Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Margrét Björk Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. október 2023 19:55 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hvetur þá félagsmenn Eflingar sem misstu húsnæði sitt í brunanum við Funahöfða að hafa samband við félagið. Vísir/Arnar Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði Einn lést og tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna sem varð við Funahöfða í Reykjavík í gær. Tugir manna, mestmegnis erlent verkafólk, búa í húsnæðinu sem er ekki skráð sem íbúðarhúsnæði. „Það er náttúrlega ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það að sú húsnæðiskreppa sem er hér til staðar á höfuðborgarsvæðinu geri það að verkum að fólk lætur lífið,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru nokkur ár síðan að þrjár ungar manneskjur í blóma lífsins dóu við hræðilegar aðstæður. Aðrir misstu aleiguna eða slösuðust mjög illa,“ sagði Sólveig og vísaði til brunans á Bræðraborgarstíg í júní 2020. Auk þess sé stutt síðan fátækt verkafólk missti allt sem það átti í eldsvoða í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. „Og þetta er allt vegna þess að pólitísk valdastétt neitar að gera það sem þarf að gera.“ Veistu til þess að félagsmenn Eflingar búi þarna á Funahöfða? „Ég held að það sé mjög líklegt og ég vil þá fá að nota tækifærið og koma því áleiðis að ef einhverjir félagsmenn- eða konur Eflingar hafa búið þarna og hafa lent í þessum skelfilega eldsvoða að hafa endilega sem fyrst samband við félagið svo við getum reynt að liðsinna fólki.“ Sólveig segir að búið sé að grafa alvarlega undan mannréttindum fólks sem er neytt til að búa við þær ómannsæmandi aðstæður sem iðnaðarhúsnæði er. „Þarna erum við með fullvinnandi verkafólk, sem hér knýr áfram hagvaxtarhjólin, en er samt sett í þessa stöðu, að þurfa að sjá eftir mjög stórum hluta sem ráðstöfun á tekjum en þarf að leigja algjörlega óviðunandi húsnæði. Þannig að það er auðvitað margt sem að gerir það að verkum að þessi hópur, sá aljaðarsettasti, þetta eru innflytjendur, fátækt verkafólk, er látið búa við þessar aðstæður verður helst til viðbótar fyrir launaþjófnaði og vanvirðandi hegðun. Þannig að við erum þarna komin með þann hóp á íslenskum vinnumarkaði sem hefur það alverst,“ sagði Sólveig. Hvaða aðgerðir myndir þú telja að sé brýnastar að ráðast í núna? Það er auðvitað mjög góð spurning en svörin við henni eru ekkert sérstaklega flókin þó að þannig sé látið vera. Það þarf auðvitað að setja verulegar hömlur eða banna AirBNB og svo þarf auðvitað að fara hér í stórtæka uppbyggingu á ódýru og mannsæmandi húsnæði fyrir fólkið sem hér heldur öllu uppi með vinnu sinni. Bruni á Funahöfða Stéttarfélög Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Einn lést og tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna sem varð við Funahöfða í Reykjavík í gær. Tugir manna, mestmegnis erlent verkafólk, búa í húsnæðinu sem er ekki skráð sem íbúðarhúsnæði. „Það er náttúrlega ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það að sú húsnæðiskreppa sem er hér til staðar á höfuðborgarsvæðinu geri það að verkum að fólk lætur lífið,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru nokkur ár síðan að þrjár ungar manneskjur í blóma lífsins dóu við hræðilegar aðstæður. Aðrir misstu aleiguna eða slösuðust mjög illa,“ sagði Sólveig og vísaði til brunans á Bræðraborgarstíg í júní 2020. Auk þess sé stutt síðan fátækt verkafólk missti allt sem það átti í eldsvoða í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. „Og þetta er allt vegna þess að pólitísk valdastétt neitar að gera það sem þarf að gera.“ Veistu til þess að félagsmenn Eflingar búi þarna á Funahöfða? „Ég held að það sé mjög líklegt og ég vil þá fá að nota tækifærið og koma því áleiðis að ef einhverjir félagsmenn- eða konur Eflingar hafa búið þarna og hafa lent í þessum skelfilega eldsvoða að hafa endilega sem fyrst samband við félagið svo við getum reynt að liðsinna fólki.“ Sólveig segir að búið sé að grafa alvarlega undan mannréttindum fólks sem er neytt til að búa við þær ómannsæmandi aðstæður sem iðnaðarhúsnæði er. „Þarna erum við með fullvinnandi verkafólk, sem hér knýr áfram hagvaxtarhjólin, en er samt sett í þessa stöðu, að þurfa að sjá eftir mjög stórum hluta sem ráðstöfun á tekjum en þarf að leigja algjörlega óviðunandi húsnæði. Þannig að það er auðvitað margt sem að gerir það að verkum að þessi hópur, sá aljaðarsettasti, þetta eru innflytjendur, fátækt verkafólk, er látið búa við þessar aðstæður verður helst til viðbótar fyrir launaþjófnaði og vanvirðandi hegðun. Þannig að við erum þarna komin með þann hóp á íslenskum vinnumarkaði sem hefur það alverst,“ sagði Sólveig. Hvaða aðgerðir myndir þú telja að sé brýnastar að ráðast í núna? Það er auðvitað mjög góð spurning en svörin við henni eru ekkert sérstaklega flókin þó að þannig sé látið vera. Það þarf auðvitað að setja verulegar hömlur eða banna AirBNB og svo þarf auðvitað að fara hér í stórtæka uppbyggingu á ódýru og mannsæmandi húsnæði fyrir fólkið sem hér heldur öllu uppi með vinnu sinni.
Bruni á Funahöfða Stéttarfélög Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Sjá meira