Til hamingju kennarar! Jónína Hauksdóttir skrifar 5. október 2023 09:00 Í dag, fimmtudaginn 5. október, fögnum við Alþjóðadegi kennara og því er full ástæða til að óska kennurum um land allt til hamingju með daginn, í þeirri trú að þeir eigi góðan dag með nemendum og samstarfsfólki sínu í dag líkt og aðra daga. Í starfi þar sem kennarar gera sitt besta á hverjum degi við að mennta og móta bæði huga og hjörtu barna og ungmenna. Það er mikilvægt að efla vitund samfélagsins sem við búum í um mikilvægi kennarastarfsins. Við kennarar erum best til þess fallin því við höfum menntað okkur til að geta sem best sinnt starfi kennarans með sérfræðiþekkingu okkar og fagmennsku. Starf kennarans er mikilvægt og það hefur áhrif á samfélagið á margvíslegan hátt. Hlutverk kennara er ekki eingöngu að kenna ákveðna þekkingu og færni heldur einnig að stuðla að almennum þroska, félagsfærni og sjálfstrausti barna og ungmenna. Kennarar hafaáhrif á menningu, gildi og viðhorf í samfélaginu, meðal annars með því að vera fyrirmyndir og með því að vekja áhuga nemenda sinna á því samfélagi sem við búum í. Skýrt kemur fram í skólastefnu Kennarasambandsins að við kennarar höfum lykilhlutverki að gegna við þróun og mótun skóla og menntunar. Við búum yfir víðtækri sérfræðiþekkingu og reynslu á sviði kennslu, miðlunar og menntunar sem við eigum að miðla innan skólans sem utan; til nemenda, foreldra og samfélagsins alls. Við kennarar eigum að vera óhrædd við að tala um og skrifa um starfið okkar. Við þurfum að segja frá stóru og litlu sigrunum, eins og þegar nemendur okkar ná tökum á nýrri þekkingu eða færni. Við þurfum að segja frá öllum þeim fjölbreyttu kennsluaðferðum sem við búum yfir svo við getum sem best mætt öllum þeim margbreytileika sem býr í nemendum okkar, stórum sem smáum. Við kennarar eigum að leiða umræðuna í samfélaginu í stað þess að bregðast við þegar aðilar sem búa ekki yfir sömu þekkingu og við, fara að ræða um og taka ákvarðanir sem snerta, og hafa áhrif á okkar starf og starfsaðstæður. Við kennarar eigum að sinna rannsóknum á sviði menntamála sem vekja athygli á öllu því vandaða og hugmyndaríka starfi sem fram fer í skólum landsins, á öllum skólastigum og skólagerðum. Við kennarar erum stolt af okkar starfi, okkar samstarfsfólki og okkar nemendum. Því eigum við að vera óhrædd að segja frá okkar starfi, öllu því sem er spennandi og áhugavert, öllu því sem kveikir áhuga hjá nemendum okkar og opnar huga þeirra. Öllu því sem þroskar og eflir þekkingu þeirra, vitsmunaþroska og félags- og siðferðisþroska. Á þann hátt eflum við þekkingu samfélagsins á mikilvægi okkar starfs, ekki einungis í dag heldur alla daga. #kennaravikan Höfundur er varaformaður KÍ og fulltrúi í kennararáði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Í dag, fimmtudaginn 5. október, fögnum við Alþjóðadegi kennara og því er full ástæða til að óska kennurum um land allt til hamingju með daginn, í þeirri trú að þeir eigi góðan dag með nemendum og samstarfsfólki sínu í dag líkt og aðra daga. Í starfi þar sem kennarar gera sitt besta á hverjum degi við að mennta og móta bæði huga og hjörtu barna og ungmenna. Það er mikilvægt að efla vitund samfélagsins sem við búum í um mikilvægi kennarastarfsins. Við kennarar erum best til þess fallin því við höfum menntað okkur til að geta sem best sinnt starfi kennarans með sérfræðiþekkingu okkar og fagmennsku. Starf kennarans er mikilvægt og það hefur áhrif á samfélagið á margvíslegan hátt. Hlutverk kennara er ekki eingöngu að kenna ákveðna þekkingu og færni heldur einnig að stuðla að almennum þroska, félagsfærni og sjálfstrausti barna og ungmenna. Kennarar hafaáhrif á menningu, gildi og viðhorf í samfélaginu, meðal annars með því að vera fyrirmyndir og með því að vekja áhuga nemenda sinna á því samfélagi sem við búum í. Skýrt kemur fram í skólastefnu Kennarasambandsins að við kennarar höfum lykilhlutverki að gegna við þróun og mótun skóla og menntunar. Við búum yfir víðtækri sérfræðiþekkingu og reynslu á sviði kennslu, miðlunar og menntunar sem við eigum að miðla innan skólans sem utan; til nemenda, foreldra og samfélagsins alls. Við kennarar eigum að vera óhrædd við að tala um og skrifa um starfið okkar. Við þurfum að segja frá stóru og litlu sigrunum, eins og þegar nemendur okkar ná tökum á nýrri þekkingu eða færni. Við þurfum að segja frá öllum þeim fjölbreyttu kennsluaðferðum sem við búum yfir svo við getum sem best mætt öllum þeim margbreytileika sem býr í nemendum okkar, stórum sem smáum. Við kennarar eigum að leiða umræðuna í samfélaginu í stað þess að bregðast við þegar aðilar sem búa ekki yfir sömu þekkingu og við, fara að ræða um og taka ákvarðanir sem snerta, og hafa áhrif á okkar starf og starfsaðstæður. Við kennarar eigum að sinna rannsóknum á sviði menntamála sem vekja athygli á öllu því vandaða og hugmyndaríka starfi sem fram fer í skólum landsins, á öllum skólastigum og skólagerðum. Við kennarar erum stolt af okkar starfi, okkar samstarfsfólki og okkar nemendum. Því eigum við að vera óhrædd að segja frá okkar starfi, öllu því sem er spennandi og áhugavert, öllu því sem kveikir áhuga hjá nemendum okkar og opnar huga þeirra. Öllu því sem þroskar og eflir þekkingu þeirra, vitsmunaþroska og félags- og siðferðisþroska. Á þann hátt eflum við þekkingu samfélagsins á mikilvægi okkar starfs, ekki einungis í dag heldur alla daga. #kennaravikan Höfundur er varaformaður KÍ og fulltrúi í kennararáði.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar