Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar er verulega brugðið Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. október 2023 09:21 Drengirnir sem köstuðu stíflueyðinum í stúlkuna á lóð Breiðagerðisskóla hafa birt myndbönd af heimatilbúnum sprengjum og flugeldum á samfélagsmiðlinum TikTok. Vilhelm/Tiktok Stíflueyðir sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hefur verið tekinn úr sölu í verslunum Hagkaups. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra horfa á á samfélagsmiðlum. Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar var verulega brugðið. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við hrukkum í kút við að sjá þessar fréttir og spurðum okkur hvað getum við gert og fórum strax í að innkalla þessar vörur úr okkar búðum og klukkutíma síðar voru þær allar farnar úr sölu,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Í dag taki í gildi nýjar reglur í verslunum Hagkaups. „Við ætlum að setja ákveðnar vörur sem við flokkum sem hættulegar undir svona ákveðinn spurningalista í kassakerfinu þar sem við spyrjum spurninga hvort að viðkomandi kaupandi sé orðinn sextán ára,“ segir Sigurður. Verslunin ein og sér muni þó ekki leysa þetta verkefni. „Ég held að við þurfum öll sem eigum börn að líta í eigin barm og segja á hvaða stað erum við og hvað getum við gert. Viljum við vera á þessum stað?“ Fréttastofa náði ekki tali af skólastjórnendum Breiðagerðisskóla í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Skólastjórnendur sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom meðal annars að enn sé ekki ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlega skaða af. Rétt fyrstu viðbrögð stúlkunnar sem og þeirra sem hún leitaði til í nærliggjandi húsi hafi án efa dregið úr skaðanum. Það hafi vonandi komið í veg fyrir varanlegan skaða. Fréttastofa náði tali af fólkinu sem stúlkan leitaði til. Þau vilja ekki láta nafn síns getið og er mikið brugðið eftir þetta áfall. Þau segjast strax hafa áttað sig á því að stúlkan væri mjög slösuð án þess þó að vita hvað hefði nákvæmlega gerst. Í ljósi þess að stúlkan átti erfitt með að opna augun auk þess að finna fyrir brunatilfinningu í munni hafi þau brugðið á það ráð að skola augu hennar og öndunarfæri með vatni og mjólk á meðan þau biðu eftir sjúkrabíl. Rannsóknarlögreglumaður sagði í kvöldfréttum okkar í fyrradag að svo virtist sem árásin hafi verið tilefnislaus. Drengirnir hafi verið að herma eftir athæfi sem þeir sáu á Youtube. Þessir sömu drengir hafi verið búnir að kaupa þennan tiltekna stíflueyði og búið til sprengjur sem þeir hafi sprengt á víð og dreif. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa drengirnir tekið upp sprengingar og sett myndbönd á samfélagsmiðilinn TikTok. Berglind Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Foreldrahúss.Vísir/Einar Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra skoði á samfélagsmiðlum. „Eru þau að horfa á eitthvað gagnlegt eða einhvern sora hreinlega og eitthvað sem er hættulegt og varðar jafnvel lög. Það er mikilvægt að taka samtalið,“ segir hún. „Við berum ábyrgð á börnunum okkar og hver á að fylgjast með þeim ef það eru ekki foreldrar. Ég sé enga aðra,“ segir Berglind. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Samfélagsmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Stíflueyðirinn tekinn úr sölu og aldurstakmörk til skoðunar Forstjóri Haga, sem rekur meðal annars verslanir Hagkaups, segir stíflueyði sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á mánudagskvöldi á skólalóð á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tekinn rakleiðis úr sölu eftir að upp komst um atvikið. 18. október 2023 12:26 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við hrukkum í kút við að sjá þessar fréttir og spurðum okkur hvað getum við gert og fórum strax í að innkalla þessar vörur úr okkar búðum og klukkutíma síðar voru þær allar farnar úr sölu,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Í dag taki í gildi nýjar reglur í verslunum Hagkaups. „Við ætlum að setja ákveðnar vörur sem við flokkum sem hættulegar undir svona ákveðinn spurningalista í kassakerfinu þar sem við spyrjum spurninga hvort að viðkomandi kaupandi sé orðinn sextán ára,“ segir Sigurður. Verslunin ein og sér muni þó ekki leysa þetta verkefni. „Ég held að við þurfum öll sem eigum börn að líta í eigin barm og segja á hvaða stað erum við og hvað getum við gert. Viljum við vera á þessum stað?“ Fréttastofa náði ekki tali af skólastjórnendum Breiðagerðisskóla í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Skólastjórnendur sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom meðal annars að enn sé ekki ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlega skaða af. Rétt fyrstu viðbrögð stúlkunnar sem og þeirra sem hún leitaði til í nærliggjandi húsi hafi án efa dregið úr skaðanum. Það hafi vonandi komið í veg fyrir varanlegan skaða. Fréttastofa náði tali af fólkinu sem stúlkan leitaði til. Þau vilja ekki láta nafn síns getið og er mikið brugðið eftir þetta áfall. Þau segjast strax hafa áttað sig á því að stúlkan væri mjög slösuð án þess þó að vita hvað hefði nákvæmlega gerst. Í ljósi þess að stúlkan átti erfitt með að opna augun auk þess að finna fyrir brunatilfinningu í munni hafi þau brugðið á það ráð að skola augu hennar og öndunarfæri með vatni og mjólk á meðan þau biðu eftir sjúkrabíl. Rannsóknarlögreglumaður sagði í kvöldfréttum okkar í fyrradag að svo virtist sem árásin hafi verið tilefnislaus. Drengirnir hafi verið að herma eftir athæfi sem þeir sáu á Youtube. Þessir sömu drengir hafi verið búnir að kaupa þennan tiltekna stíflueyði og búið til sprengjur sem þeir hafi sprengt á víð og dreif. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa drengirnir tekið upp sprengingar og sett myndbönd á samfélagsmiðilinn TikTok. Berglind Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Foreldrahúss.Vísir/Einar Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra skoði á samfélagsmiðlum. „Eru þau að horfa á eitthvað gagnlegt eða einhvern sora hreinlega og eitthvað sem er hættulegt og varðar jafnvel lög. Það er mikilvægt að taka samtalið,“ segir hún. „Við berum ábyrgð á börnunum okkar og hver á að fylgjast með þeim ef það eru ekki foreldrar. Ég sé enga aðra,“ segir Berglind.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Samfélagsmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Stíflueyðirinn tekinn úr sölu og aldurstakmörk til skoðunar Forstjóri Haga, sem rekur meðal annars verslanir Hagkaups, segir stíflueyði sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á mánudagskvöldi á skólalóð á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tekinn rakleiðis úr sölu eftir að upp komst um atvikið. 18. október 2023 12:26 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Stíflueyðirinn tekinn úr sölu og aldurstakmörk til skoðunar Forstjóri Haga, sem rekur meðal annars verslanir Hagkaups, segir stíflueyði sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á mánudagskvöldi á skólalóð á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tekinn rakleiðis úr sölu eftir að upp komst um atvikið. 18. október 2023 12:26