„Þið getið tekið við þeim“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2023 16:28 Að minnsta kosti 2.700 manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasaströndina síðustu daga, samkvæmt yfirvöldum þar. AP/Fatima Shbair Abdullah annar, konungur Jórdaníu, þvertók fyrir það í dag að ríki hans eða Egyptaland tækju á móti palestínsku flóttafólki frá Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Tryggja þyrfti öryggi fólksins þar sem þau eru. Þar sló hann á svipaða strengi og ráðamenn í Egyptalandi hafa gert en þeir eru reiðir yfir þrýstingi á þá um að taka á móti stórum hópum flóttamanna. Yfirvöld í Ísrael hafa sagt rúmri milljón manna á norðurhluta Gasastrandarinnar að flýja til suðurs í aðdraganda væntanlegrar innrásar á svæðið. Umfangsmiklar loftárásir Ísraela hafa rústað heilu hverfunum og þúsundir eru sagðir liggja í valnum vegna þeirra. AP fréttaveitan segir minnst 2.700 Palestínumenn hafa fallið í þessum árásum, samkvæmt tölum frá Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Enn er þó talið að um 1.200 manns liggi í rústum húsa. Þá hafa Ísraelar lokað á vatn og rafmagn til Gasa og hafa stöðvað birgðaflutninga á svæðið. Mannréttinda- og hjálparsamtök segja svæðið að hruni komið. Fjölmenni við landamæri Egyptalands Þúsundir hafa safnast saman við landamæri Gasa og Egyptalands, á Rafah-landamærastöðinni en það er eina slíka stöðin sem Ísraelsher stjórnar ekki. Egyptar hafa ekki viljað opna hana eftir loftárásir Ísraela í síðustu viku. Ísraelar hafa hótað frekari árásum opni Egyptar landamærin fyrir birgðaflutningum. Ráðamenn í Bandaríkjunum og víðar hafa þrýst á yfirvöld í Egyptalandi um að opna landamærin fyrir Palestínumönnum með fleiri ríkisföng en Egyptar óttast að með tímanum og með auknum átökum á Gasaströndinni aukist þrýstingurinn á þá um að opna landamærin. Egypskir erindrekar hafa sagt að þeir muni leyfa flutning neyðaraðstoðar á Gasa en ekki taka við fjölmörgum flóttamönnum. Ísraelar vilja fara þveröfuga leið. Þeir meina Egyptum að opna landamærin fyrir birgðaflutninga en vilja að fólki verði leyft að flýja til Egyptalands. Þúsundir Palestínumanna bíða við landamærin inn í Egyptaland eftir tækifærit til að fara yfir þau.AP/Fatima Shbair Ætla ekki að taka við milljón manns Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, sagði í gær að það væri ekki lausn á deilunum við botni Miðjarðarhafs að flytja Palestínumenn á brott. Þá hefur Financial Times eftir heimildarmanni (áskriftarvefur) að egypskur erindreki hafi tilkynnt evrópskum erindreka á dögunum að ef Evrópubúar vildu að Egyptar tækju á móti milljón manns, yrðu þau send til Evrópu. „Ykkur er svo annt um mannréttindi. Þið getið tekið við þeim,“ á sá að hafa sagt. Evrópski erindrekinn sagði FT að Egyptar væru mjög reiðir yfir þeim þrýstingi sem verið væri að beita þá. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um fimm milljónir Palestínumanna séu flóttamenn í öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Egyptar óttast flóð flóttamanna á Sinai-skaga og það að Palestínumönnum verði aldrei hleypt aftur til Gasa, fari þau þaðan. Sinai-skagi er strjálbýlt svæði sem yfirvöld í Egyptalandi eiga erfitt með að stjórna vegna umsvifa vígahópa þar. Þeir hópar hafa átt tengsl við Gasaströndina, samkvæmt viðmælanda FT. Ráðamenn í Kaíró segja svæðið ekki ráða við mikið af flóttafólki og sérstaklega með tilliti til þess að Egyptar glíma við efnahagsvandræði þessa dagana. Átök í Ísrael og Palestínu Jórdanía Egyptaland Ísrael Flóttamenn Tengdar fréttir „Það að tortíma Hamas er bara tímabundin lausn fyrir Ísrael“ Helsti sérfræðingur Íslands um málefni Mið-Austurlanda segir tveggja ríkja lausnina, sem lagt var upp með í Oslóarsamkomulaginu fyrir Ísraelsmenn og Palestínumenn, ólíklega til að leysa vanda þjóðanna. Þá sé markmið Ísraelsmanna til að tortíma Hamas bara tímabundin „lausn“ fyrir Ísraelsmenn. 17. október 2023 10:11 Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. 17. október 2023 06:31 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira
