Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Margrét Björk Jónsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 26. september 2023 19:02 Rakel og Marta sem starfa í móttöku hótelsins Reykjavík Lights skráðu gesti út með því að skrá upplýsingar niður á blað. Vísir/Margrét Björk Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. Rafmagn kom aftur á rétt eftir klukkan 19 eftir að því hafði slegið út í um eina og hálfa klukkustund. Rafmagnsleysið hafði víðtæk áhrif á starfsemi fyrirtækja. Starfsfólk pizzastaðarins Olifia þurfti að vísa gestum frá vegna rafmagnsleysis og náðu ekki að halda starfseminni gangandi. Þá þurftu starfsmenn að hringja í gesti sem eiga bókað borð og afbóka. Á pizzastaðnum Olifa var búið að kveikja á kertaljósum.Vísir/Margrét Björk Trausti Kristjánsson, framkvæmdastjóri staðarins, sagðist hafa mestar áhyggjur af hráefnum í kæli. Hann átti vonaðist að sjálfsögðu til að rafmagnsleysi yrði ekki langvarandi því annars sæu þau fram á mikið tjón. Kveikt var á kertum inni á staðnum og þeir gestir sem voru búnir að fá mat áður en rafmagnsleysið skall á létu fara vel um sig. Á veitingastaðnum Krúsku var kassakerfið úti vegna rafmagnsleysis. Þar var viðskiptavinum boðið upp á að millifæra en þeir voru vegna rafmagnsleysisins. Að sögn Steinars Þórs, eiganda staðarins, mætti einn viðskiptavinur lukkulegur með seðla og gat því keypt kjúkling. Steinar Þór, eigandi Krúsku lét rafmagnsleysið ekki mikið á sig fá.Vísir/Margrét Björk Himinlifandi með fría drykki Allt mótttökukerfið á Reykjavík Lights hótelinu á Suðurlandsbraut lá niðri vegna rafmagnsleysis. Starfsfólk skráði gesti sem mættu og yfirgáfu hótelið á blað þess í stað. Rakel og Marta í móttökunni sögðu að gestir hótelsins hafi verið himinlifandi þar sem þeim hafi verið boðið fríir drykkir á barnum vegna ástandsins. Gestir komust inn á herbergi sín enda eru aðgangskort tengd rafhlöðum. Gestir á hótelinu Reykjavik Lights fengu fría drykki á barnum.Vísir/Margrét Björk Ekki var hægt að nota lyftur hótelsins, eðli málsins samkvæmt. Hópur sem var á leiðinni átti gistingu á 6. hæð og sögðust þær Rakel og Marta hafa mestar áhyggjur af því að koma töskum þeirra alla leiðina upp á 6. hæð fari rafmagnið kæmist ekki fljótlega aftur á. Fréttatími Stöðvar 2 fór ekki í loftið á réttum tíma og rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. Það var bjart yfir sjónvarpsmanninum Sindra Sindrasyni þrátt fyrir rafmagnsleysi. Vísir/Margrét Björk Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Rafmagn kom aftur á rétt eftir klukkan 19 eftir að því hafði slegið út í um eina og hálfa klukkustund. Rafmagnsleysið hafði víðtæk áhrif á starfsemi fyrirtækja. Starfsfólk pizzastaðarins Olifia þurfti að vísa gestum frá vegna rafmagnsleysis og náðu ekki að halda starfseminni gangandi. Þá þurftu starfsmenn að hringja í gesti sem eiga bókað borð og afbóka. Á pizzastaðnum Olifa var búið að kveikja á kertaljósum.Vísir/Margrét Björk Trausti Kristjánsson, framkvæmdastjóri staðarins, sagðist hafa mestar áhyggjur af hráefnum í kæli. Hann átti vonaðist að sjálfsögðu til að rafmagnsleysi yrði ekki langvarandi því annars sæu þau fram á mikið tjón. Kveikt var á kertum inni á staðnum og þeir gestir sem voru búnir að fá mat áður en rafmagnsleysið skall á létu fara vel um sig. Á veitingastaðnum Krúsku var kassakerfið úti vegna rafmagnsleysis. Þar var viðskiptavinum boðið upp á að millifæra en þeir voru vegna rafmagnsleysisins. Að sögn Steinars Þórs, eiganda staðarins, mætti einn viðskiptavinur lukkulegur með seðla og gat því keypt kjúkling. Steinar Þór, eigandi Krúsku lét rafmagnsleysið ekki mikið á sig fá.Vísir/Margrét Björk Himinlifandi með fría drykki Allt mótttökukerfið á Reykjavík Lights hótelinu á Suðurlandsbraut lá niðri vegna rafmagnsleysis. Starfsfólk skráði gesti sem mættu og yfirgáfu hótelið á blað þess í stað. Rakel og Marta í móttökunni sögðu að gestir hótelsins hafi verið himinlifandi þar sem þeim hafi verið boðið fríir drykkir á barnum vegna ástandsins. Gestir komust inn á herbergi sín enda eru aðgangskort tengd rafhlöðum. Gestir á hótelinu Reykjavik Lights fengu fría drykki á barnum.Vísir/Margrét Björk Ekki var hægt að nota lyftur hótelsins, eðli málsins samkvæmt. Hópur sem var á leiðinni átti gistingu á 6. hæð og sögðust þær Rakel og Marta hafa mestar áhyggjur af því að koma töskum þeirra alla leiðina upp á 6. hæð fari rafmagnið kæmist ekki fljótlega aftur á. Fréttatími Stöðvar 2 fór ekki í loftið á réttum tíma og rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. Það var bjart yfir sjónvarpsmanninum Sindra Sindrasyni þrátt fyrir rafmagnsleysi. Vísir/Margrét Björk
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira