Þungir bílar borgi hærri bílastæðagjöld Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. október 2023 14:30 Frá Champs-Elysees í París. Getty Images Tvær borgir í Frakklandi ráðgera að láta eigendur stærri bíla borga meira í bílastæðagjöld í framtíðinni en eigendur lítilla bíla. Þeir taki meira pláss og séu hættulegri í umferðinni. Stórum fólksbílum fjölgar hratt Stórum fólksbílum og fjórhjóladrifnum bílum fjölgar óðfluga í mörgum stórborgum Evrópu. Þeim hefur til að mynda fjölgað um 300% hér á Spáni á síðustu 10 árum og eru nú 60% af bílaflota Spánverja. Þeir taka, eðli málsins samkvæmt, meira pláss í umferðinni og þeir flytja sífellt færri farþega á milli staða. Yfirvöld tveggja borga í Frakklandi, Parísar og Lyon, hafa nú ákveðið að hækka bílastæðagjöld stærri fólksbíla með þeim rökum að þeir noti meira pláss og að þeirra vegna verði allt viðhald gatna dýrara en áður. Æ færri farþegar í hverjum bíl Manuel Romana, verkfræðingur við tækniháskólann í Madrid, segir í samtali við spænska dagblaðið El País að stórum bílum fjölgi af ýmsum ástæðum; þeim fylgi orðið alls kyns öryggisbúnaður sem taki pláss, fólk vilji sitja hærra til að auka öryggi sitt og stór bíll sé líka ákveðið stöðutákn í velmegandi samfélögum Evrópu. Þetta sé samt í andstöðu við þá þróun að fjölskyldur verði æ fámennari og nú séu að meðaltali rétt um 1,3 manneskjur um borð í hverjum bíl sem aki um stórborgir álfunnar. Stórir bílar menga meira og valda meiri skaða Borgaryfirvöld í Lyon segja í fréttatilkynningu um hækkunina að þessir stóru bílar eyði meira eldsneyti og mengi þar af leiðandi meira, þeir þurfi meira rými í bílastæðum sem séu sameiginleg eign almennings og þeir valdi meiri skaða þegar þeir lenda í slysum en minni fólksbílar. Umferðarsérfræðingar hér á Spáni hafa nú opnað á umræðuna um þörf þess að leggja hærri gjöld á eigendur stærri bíla, en borgaryfirvöld stærstu borga landsins hafa þó ekki uppi nein áform um að gera slíkt á næstunni, hvað svo sem síðar kann að verða. En umræðan er alla vega hafin. Frakkland Spánn Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Stórum fólksbílum fjölgar hratt Stórum fólksbílum og fjórhjóladrifnum bílum fjölgar óðfluga í mörgum stórborgum Evrópu. Þeim hefur til að mynda fjölgað um 300% hér á Spáni á síðustu 10 árum og eru nú 60% af bílaflota Spánverja. Þeir taka, eðli málsins samkvæmt, meira pláss í umferðinni og þeir flytja sífellt færri farþega á milli staða. Yfirvöld tveggja borga í Frakklandi, Parísar og Lyon, hafa nú ákveðið að hækka bílastæðagjöld stærri fólksbíla með þeim rökum að þeir noti meira pláss og að þeirra vegna verði allt viðhald gatna dýrara en áður. Æ færri farþegar í hverjum bíl Manuel Romana, verkfræðingur við tækniháskólann í Madrid, segir í samtali við spænska dagblaðið El País að stórum bílum fjölgi af ýmsum ástæðum; þeim fylgi orðið alls kyns öryggisbúnaður sem taki pláss, fólk vilji sitja hærra til að auka öryggi sitt og stór bíll sé líka ákveðið stöðutákn í velmegandi samfélögum Evrópu. Þetta sé samt í andstöðu við þá þróun að fjölskyldur verði æ fámennari og nú séu að meðaltali rétt um 1,3 manneskjur um borð í hverjum bíl sem aki um stórborgir álfunnar. Stórir bílar menga meira og valda meiri skaða Borgaryfirvöld í Lyon segja í fréttatilkynningu um hækkunina að þessir stóru bílar eyði meira eldsneyti og mengi þar af leiðandi meira, þeir þurfi meira rými í bílastæðum sem séu sameiginleg eign almennings og þeir valdi meiri skaða þegar þeir lenda í slysum en minni fólksbílar. Umferðarsérfræðingar hér á Spáni hafa nú opnað á umræðuna um þörf þess að leggja hærri gjöld á eigendur stærri bíla, en borgaryfirvöld stærstu borga landsins hafa þó ekki uppi nein áform um að gera slíkt á næstunni, hvað svo sem síðar kann að verða. En umræðan er alla vega hafin.
Frakkland Spánn Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira