Formaður húsfélagsins fær nagladekkjabanninu hnekkt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. október 2023 10:28 Myndin er úr safni. Bílastæðakjallara Hörpu nánar tiltekið. Vísir/Vilhelm Ákvörðun húsfélags í fjölbýlishúsi um að banna notkun nagladekkja í bílageymslu sinni er ólögmæt, að mati kærunefndar húsamála. Nefndin telur ekki unnt að banna slíkt nema samþykki allra eigenda komi til. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti nefndarinnar sem birt hefur verið á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að í bílageymslunni séu 42 bílastæði og að það hafi verið formaður húsfélagsins sem hafi beðið um álit nefndarinnar á því hvort bannið væri lögmætt. Á aðalfundi húsfélagsins sem haldinn var þann 16. mars síðastliðinn var borin upp til atkvæðagreiðslu tillaga um „algjört bann við notkun nagladekkja í bílageymslu hússins.“ Á fundinn mættu eigendur 34 íbúða af 42. 32 samþykktu tillöguna. Epoxy efni á öllu gólfinu Forsaga málsins er sú að í júní í fyrra var epoxy efni lagt á allt gólfið í bílageymslu hússins. Ástæða þessarar framkvæmdar var sú að gólfið var allt krossprungið og ótal viðgerðir verið gerðar með floti, steypu og fylltun. Fram kemur að um þessa framkvæmd hafi verið algjör sátt og samstaða. Mánaðarmótin október/nóvember hafi svo þrír eigendur verið búnir að setja nagladekk undir bíla sína. Formaður húsfélags hafi þá náð samkomulagi við eigendur bílanna um að skipta út nagladekkjunum. Vildi breyta huglægum reglum í formlegar Segir formaðurinn að þrátt fyrir að fullkomin sátt hafi virst meðal eigenda um að aka ekki á nagladekkjum inn í bílageymsluna hafi verið lögð fram tillaga um algjört bann gegn notkun nagladekkja og að bannið yrði sett í húsreglur. Einnig að sett yrðu tvö varanleg skilti við innkeyrsludyr með áletrun um bannið. Óskar sá sem lagði til að bann yrði sett á þess við nefndina að málinu verði vísað frá. Enginn ágreiningur sé um nagladekk. Staðreyndin sé sú að hann hafi lagt fram tillögu um að breyta huglægum reglum í formlega staðfestar reglur, sem yrðu öllum ljósar og skýrar. Ákvörðun fundarins hefði staðfest skoðun hans. Stjórn húsfélagsins hafi hins vegar greitt kostnað þriggja eigenda við að skipta út nagladekkjum fyrir heilsársdekk. Þessir eigendur hafi ekki getað vitað af þessum huglægu reglum í haust. Slíkri kvöð verði þinglýst Í áliti kærunefndarinnar kemur fram að samkvæmt lögum um fjöleignarhús þurfi við ákvarðanatöku um sameiginleg málefni í fjöleignarhúsum samþykki allra eigenda vegna verulegra breytinga á hagnýtingu og afnotum sameignar. Samkvæmt því þurfi samþykki allra eigenda um meiri og víðtækari takmarkanir á ráðstföunar-og hagnýtingarrétti eigenda yfir séreign en leiðir af ákvæðum laganna eða eðli máls. Því telji kærunefnd ekki unnt að banna notkun nagladekka í bílageymslu nema samþykki allra eigenda komi til og að slíkri kvöð verði þinglýst sem sérstakri húsfélagssamþykkt. Hús og heimili Húsnæðismál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti nefndarinnar sem birt hefur verið á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að í bílageymslunni séu 42 bílastæði og að það hafi verið formaður húsfélagsins sem hafi beðið um álit nefndarinnar á því hvort bannið væri lögmætt. Á aðalfundi húsfélagsins sem haldinn var þann 16. mars síðastliðinn var borin upp til atkvæðagreiðslu tillaga um „algjört bann við notkun nagladekkja í bílageymslu hússins.“ Á fundinn mættu eigendur 34 íbúða af 42. 32 samþykktu tillöguna. Epoxy efni á öllu gólfinu Forsaga málsins er sú að í júní í fyrra var epoxy efni lagt á allt gólfið í bílageymslu hússins. Ástæða þessarar framkvæmdar var sú að gólfið var allt krossprungið og ótal viðgerðir verið gerðar með floti, steypu og fylltun. Fram kemur að um þessa framkvæmd hafi verið algjör sátt og samstaða. Mánaðarmótin október/nóvember hafi svo þrír eigendur verið búnir að setja nagladekk undir bíla sína. Formaður húsfélags hafi þá náð samkomulagi við eigendur bílanna um að skipta út nagladekkjunum. Vildi breyta huglægum reglum í formlegar Segir formaðurinn að þrátt fyrir að fullkomin sátt hafi virst meðal eigenda um að aka ekki á nagladekkjum inn í bílageymsluna hafi verið lögð fram tillaga um algjört bann gegn notkun nagladekkja og að bannið yrði sett í húsreglur. Einnig að sett yrðu tvö varanleg skilti við innkeyrsludyr með áletrun um bannið. Óskar sá sem lagði til að bann yrði sett á þess við nefndina að málinu verði vísað frá. Enginn ágreiningur sé um nagladekk. Staðreyndin sé sú að hann hafi lagt fram tillögu um að breyta huglægum reglum í formlega staðfestar reglur, sem yrðu öllum ljósar og skýrar. Ákvörðun fundarins hefði staðfest skoðun hans. Stjórn húsfélagsins hafi hins vegar greitt kostnað þriggja eigenda við að skipta út nagladekkjum fyrir heilsársdekk. Þessir eigendur hafi ekki getað vitað af þessum huglægu reglum í haust. Slíkri kvöð verði þinglýst Í áliti kærunefndarinnar kemur fram að samkvæmt lögum um fjöleignarhús þurfi við ákvarðanatöku um sameiginleg málefni í fjöleignarhúsum samþykki allra eigenda vegna verulegra breytinga á hagnýtingu og afnotum sameignar. Samkvæmt því þurfi samþykki allra eigenda um meiri og víðtækari takmarkanir á ráðstföunar-og hagnýtingarrétti eigenda yfir séreign en leiðir af ákvæðum laganna eða eðli máls. Því telji kærunefnd ekki unnt að banna notkun nagladekka í bílageymslu nema samþykki allra eigenda komi til og að slíkri kvöð verði þinglýst sem sérstakri húsfélagssamþykkt.
Hús og heimili Húsnæðismál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira