Mótvægisaðgerðir megi ekki gleymast þó aðlögun sé hafin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2023 21:31 Finnur Ricart segir nauðsynlegt að grípa til frekari og drastískari mótvægisaðgerða. Vísir/Arnar Formaður ungra umhverfissinna fagnar því að stjórnvöld séu farin að huga að hvernig aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Mótvægisaðgerðir megi þó ekki gleymast og enn eigi eftir að tryggja fjármagn í aðlögunaraðgerðir sem kynntar voru í gær. Skýrslan loftslagsþolið Ísland var kynnt í gær og er hún afrakstur stýrihóps sem umhverfisráðherra skipaði. Hópnum var falið að meta hvaða skref þurfi að taka til að aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Skýrslan er unnin út frá þeirri staðreynd að loftslagsbreytingar séu orðnar að veruleika. Þar kemur fram að öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta sé meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum. Huga þarf að fjölmörgum þáttum samkvæmt skýrslunni og meðal annars þarf að skoða vátryggingakerfið vegna tjónahættu. Fjórar forgangsaðgerðir eru hins vegar lagðar til sem snúa fyrst og fremst að upplýsingaöflun og miðlun gagna. Forseti Ungra umhverfissinna segir þetta góða byrjun en stjórnvöld ekki mega gleyma mótvægisaðgerðum. „Í fyrsta lagi þurfum við að átta okkur á því að neyðarástand ríkir í loftslagsmálum á heimsvísu. Til að bregðast við þessu neyðarástandi þá þurfum við að grípa til mun harðari mótvægisaðgerða sem forvarnir til að takmarka þörfina fyrir aðlögun,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna. Næst þurfi að grípa til aðgerða sem bæði draga úr losun og hjálpa okkur að aðlagast þeim breytingum sem eru óhjákvæmilegar. Þá þurfi að tryggja að stjórnsýslan geti tekist á við þetta verkefni, sem Finnur segir hana ekki vera í dag. „Við þurfum að tryggja nægt fjármagn í þennan málaflokk. Ef við lítum á fjárlagafrumvarpið núna þá er alls ekki sett nægt fjármagn í loftslagsmálaflokkinn í því,“ segir Finnur. Ísland sé að gera ýmislegt í þessum málaflokki og aðgerðaáætlun um samdrátt í losun en hún sé alls ekki nógu róttæk. Grípa þurfi til hraðari og meiri aðgerða. „Hvort ég sé vongóður að stjórnvöld forgangsraði á þennan hátt, að þau grípi til hraðari og róttækari strax er ég ekkert rosalega vongóður um það.“ Loftslagsmál Tengdar fréttir Unga fólkið gegn 32 ríkjum vegna loftslagsmála tekið fyrir hjá MDE Ellefu ára stúlka frá Portúgal er meðal sex ungmenna sem hafa höfðað mál gegn 32 ríkjum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ungmennin segja ríkin hafa brotið gegn mannréttindum sínum með því að grípa ekki til aðgerða gegn loftslagsvánni. 27. september 2023 10:50 Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. 26. september 2023 21:15 Rannsaka óvissuþætti við að skjóta brennisteinsögnum í heiðhvolfið Við Institute for Futures Studies í Svíþjóð er nú verið að byggja upp þverfaglegt teymi sem mun rannsaka ýmsa þætti er varða „solar geoengineering“ eða „solar radiation management“. Meðal annars verður horft til þeirrar óvissu sem fylgir tækninni og raunar óþekktra óvissuþátta. 18. september 2023 11:30 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Skýrslan loftslagsþolið Ísland var kynnt í gær og er hún afrakstur stýrihóps sem umhverfisráðherra skipaði. Hópnum var falið að meta hvaða skref þurfi að taka til að aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Skýrslan er unnin út frá þeirri staðreynd að loftslagsbreytingar séu orðnar að veruleika. Þar kemur fram að öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta sé meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum. Huga þarf að fjölmörgum þáttum samkvæmt skýrslunni og meðal annars þarf að skoða vátryggingakerfið vegna tjónahættu. Fjórar forgangsaðgerðir eru hins vegar lagðar til sem snúa fyrst og fremst að upplýsingaöflun og miðlun gagna. Forseti Ungra umhverfissinna segir þetta góða byrjun en stjórnvöld ekki mega gleyma mótvægisaðgerðum. „Í fyrsta lagi þurfum við að átta okkur á því að neyðarástand ríkir í loftslagsmálum á heimsvísu. Til að bregðast við þessu neyðarástandi þá þurfum við að grípa til mun harðari mótvægisaðgerða sem forvarnir til að takmarka þörfina fyrir aðlögun,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna. Næst þurfi að grípa til aðgerða sem bæði draga úr losun og hjálpa okkur að aðlagast þeim breytingum sem eru óhjákvæmilegar. Þá þurfi að tryggja að stjórnsýslan geti tekist á við þetta verkefni, sem Finnur segir hana ekki vera í dag. „Við þurfum að tryggja nægt fjármagn í þennan málaflokk. Ef við lítum á fjárlagafrumvarpið núna þá er alls ekki sett nægt fjármagn í loftslagsmálaflokkinn í því,“ segir Finnur. Ísland sé að gera ýmislegt í þessum málaflokki og aðgerðaáætlun um samdrátt í losun en hún sé alls ekki nógu róttæk. Grípa þurfi til hraðari og meiri aðgerða. „Hvort ég sé vongóður að stjórnvöld forgangsraði á þennan hátt, að þau grípi til hraðari og róttækari strax er ég ekkert rosalega vongóður um það.“
Loftslagsmál Tengdar fréttir Unga fólkið gegn 32 ríkjum vegna loftslagsmála tekið fyrir hjá MDE Ellefu ára stúlka frá Portúgal er meðal sex ungmenna sem hafa höfðað mál gegn 32 ríkjum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ungmennin segja ríkin hafa brotið gegn mannréttindum sínum með því að grípa ekki til aðgerða gegn loftslagsvánni. 27. september 2023 10:50 Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. 26. september 2023 21:15 Rannsaka óvissuþætti við að skjóta brennisteinsögnum í heiðhvolfið Við Institute for Futures Studies í Svíþjóð er nú verið að byggja upp þverfaglegt teymi sem mun rannsaka ýmsa þætti er varða „solar geoengineering“ eða „solar radiation management“. Meðal annars verður horft til þeirrar óvissu sem fylgir tækninni og raunar óþekktra óvissuþátta. 18. september 2023 11:30 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Unga fólkið gegn 32 ríkjum vegna loftslagsmála tekið fyrir hjá MDE Ellefu ára stúlka frá Portúgal er meðal sex ungmenna sem hafa höfðað mál gegn 32 ríkjum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ungmennin segja ríkin hafa brotið gegn mannréttindum sínum með því að grípa ekki til aðgerða gegn loftslagsvánni. 27. september 2023 10:50
Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. 26. september 2023 21:15
Rannsaka óvissuþætti við að skjóta brennisteinsögnum í heiðhvolfið Við Institute for Futures Studies í Svíþjóð er nú verið að byggja upp þverfaglegt teymi sem mun rannsaka ýmsa þætti er varða „solar geoengineering“ eða „solar radiation management“. Meðal annars verður horft til þeirrar óvissu sem fylgir tækninni og raunar óþekktra óvissuþátta. 18. september 2023 11:30