Þar sló hann á svipaða strengi og ráðamenn í Egyptalandi hafa gert en þeir eru reiðir yfir þrýstingi á þá um að taka á móti stórum hópum flóttamanna. Yfirvöld í Ísrael hafa sagt rúmri milljón manna á norðurhluta Gasastrandarinnar að flýja til suðurs í aðdraganda væntanlegrar innrásar á svæðið. Umfangsmiklar loftárásir Ísraela hafa rústað heilu hverfunum og þúsundir eru sagðir liggja í valnum vegna þeirra. AP fréttaveitan segir minnst 2.700 Palestínumenn hafa fallið í þessum árásum, samkvæmt tölum frá Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Enn er þó talið að um 1.200 manns liggi í rústum húsa. Þá hafa Ísraelar lokað á vatn og rafmagn til Gasa og hafa stöðvað birgðaflutninga á svæðið. Mannréttinda- og hjálparsamtök segja svæðið að hruni komið. Fjölmenni við landamæri Egyptalands Þúsundir hafa safnast saman við landamæri Gasa og Egyptalands, á Rafah-landamærastöðinni en það er eina slíka stöðin sem Ísraelsher stjórnar ekki. Egyptar hafa ekki viljað opna hana eftir loftárásir Ísraela í síðustu viku. Ísraelar hafa hótað frekari árásum opni Egyptar landamærin fyrir birgðaflutningum. Ráðamenn í Bandaríkjunum og víðar hafa þrýst á yfirvöld í Egyptalandi um að opna landamærin fyrir Palestínumönnum með fleiri ríkisföng en Egyptar óttast að með tímanum og með auknum átökum á Gasaströndinni aukist þrýstingurinn á þá um að opna landamærin. Egypskir erindrekar hafa sagt að þeir muni leyfa flutning neyðaraðstoðar á Gasa en ekki taka við fjölmörgum flóttamönnum. Ísraelar vilja fara þveröfuga leið. Þeir meina Egyptum að opna landamærin fyrir birgðaflutninga en vilja að fólki verði leyft að flýja til Egyptalands. Þúsundir Palestínumanna bíða við landamærin inn í Egyptaland eftir tækifærit til að fara yfir þau.AP/Fatima Shbair Ætla ekki að taka við milljón manns Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, sagði í gær að það væri ekki lausn á deilunum við botni Miðjarðarhafs að flytja Palestínumenn á brott. Þá hefur Financial Times eftir heimildarmanni (áskriftarvefur) að egypskur erindreki hafi tilkynnt evrópskum erindreka á dögunum að ef Evrópubúar vildu að Egyptar tækju á móti milljón manns, yrðu þau send til Evrópu. „Ykkur er svo annt um mannréttindi. Þið getið tekið við þeim,“ á sá að hafa sagt. Evrópski erindrekinn sagði FT að Egyptar væru mjög reiðir yfir þeim þrýstingi sem verið væri að beita þá. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um fimm milljónir Palestínumanna séu flóttamenn í öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Egyptar óttast flóð flóttamanna á Sinai-skaga og það að Palestínumönnum verði aldrei hleypt aftur til Gasa, fari þau þaðan. Sinai-skagi er strjálbýlt svæði sem yfirvöld í Egyptalandi eiga erfitt með að stjórna vegna umsvifa vígahópa þar. Þeir hópar hafa átt tengsl við Gasaströndina, samkvæmt viðmælanda FT. Ráðamenn í Kaíró segja svæðið ekki ráða við mikið af flóttafólki og sérstaklega með tilliti til þess að Egyptar glíma við efnahagsvandræði þessa dagana.
Átök í Ísrael og Palestínu Jórdanía Egyptaland Ísrael Flóttamenn Tengdar fréttir „Það að tortíma Hamas er bara tímabundin lausn fyrir Ísrael“ Helsti sérfræðingur Íslands um málefni Mið-Austurlanda segir tveggja ríkja lausnina, sem lagt var upp með í Oslóarsamkomulaginu fyrir Ísraelsmenn og Palestínumenn, ólíklega til að leysa vanda þjóðanna. Þá sé markmið Ísraelsmanna til að tortíma Hamas bara tímabundin „lausn“ fyrir Ísraelsmenn. 17. október 2023 10:11 Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. 17. október 2023 06:31 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira
„Það að tortíma Hamas er bara tímabundin lausn fyrir Ísrael“ Helsti sérfræðingur Íslands um málefni Mið-Austurlanda segir tveggja ríkja lausnina, sem lagt var upp með í Oslóarsamkomulaginu fyrir Ísraelsmenn og Palestínumenn, ólíklega til að leysa vanda þjóðanna. Þá sé markmið Ísraelsmanna til að tortíma Hamas bara tímabundin „lausn“ fyrir Ísraelsmenn. 17. október 2023 10:11
Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. 17. október 2023 06:31