Íbúum Snæfellsbæjar fjölgar smátt og smátt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. september 2023 13:30 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar á skrifstofunni sinni þar sem hann hefur meira en nóg að gera. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum Snæfellsbæjar er smátt og smátt að fjölga en vandamálið þar eins og svo víða í öðrum sveitarfélögum úti á landi er vöntun á húsnæði fyrir nýja íbúa. Þá hefur fjöldi ferðamanna í Snæfellsbæ sjaldan eða aldrei verið eins mikill og í sumar og haust. Íbúar í Snæfellsbæ hafa síðustu ár verið um sautján hundruð en á þessu ári hefur þeim fjölgað um þrjátíu, sem er gleðiefni að sögn Kristins Jónassonar bæjarstjóra en það er þó eitt vandamál í stöðunni. „Okkur vantar bara meira húsnæði fyrir fólk. Það er næg atvinna, okkur vantar ofboðslega mikið af fólki í öll störf en til þess að geta tekið á móti því þá þurfum við að byggja meira húsnæði, sem við höfum aðeins verið að gera núna en mætti vera meira. Hér er alltaf nóg að gera og hefur alltaf verið,“ segir Kristinn. Ferðamennirnir eru út um allt á Snæfellsnesi. Hér eru ferðamenn til dæmis að fara í skoðunarferð í Vatnshellirinn, sem er í Purkhólahrauni sunnan við Snæfellsjökul.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðaþjónusta í Snæfellsbæ blómstrar en Kristinn segist sjaldan eða aldrei hafa séð eins mikið af ferðamönnum í sveitarfélaginu eins og í sumar og í haust. „Já, það er alltaf mikið af ferðamönnum í sveitarfélaginu og við höfum gert það með skipulögðum hætti að byggja upp áningarstaði á svæðinu þannig að við getum tekið á móti fólki þannig að sómi sé af,“ segir bæjarstjórinn og bætir við. Það eru mikil umsvif í kringum Snæfellsjökuls þjóðgarð þegar ferðamenn eru annars vegar, íslenskir og erlendir.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þjóðgarðurinn er náttúrulega rosalega öflugur og skiptir okkur miklu máli að hafa svona öflugan þjóðgarð og hann hefur verið að byggja upp innviðina líka. Þannig að sveitarfélagið og þjóðgarðurinn hefur verið að gera þetta til þess að geta tekið á móti. Við erum til dæmis líka sveitarfélagið með mjög flott tjaldsvæði þannig að við erum alltaf að reyna að bæta okkur á hverjum degi til að gera betur en við gerðum í gær,“ segir Kristinn. Snæfellsbær Ferðamennska á Íslandi Mannfjöldi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Íbúar í Snæfellsbæ hafa síðustu ár verið um sautján hundruð en á þessu ári hefur þeim fjölgað um þrjátíu, sem er gleðiefni að sögn Kristins Jónassonar bæjarstjóra en það er þó eitt vandamál í stöðunni. „Okkur vantar bara meira húsnæði fyrir fólk. Það er næg atvinna, okkur vantar ofboðslega mikið af fólki í öll störf en til þess að geta tekið á móti því þá þurfum við að byggja meira húsnæði, sem við höfum aðeins verið að gera núna en mætti vera meira. Hér er alltaf nóg að gera og hefur alltaf verið,“ segir Kristinn. Ferðamennirnir eru út um allt á Snæfellsnesi. Hér eru ferðamenn til dæmis að fara í skoðunarferð í Vatnshellirinn, sem er í Purkhólahrauni sunnan við Snæfellsjökul.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðaþjónusta í Snæfellsbæ blómstrar en Kristinn segist sjaldan eða aldrei hafa séð eins mikið af ferðamönnum í sveitarfélaginu eins og í sumar og í haust. „Já, það er alltaf mikið af ferðamönnum í sveitarfélaginu og við höfum gert það með skipulögðum hætti að byggja upp áningarstaði á svæðinu þannig að við getum tekið á móti fólki þannig að sómi sé af,“ segir bæjarstjórinn og bætir við. Það eru mikil umsvif í kringum Snæfellsjökuls þjóðgarð þegar ferðamenn eru annars vegar, íslenskir og erlendir.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þjóðgarðurinn er náttúrulega rosalega öflugur og skiptir okkur miklu máli að hafa svona öflugan þjóðgarð og hann hefur verið að byggja upp innviðina líka. Þannig að sveitarfélagið og þjóðgarðurinn hefur verið að gera þetta til þess að geta tekið á móti. Við erum til dæmis líka sveitarfélagið með mjög flott tjaldsvæði þannig að við erum alltaf að reyna að bæta okkur á hverjum degi til að gera betur en við gerðum í gær,“ segir Kristinn.
Snæfellsbær Ferðamennska á Íslandi Mannfjöldi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira