Friður og réttlæti Bjarni Karlsson skrifar 12. október 2023 10:30 Heimsbyggðin horfir nú inn í áður óþekktar víddir mannlegrar grimmdar. Eftir hundrað ár munu fræðimenn fjalla um þá atburði sem nú eiga sér stað í Ísrael og Palestínu í viðleitni til að skilja eðli haturs í mannlegu félagi. Hvernig það er ræktað og að því hlúð í skjóli fálætis. Þá verður líka hægt að velta fyrir sér og skilja betur eðli mannlegrar reisnar og þörf alls fólks fyrir að eiga sögu og horfa til framtíðar með raunhæfa von í hjarta. Þá verður sú saga sem nú er að rekja sig fyrir botni miðjarðarhafs dæmi um það sem gerist þegar fólk er skipulega og í mjög langan tíma svipt mannlegri reisn svo það hefur ekki framar neinu að tapa. En nú situr hins vegar samfélag þjóðanna, sem hefur unað því ágætlega að horfa upp á skefjalausa kúgun Ísraels á Palestínu, og skoðar framvinduna meira líkt og veruleikaþátt í sjónvarpi. Ekki einungis grimmdin, heldur einnig systir hennar firringin er nú að öðlast nýja vídd í sögunni. Frásögnin í Lúkasarguðspjalli af gráti Jesú yfir Jerúsalemborg varðar einmitt þennan þátt mannlegs veruleika. Hvernig vangetan til þess að sjá og virða félagslegt samhengi verður alltaf á kostnað þeirra verst settu, öld fram af öld: „Er hann kom nær og sá borgina grét hann yfir henni og sagði: „Ef þú hefðir aðeins vitað á þessum degi hvað til friðar heyrir! En nú er það hulið sjónum þínum. Því að þeir dagar munu koma yfir þig að óvinir þínir munu gera virki um þig, setjast um þig og þröngva þér á alla vegu. Þeir munu leggja þig að velli og börn þín sem í þér eru og ekki láta standa stein yfir steini í þér vegna þess að þú þekktir ekki þinn vitjunartíma.“ (Lúk. 19. 41- 44.) Öllum er orðið ljóst að vandinn sem við er að etja verður ekki leystur með hernaðarmætti. Það sem heiminn skortir er friðarmáttur. Vangeta herja blasir við heimsbyggðinni. Bandríkjaher náði engum árangri öðrum en að auka á glundroða í Íran og Írak. Rússaher nær ekki neinum markmiðum í Úkraínu. Ísraelsher tekst ekki að leysa samskiptin við Palestínumenn. Hugmyndin um frið og öryggi fyrir atbeina hernaðar er byggð á mjög þröngu heimildavali og miklum greiðsluvilja almennings, ef svo má að orði komast. Þó hafa menn lengi vitað að friður er ekki þess eðlis að honum verði komið á. Það er ekki á okkar valdi að skapa frið. Sumt er ekki hægt að byggja heldur bara hægt að rækta. Friður er af þeirri sortinni. Hann er lifandi fyrirbæri sem, líkt og allt líf, lýtur sínum eigin lögmálum. Sælir eru friðflytjendur sagði Jesús frá Palestínu. Samkvæmt honum má rækta frið og bera hann með sér líkt og afleggjara, en það er ekki hægt að skipuleggja hann ofan frá. Hvað þá varpa honum yfir með sprengjum. Samkvæmt gömlu kristnu hefðinni er réttlæti nokkurs konar gróðurmold friðar. Friður vex af réttlæti. Vandinn er þó aftur sá að réttlæti verður ekki einfaldlega framkvæmt því það er ekki heldur á okkar valdi. Enginn persóna eða samfélag manna getur haldið því fram að þau séu handhafar réttlætisins. Réttlætið, líkt og friðurinn, lifir sínu sjálfstæða lífi. - Sæl eru þau sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu sagði meistarinn frá Palestínu. Og nú hrópar heimsbyggðin á frið og réttlæti meir en nokkru sinni. Þá ríður á að skilja að hvort tveggja ræðst af hugarfari okkar og menningunni sem við mótum. Vandinn í þessu er m.a. sá að við erum yfir höfuð orðin óvön því að tala um réttlæti. Þess í stað ræðum við um hagsmuni því það er svo fljótlegt. Hagsmunir eru nokkurs konar instant réttlæti, sem ekki nær utan um viðfangsefnið. Við erum heldur ekki lunkin þegar kemur að því að huga að friði í samskiptum vegna þess að þegar við segjum friður meinum við næði. Við viljum fá næði. Sem er ósköp skiljanlegt. Ég þrái líka næði til að lifa án afskipta annars fólks. En að því leyti sem næði mitt og þægindi byggja á ranglæti er það ekki friðsamlegt þótt heyra mætti saumnál detta. Ég gleymi því haldrei hvernig dr. Björn Björnsson siðfræðiprófessor talaði við okkur guðfræðinemana á 9. áratug síðustu aldar. Hann gagnrýndi með særðu hjarta hið misskilda friðarhugtak nútímans og sagði: Friður er hvorki lognmolla né hlutlaust ástand. Friður er alltaf stríðandi ferli í átökum líðandi stundar. Svo talaði hann um réttlætið sem gróðurmold. Hugsið ykkur ef í stað sprengjuregns kæmi skæðadrífa vel þjálfaðra hjálparstarfsmanna svífandi í fallhlífum yfir Gazasvæðið. Svo fylgdi þeim önnur fallbylgja sjúkragagna og annarra lífsnauðsynja sem nú skortir svo skelfilega. Hugsið ykkur ástríkan friðarher í umboði Sameinuðu þjóðanna sem tæki hetjulega áhættu með veru sinni á svæði þar sem nú á að opna hurðarlaust helvíti í beinni útsendingu. Allt í einu væri veruleikasjónvarp dauðans truflað af fólki með líf í augunum sem veðjaði á hinn mennska möguleika; neitaði að gera árás eða flýja, frjósa eða lúffa en kysi fremur að standa - líkt og Nelson Mandela, Gandí og Jesús Kristur - berskjaldað en upprétt frammi fyrir sýndarvaldinu með ekkert í höndum nema nakta mennsku. Þeir yrðu langleitir stríðsherrarnir með sitt beturvitandi föðurvald sem ekkert veit eða getur og ekkert kann nema halda áfram að þjösnast. Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Heimsbyggðin horfir nú inn í áður óþekktar víddir mannlegrar grimmdar. Eftir hundrað ár munu fræðimenn fjalla um þá atburði sem nú eiga sér stað í Ísrael og Palestínu í viðleitni til að skilja eðli haturs í mannlegu félagi. Hvernig það er ræktað og að því hlúð í skjóli fálætis. Þá verður líka hægt að velta fyrir sér og skilja betur eðli mannlegrar reisnar og þörf alls fólks fyrir að eiga sögu og horfa til framtíðar með raunhæfa von í hjarta. Þá verður sú saga sem nú er að rekja sig fyrir botni miðjarðarhafs dæmi um það sem gerist þegar fólk er skipulega og í mjög langan tíma svipt mannlegri reisn svo það hefur ekki framar neinu að tapa. En nú situr hins vegar samfélag þjóðanna, sem hefur unað því ágætlega að horfa upp á skefjalausa kúgun Ísraels á Palestínu, og skoðar framvinduna meira líkt og veruleikaþátt í sjónvarpi. Ekki einungis grimmdin, heldur einnig systir hennar firringin er nú að öðlast nýja vídd í sögunni. Frásögnin í Lúkasarguðspjalli af gráti Jesú yfir Jerúsalemborg varðar einmitt þennan þátt mannlegs veruleika. Hvernig vangetan til þess að sjá og virða félagslegt samhengi verður alltaf á kostnað þeirra verst settu, öld fram af öld: „Er hann kom nær og sá borgina grét hann yfir henni og sagði: „Ef þú hefðir aðeins vitað á þessum degi hvað til friðar heyrir! En nú er það hulið sjónum þínum. Því að þeir dagar munu koma yfir þig að óvinir þínir munu gera virki um þig, setjast um þig og þröngva þér á alla vegu. Þeir munu leggja þig að velli og börn þín sem í þér eru og ekki láta standa stein yfir steini í þér vegna þess að þú þekktir ekki þinn vitjunartíma.“ (Lúk. 19. 41- 44.) Öllum er orðið ljóst að vandinn sem við er að etja verður ekki leystur með hernaðarmætti. Það sem heiminn skortir er friðarmáttur. Vangeta herja blasir við heimsbyggðinni. Bandríkjaher náði engum árangri öðrum en að auka á glundroða í Íran og Írak. Rússaher nær ekki neinum markmiðum í Úkraínu. Ísraelsher tekst ekki að leysa samskiptin við Palestínumenn. Hugmyndin um frið og öryggi fyrir atbeina hernaðar er byggð á mjög þröngu heimildavali og miklum greiðsluvilja almennings, ef svo má að orði komast. Þó hafa menn lengi vitað að friður er ekki þess eðlis að honum verði komið á. Það er ekki á okkar valdi að skapa frið. Sumt er ekki hægt að byggja heldur bara hægt að rækta. Friður er af þeirri sortinni. Hann er lifandi fyrirbæri sem, líkt og allt líf, lýtur sínum eigin lögmálum. Sælir eru friðflytjendur sagði Jesús frá Palestínu. Samkvæmt honum má rækta frið og bera hann með sér líkt og afleggjara, en það er ekki hægt að skipuleggja hann ofan frá. Hvað þá varpa honum yfir með sprengjum. Samkvæmt gömlu kristnu hefðinni er réttlæti nokkurs konar gróðurmold friðar. Friður vex af réttlæti. Vandinn er þó aftur sá að réttlæti verður ekki einfaldlega framkvæmt því það er ekki heldur á okkar valdi. Enginn persóna eða samfélag manna getur haldið því fram að þau séu handhafar réttlætisins. Réttlætið, líkt og friðurinn, lifir sínu sjálfstæða lífi. - Sæl eru þau sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu sagði meistarinn frá Palestínu. Og nú hrópar heimsbyggðin á frið og réttlæti meir en nokkru sinni. Þá ríður á að skilja að hvort tveggja ræðst af hugarfari okkar og menningunni sem við mótum. Vandinn í þessu er m.a. sá að við erum yfir höfuð orðin óvön því að tala um réttlæti. Þess í stað ræðum við um hagsmuni því það er svo fljótlegt. Hagsmunir eru nokkurs konar instant réttlæti, sem ekki nær utan um viðfangsefnið. Við erum heldur ekki lunkin þegar kemur að því að huga að friði í samskiptum vegna þess að þegar við segjum friður meinum við næði. Við viljum fá næði. Sem er ósköp skiljanlegt. Ég þrái líka næði til að lifa án afskipta annars fólks. En að því leyti sem næði mitt og þægindi byggja á ranglæti er það ekki friðsamlegt þótt heyra mætti saumnál detta. Ég gleymi því haldrei hvernig dr. Björn Björnsson siðfræðiprófessor talaði við okkur guðfræðinemana á 9. áratug síðustu aldar. Hann gagnrýndi með særðu hjarta hið misskilda friðarhugtak nútímans og sagði: Friður er hvorki lognmolla né hlutlaust ástand. Friður er alltaf stríðandi ferli í átökum líðandi stundar. Svo talaði hann um réttlætið sem gróðurmold. Hugsið ykkur ef í stað sprengjuregns kæmi skæðadrífa vel þjálfaðra hjálparstarfsmanna svífandi í fallhlífum yfir Gazasvæðið. Svo fylgdi þeim önnur fallbylgja sjúkragagna og annarra lífsnauðsynja sem nú skortir svo skelfilega. Hugsið ykkur ástríkan friðarher í umboði Sameinuðu þjóðanna sem tæki hetjulega áhættu með veru sinni á svæði þar sem nú á að opna hurðarlaust helvíti í beinni útsendingu. Allt í einu væri veruleikasjónvarp dauðans truflað af fólki með líf í augunum sem veðjaði á hinn mennska möguleika; neitaði að gera árás eða flýja, frjósa eða lúffa en kysi fremur að standa - líkt og Nelson Mandela, Gandí og Jesús Kristur - berskjaldað en upprétt frammi fyrir sýndarvaldinu með ekkert í höndum nema nakta mennsku. Þeir yrðu langleitir stríðsherrarnir með sitt beturvitandi föðurvald sem ekkert veit eða getur og ekkert kann nema halda áfram að þjösnast. Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun