Fá ekki að hlusta hver á annan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2023 10:17 Úr veislusalnum í Gullhömrum í morgun sem nú er dómsalur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur næstu rúmu vikuna eða svo. Vísir/Vilhelm Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. Þetta kom fram við upphaf aðalmeðferðar í málinu í morgun. „Af ástæðum sem öllum eru kunnar, þá bannar dómurinn umfjöllun og frásagnir af skýrslutökum fyrr en eftir fimmtudaginn,“ sagði Sigríður Hjaltested dómari. Vísaði hún til elleftu greinar laga um meðferð sakamála. Fjölmennt er í salnum í dag.Vísir/Vilhelm „Þótt þinghald sé háð í heyranda hljóði getur dómari bannað að skýrt verði frá því sem gerist þar ef ætla má að frásögn geti leitt til sakarspjalla eða valdið vandamönnum sakbornings, brotaþola eða öðrum sem ekki eru fyrir sökum hafðir þjáningum eða verulegum óþægindum. Ákvörðun um slíkt bann má vera tímabundin,“ segir í greininni. Páll Kristjánsson (t.v.) hjá KRST lögmannastofu er meðal verjenda í málinu.Vísir/Vilhelm Jón Þór Ólason, einn verjanda í málinu, óskaði eftir frekari rökum frá dómara fyrir því að ákærðu í málinu fengu ekki að vera í salnum á meðan skýrslutökur yfir sakborningum færu fram. Sigríður dómari sagði sakarefnið gefa tilefni til þess og ætlaði ekki að rökstyðja það frekar. Í framhaldinu ákvað Sigríður að gera stutt hlé á aðalmeðferðinni eftir að þrír verjendur höfðu krafist rökstuðnings fyrir ákvörðun dómara. Einn hafði á orði að hann hygðist kæra ákvörðunina til Landsréttar. Tíu mínútum síðar sneri Sigríður aftur og hafnaði beiðni Ómars Valdimarssonar, eins verjandans, um úrskurð vegna ákvörðunar sinnar. Reiknað er með því að aðalmeðferð í málinu standi alla vikuna. 25 ákærðir Héraðssaksóknari ákærði 25 í tengslum málið. Einn er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Upptökur úr öryggismyndavélum skemmtistaðarins fóru í dreifingu fljótlega eftir að árásin var framin, eftir að lögregluþjónn lak þeim úr málaskráningarkerfi lögreglunnar. Þar sjást mennirnir vaða inn í herbergi í kjallara Bankastrætis 5 og ráðast að þremur sem þar voru inni. Myndskeið af árásinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Tíu sakborningar eru ákærðir fyrir að veitast að mönnunum með höggum og spörkum og fjórtán til viðbótar eru ákærðir fyrir hlutdeild í árásinni. Í því felst að hafa ruðst inn á staðinn, verið inni í húsnæðinu á meðan árásinnni stóð og verið þannig ógnun við mennina þrjá og veitt árásarmönnunum liðsinni. Játaði að hafa stungið tvo Meirihluti mannanna neitaði sök í málinu þegar það var þingfest í hollum í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars síðastliðnum. Sá sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps játaði upphaflega að hafa stungið þrjá en ekki ætlað sér að myrða þá. Hann breytti síðar afstöðu sinni til sakargifta og sagðist aðeins hafa stungið tvo. Þá höfnuðu mennirnir flestir bótaskyldu í málinu en mennirnir þrír sem urðu fyrir árásinni kröfðust þess að árásarmennirnir yrðu dæmdir til þess að greiða þeim óskipt fimm milljón krónur hverjum í miskabætur auk skaðabóta vegna fjártjóns. Þá verði lögregla með aukna viðveru við dómasalinn tímabundna og óheimilt verði að fara með bakpoka inn í salinn. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Tengdar fréttir Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Þetta kom fram við upphaf aðalmeðferðar í málinu í morgun. „Af ástæðum sem öllum eru kunnar, þá bannar dómurinn umfjöllun og frásagnir af skýrslutökum fyrr en eftir fimmtudaginn,“ sagði Sigríður Hjaltested dómari. Vísaði hún til elleftu greinar laga um meðferð sakamála. Fjölmennt er í salnum í dag.Vísir/Vilhelm „Þótt þinghald sé háð í heyranda hljóði getur dómari bannað að skýrt verði frá því sem gerist þar ef ætla má að frásögn geti leitt til sakarspjalla eða valdið vandamönnum sakbornings, brotaþola eða öðrum sem ekki eru fyrir sökum hafðir þjáningum eða verulegum óþægindum. Ákvörðun um slíkt bann má vera tímabundin,“ segir í greininni. Páll Kristjánsson (t.v.) hjá KRST lögmannastofu er meðal verjenda í málinu.Vísir/Vilhelm Jón Þór Ólason, einn verjanda í málinu, óskaði eftir frekari rökum frá dómara fyrir því að ákærðu í málinu fengu ekki að vera í salnum á meðan skýrslutökur yfir sakborningum færu fram. Sigríður dómari sagði sakarefnið gefa tilefni til þess og ætlaði ekki að rökstyðja það frekar. Í framhaldinu ákvað Sigríður að gera stutt hlé á aðalmeðferðinni eftir að þrír verjendur höfðu krafist rökstuðnings fyrir ákvörðun dómara. Einn hafði á orði að hann hygðist kæra ákvörðunina til Landsréttar. Tíu mínútum síðar sneri Sigríður aftur og hafnaði beiðni Ómars Valdimarssonar, eins verjandans, um úrskurð vegna ákvörðunar sinnar. Reiknað er með því að aðalmeðferð í málinu standi alla vikuna. 25 ákærðir Héraðssaksóknari ákærði 25 í tengslum málið. Einn er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Upptökur úr öryggismyndavélum skemmtistaðarins fóru í dreifingu fljótlega eftir að árásin var framin, eftir að lögregluþjónn lak þeim úr málaskráningarkerfi lögreglunnar. Þar sjást mennirnir vaða inn í herbergi í kjallara Bankastrætis 5 og ráðast að þremur sem þar voru inni. Myndskeið af árásinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Tíu sakborningar eru ákærðir fyrir að veitast að mönnunum með höggum og spörkum og fjórtán til viðbótar eru ákærðir fyrir hlutdeild í árásinni. Í því felst að hafa ruðst inn á staðinn, verið inni í húsnæðinu á meðan árásinnni stóð og verið þannig ógnun við mennina þrjá og veitt árásarmönnunum liðsinni. Játaði að hafa stungið tvo Meirihluti mannanna neitaði sök í málinu þegar það var þingfest í hollum í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars síðastliðnum. Sá sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps játaði upphaflega að hafa stungið þrjá en ekki ætlað sér að myrða þá. Hann breytti síðar afstöðu sinni til sakargifta og sagðist aðeins hafa stungið tvo. Þá höfnuðu mennirnir flestir bótaskyldu í málinu en mennirnir þrír sem urðu fyrir árásinni kröfðust þess að árásarmennirnir yrðu dæmdir til þess að greiða þeim óskipt fimm milljón krónur hverjum í miskabætur auk skaðabóta vegna fjártjóns. Þá verði lögregla með aukna viðveru við dómasalinn tímabundna og óheimilt verði að fara með bakpoka inn í salinn.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Tengdar fréttir Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13