Scalise dregur framboð sitt til baka eftir inngrip Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2023 07:21 Trump steig fram í gær og sagði Scalise óhæfan sökum þess að hann hefði verið greindur með blóðkrabbamein. Þingmaðurinn Steve Scalise frá Louisiana hefur dregið sig út úr kosningum um næsta forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, eftir að honum mistókst að afla sér stuðnings harðlínu Repúblikana. Scalise var tilnefndur eftir lokaðan fund og atkvæðagreiðslu þingmanna Repúblikanaflokksins á miðvikudag en vantaði töluvert upp á að tryggja sér forsetaembættið þegar á hólminn var komið. Var það ekki síst vegna þess að margir stuðningsmenn keppninautar hans, þingmannsins Jim Jordan frá Ohio, neituðu að gefa sig og sameinast með flokkssystkinum sínum um að styðja Scalise. Jordan naut stuðnings Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Fulltrúadeildin er nú sem lömuð, á sama tíma og fjöldi mikilvægra mála þarfnast úrlausnar bæði heima fyrir og á erlendri grundu. Scalise sagðist stíga til hliðar í þeirri von að einhverjum öðrum tækist að sameina Repúblikanaflokkinn. Hann skaut á sama tíma á flokkssystkini sín og sagði suma ganga eigin erinda. Þingmaðurinn Don Bacon frá Nebraska segir í samtali við New York Times að Scalise hafi sigrað í lokuðu kosningunni meðal þingmanna Repúblikana en engu að síður hafi sumir þeirra svikist undan þegar kom að því að kjósa þingforseta. „Ef þú verðlaunar slæma hegðun verður áframhald á henni,“ sagði hann um næstu skref. Trump gerði illt verra þegar hann steig inn í umræðuna í gær og sagði Scalise óhæfan þar sem hann hefur greinst með blóðkrabbamein. „Steve er maður sem á í alvarlegum vanda af því að hann er með blóðkrabbamein. Ég veit ekki hvernig þú getur sinnt starfinu þegar þú ert að etja við svona alvarlegan vanda,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Jordan er talin munu freista þess í dag að tryggja sér forsetaembættið en á langt í land þar sem hann nýtur ekki stuðnings hófsamari Repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Scalise var tilnefndur eftir lokaðan fund og atkvæðagreiðslu þingmanna Repúblikanaflokksins á miðvikudag en vantaði töluvert upp á að tryggja sér forsetaembættið þegar á hólminn var komið. Var það ekki síst vegna þess að margir stuðningsmenn keppninautar hans, þingmannsins Jim Jordan frá Ohio, neituðu að gefa sig og sameinast með flokkssystkinum sínum um að styðja Scalise. Jordan naut stuðnings Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Fulltrúadeildin er nú sem lömuð, á sama tíma og fjöldi mikilvægra mála þarfnast úrlausnar bæði heima fyrir og á erlendri grundu. Scalise sagðist stíga til hliðar í þeirri von að einhverjum öðrum tækist að sameina Repúblikanaflokkinn. Hann skaut á sama tíma á flokkssystkini sín og sagði suma ganga eigin erinda. Þingmaðurinn Don Bacon frá Nebraska segir í samtali við New York Times að Scalise hafi sigrað í lokuðu kosningunni meðal þingmanna Repúblikana en engu að síður hafi sumir þeirra svikist undan þegar kom að því að kjósa þingforseta. „Ef þú verðlaunar slæma hegðun verður áframhald á henni,“ sagði hann um næstu skref. Trump gerði illt verra þegar hann steig inn í umræðuna í gær og sagði Scalise óhæfan þar sem hann hefur greinst með blóðkrabbamein. „Steve er maður sem á í alvarlegum vanda af því að hann er með blóðkrabbamein. Ég veit ekki hvernig þú getur sinnt starfinu þegar þú ert að etja við svona alvarlegan vanda,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Jordan er talin munu freista þess í dag að tryggja sér forsetaembættið en á langt í land þar sem hann nýtur ekki stuðnings hófsamari Repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent