntun og skólastarfi er nauðsynleg og óumdeilt að tæknin færir okkur mörg stórkostleg tækifæri, jafnt í skólastarfi sem og öðru. Í ljósi þess sem fram hefur komið í almennri umræðu um þessi mál er tilefni til að leiðrétta þann misskilning að Persónuvernd sé helsti ógnvaldurinn við framþróun skólakerfisins. Það er enda ekki í samræmi við kröfur persónuverndarlaga eða niðurstöður stofnunarinnar. Ekki má þó gleyma því að notkun tækni í skólastarfi er skilyrðum háð og nýrri tækni fylgir fjöldi áskorana. Óháð skoðunum hvers og eins eiga börnin okkar rétt á því að farið sé með persónuupplýsingar þeirra samkvæmt lögum. Rétt er það, að persónuverndarlöggjöfin setur tækninni ákveðnar skorður í því skyni að tryggja rétt einstaklinga til friðhelgi einkalífs. Framþróun í menntun og skólastarfi með aukinni tækninotkun annars vegar og friðhelgi einkalífs hins vegar eru þó ekki andstæðir pólar og sjónarmið þar að lútandi þurfa ekki að stangast á. Það er því óþarfi að stilla fólki upp í lið hvað þetta varðar, með eða á móti. Þegar grannt er skoðað er um sama markmið að ræða, þ.e. að tryggja réttindi og hagsmuni barna. Samtalið Málefni barna, sér í lagi tengd skólastarfi, hafa verið í forgrunni hjá Persónuvernd til lengri tíma. Frá árinu 2017 hafa verið haldin málþing, fræðsluerindi og gefin út tilmæli, leiðbeiningar og fræðsla á vefsíðu. Tvívegis hafa verið sendir fræðslubæklingar fyrir börn og starfsmenn í alla grunnskóla landsins. Þá hefur stofnunin átt góð samtöl við ráðuneyti barna- og menntamála. Um þessar mundir stendur yfir fræðsluferð um land allt, í samstarfi við Fjölmiðlanefnd, um mikilvægi persónuverndar, miðlalæsis og netöryggis barna í stafrænni tilveru. Fræðsluerindin eru annars vegar fyrir börn í 4.-7. bekk og hins vegar fyrir kennara og foreldra, þar sem því verður við komið, skólum að kostnaðarlausu. Viðtökurnar hafa verið frábærar og samtal við bæði börn og starfsmenn grunnskólanna til fyrirmyndar. Höfundar eru forstjóri Persónuverndar og sviðsstjóri erlends samstarfs og fræðslu hjá Persónuvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórisdóttir Persónuvernd Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarin misseri þar sem fram hafa komið rangfærslur sem lúta að því að Persónuvernd hafi, með niðurstöðum sínum, sett tækninotkun og framþróun í skólastarfi í upplausn. Persónuvernd er ekki hafin yfir málefnalega gagnrýni en gildishlaðnar alhæfingar og að skjóta sendiboðann hefur sjaldan reynst vel. Lögbundið hlutverk Persónuverndar er að gæta að persónuvernd almennings þannig að stjórnarskrárvarin mannréttindi séu ekki fyrir borð borin við meðferð persónuupplýsinga. Í störfum sínum er Persónuvernd bundin af almennum reglum stjórnsýsluréttarins, þ. á m. reglunni um að viðhafa málefnaleg sjónarmið við beitingu matskenndra ákvæða, auk þess sem lögbundið er að gæta samræmis í beitingu persónuverndarlöggjafarinnar innan Evrópska efnahagssvæðisins. Bentu á þann sem þér þykir bestur, eða hvað? Íslendingar eru það lánsamir að búa í réttarríki, samfélagi þar sem lög gilda og mannréttindi eru virt. Í þannig samfélagi virka lög ekki eins og kræsingar á jólahlaðborði þar sem þú velur hvað þér líst best á og hverju þú ákveður að sleppa. Fæst okkar fara t.d. í búðina og ganga út með matvöru án þess að borga þó að okkur þyki matarverð orðið of hátt. Fjármálafyrirtæki landsins búa við afar strangt og flókið regluverk og höfum við sem samfélag talið brýnt að því sé fylgt til hins ýtrasta. Ekki ætti að gera minni kröfur til að tryggja hagsmuni barna. Við getum haft skoðanir á lögum en við getum ekki valið að fara ekki eftir þeim án afleiðinga – af því að okkur finnst þau óréttlát eða flókin að framfylgja. Börn eiga rétt til persónuverndar og friðhelgi einkalífs. Börn eiga líka rétt til menntunar. Öll réttindi barna ber að virða og því mikilvægt að ekki sé valið á milli þeirra eins og kræsinga á jólahlaðborði. Endirinn skyldi í upphafi skoða Það er ekki svo að samkvæmt niðurstöðum Persónuverndar sé allt bannað þegar kemur að notkun tæknilausna í skólastarfi, en það þarf að vanda sig. Eins og með svo margt annað skiptir undirbúningurinn öllu máli. Lögin gera vissulega ríkar kröfur varðandi persónuvernd og upplýsingaöryggi, og þeim mun ríkari þegar um börn er að ræða. Þess vegna er nauðsynlegt að við undirbúning sé leitað til persónuverndarfulltrúa sveitarfélaganna og, eftir atvikum, annarra fagaðila á þessum sviðum. Ef rétt er að verki staðið í upphafi takmarkar það líkur á því að kippa þurfi einhverju úr sambandi sem keyrt var í gang án fullnægjandi undirbúnings. Saman í liði Framþróun í menntun og skólastarfi er nauðsynleg og óumdeilt að tæknin færir okkur mörg stórkostleg tækifæri, jafnt í skólastarfi sem og öðru. Í ljósi þess sem fram hefur komið í almennri umræðu um þessi mál er tilefni til að leiðrétta þann misskilning að Persónuvernd sé helsti ógnvaldurinn við framþróun skólakerfisins. Það er enda ekki í samræmi við kröfur persónuverndarlaga eða niðurstöður stofnunarinnar. Ekki má þó gleyma því að notkun tækni í skólastarfi er skilyrðum háð og nýrri tækni fylgir fjöldi áskorana. Óháð skoðunum hvers og eins eiga börnin okkar rétt á því að farið sé með persónuupplýsingar þeirra samkvæmt lögum. Rétt er það, að persónuverndarlöggjöfin setur tækninni ákveðnar skorður í því skyni að tryggja rétt einstaklinga til friðhelgi einkalífs. Framþróun í menntun og skólastarfi með aukinni tækninotkun annars vegar og friðhelgi einkalífs hins vegar eru þó ekki andstæðir pólar og sjónarmið þar að lútandi þurfa ekki að stangast á. Það er því óþarfi að stilla fólki upp í lið hvað þetta varðar, með eða á móti. Þegar grannt er skoðað er um sama markmið að ræða, þ.e. að tryggja réttindi og hagsmuni barna. Samtalið Málefni barna, sér í lagi tengd skólastarfi, hafa verið í forgrunni hjá Persónuvernd til lengri tíma. Frá árinu 2017 hafa verið haldin málþing, fræðsluerindi og gefin út tilmæli, leiðbeiningar og fræðsla á vefsíðu. Tvívegis hafa verið sendir fræðslubæklingar fyrir börn og starfsmenn í alla grunnskóla landsins. Þá hefur stofnunin átt góð samtöl við ráðuneyti barna- og menntamála. Um þessar mundir stendur yfir fræðsluferð um land allt, í samstarfi við Fjölmiðlanefnd, um mikilvægi persónuverndar, miðlalæsis og netöryggis barna í stafrænni tilveru. Fræðsluerindin eru annars vegar fyrir börn í 4.-7. bekk og hins vegar fyrir kennara og foreldra, þar sem því verður við komið, skólum að kostnaðarlausu. Viðtökurnar hafa verið frábærar og samtal við bæði börn og starfsmenn grunnskólanna til fyrirmyndar. Höfundar eru forstjóri Persónuverndar og sviðsstjóri erlends samstarfs og fræðslu hjá Persónuvernd.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun