Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2023 14:40 Runólfur Þórhallsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Arnar Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra. Málið snýst um viðtal sem Karl Steinar veitti mbl.is í gærkvöldi þar sem hann er spurður hvort það kæmi til greina að lækka hættustig að nýju ef sakborningarnir tveir yrðu sakfelldir. Karl Steinar svaraði því til að það gæti alveg verið því þetta væri „lifandi plagg“ líkt og Karl Steinar komst að orði. Sveinn Andri túlkaði svar Karls Steinars sem þrýsting á dómara um að sakfella í málinu og kvaðst nema „örvæntingu á lokastigi“ innan embættis ríkislögreglustjóra vegna málsins. Sjá nánar: „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Karl Steinar er staddur í útlöndum og hafði ekki tök á að veita viðtal vegna málsins en Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofu að ásökunin sé fráleit og að yfirlýsing Sveins Andra sé hluti af málsvörninni í málinu. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem verjendur í alvarlegum sakamálum eru með stóryrtar yfirlýsingar og reyna markvisst að draga úr trúverðugleika lögreglu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitthvað svona kemur fram. En það sem er áhugavert í þessu er að þarna er verið að efast um hlutleysi og fagmennsku dómara hér á landi og það finnst okkur áhugavert.“ Þegar Runólfur var spurður hvort það væri ekki eitthvað hæft í túlkun Sveins Andra svaraði hann því til að það væri með öllu fráleitt. „Svona áhættumöt eru unnin þannig að miklu magni upplýsinga er safnað bæði innanlands og erlendis. Þessi áhættumöt eru unnin eftir alþjóðlegum stöðlum og eins og ég segi þá er fráleitt að halda því fram að við séum að reyna að hafa áhrif á dómstóla landsins,“ segir Runólfur. „Þetta er ekkert nýtt, það eru einstaka verjendur sem nota þessa taktík í sinni málsvörn og við höfum margoft heyrt það áður þegar við erum að tala við verjendur, sérstaklega í alvarlegum sakamálum þá er markvisst verið að reyna að draga úr trúverðugleika lögreglu og það snýst náttúrulega um rannsóknargögn sem síðan er tekist á um fyrir dómi,“ segir Runólfur sem hvetur fólk til að kynna sér efni ákærunnar. „Það hefur verið fjallað ítarlega um málið í fjölmiðlum og ákæruna sem er byggð á rannsókn lögreglu og hvet alla til þess að kynna sér það til hlítar.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi sakbornings í svokölluðu hryðjuverkamáli, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar meðal annars eftir því að starfsemi ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð frá grunni. 25. september 2023 08:53 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Sjá meira
Málið snýst um viðtal sem Karl Steinar veitti mbl.is í gærkvöldi þar sem hann er spurður hvort það kæmi til greina að lækka hættustig að nýju ef sakborningarnir tveir yrðu sakfelldir. Karl Steinar svaraði því til að það gæti alveg verið því þetta væri „lifandi plagg“ líkt og Karl Steinar komst að orði. Sveinn Andri túlkaði svar Karls Steinars sem þrýsting á dómara um að sakfella í málinu og kvaðst nema „örvæntingu á lokastigi“ innan embættis ríkislögreglustjóra vegna málsins. Sjá nánar: „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Karl Steinar er staddur í útlöndum og hafði ekki tök á að veita viðtal vegna málsins en Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofu að ásökunin sé fráleit og að yfirlýsing Sveins Andra sé hluti af málsvörninni í málinu. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem verjendur í alvarlegum sakamálum eru með stóryrtar yfirlýsingar og reyna markvisst að draga úr trúverðugleika lögreglu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitthvað svona kemur fram. En það sem er áhugavert í þessu er að þarna er verið að efast um hlutleysi og fagmennsku dómara hér á landi og það finnst okkur áhugavert.“ Þegar Runólfur var spurður hvort það væri ekki eitthvað hæft í túlkun Sveins Andra svaraði hann því til að það væri með öllu fráleitt. „Svona áhættumöt eru unnin þannig að miklu magni upplýsinga er safnað bæði innanlands og erlendis. Þessi áhættumöt eru unnin eftir alþjóðlegum stöðlum og eins og ég segi þá er fráleitt að halda því fram að við séum að reyna að hafa áhrif á dómstóla landsins,“ segir Runólfur. „Þetta er ekkert nýtt, það eru einstaka verjendur sem nota þessa taktík í sinni málsvörn og við höfum margoft heyrt það áður þegar við erum að tala við verjendur, sérstaklega í alvarlegum sakamálum þá er markvisst verið að reyna að draga úr trúverðugleika lögreglu og það snýst náttúrulega um rannsóknargögn sem síðan er tekist á um fyrir dómi,“ segir Runólfur sem hvetur fólk til að kynna sér efni ákærunnar. „Það hefur verið fjallað ítarlega um málið í fjölmiðlum og ákæruna sem er byggð á rannsókn lögreglu og hvet alla til þess að kynna sér það til hlítar.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi sakbornings í svokölluðu hryðjuverkamáli, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar meðal annars eftir því að starfsemi ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð frá grunni. 25. september 2023 08:53 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Sjá meira
„Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi sakbornings í svokölluðu hryðjuverkamáli, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar meðal annars eftir því að starfsemi ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð frá grunni. 25. september 2023 08:53