Bergið headspace er 5 ára Bjarney Rún Haraldsdóttir skrifar 22. september 2023 15:31 Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk, á forsendum ungs fólks. Stofnfundur samtakanna var haldinn fyrir fimm árum, þann 17. september 2018 og þjónusta við ungmenni fór af stað árið 2019. Fyrirmyndir Headspace er að finna í Ástralíu og Danmörku og hafa gefið góða raun sem lágþröskuldaþjónusta fyrir ungmenni sem geta leitað sér stuðnings frá fagfólki á eigin forsendum, án skilyrða. Það þýðir að þau stýra ferðinni, hversu oft þau koma í viðtöl og hvað þau vilja ræða hverju sinni. Þjónustan er fyrir ungt fólk frá 12 til 25 ára aldri. Það eru engir biðlistar og enga tilvísun þarf til þess að geta sótt þjónustuna sem er ungmennum að kostnaðarlausu. Frábær hópur fagfólks með víðtæka reynslu starfar í Berginu og styður við ungmenni sem þurfa á því að halda að tala við fagaðila í trausti og trúnaði, í hlýlegu og umvefjandi umhverfi. Ekkert viðfangsefni er of smátt eða of stórt til þess að þau geti leitað sér aðstoðar og 80% þeirra sem koma í Bergið þurfa ekki á dýrari eða flóknari þjónustu að halda, þeim nægir lágþröskuldaþjónustan. Þeim sem þurfa á meiri þjónustu að halda er leiðbeint í viðeigandi úrræði og er Bergið þá tenging við aðrar stofnanir og úrræði sem þörf er á. Hópurinn sem leitar í Bergið Frá því að Bergið opnaði hafa yfir 1300 ungmenni fengið þjónustu og í hverri viku eru um 60 – 70 ungmenni sem þiggja þjónustu frá fagfólki Bergsins. Af þeim sem leituðu í Bergið á síðasta ári voru 43% í framhaldsskóla, 21% í háskóla, 16% á vinnumarkaði, 12% í grunnskóla og 7% hvorki í vinnu né skóla. 47% þeirra höfðu ekki fengið þjónustu annars staðar áður en þau komu í Bergið. Flest þeirra sem leituðu í Bergið heyrðu af okkur í gegnum vin sem ber þess merki að þau treysti okkur og það eru bestu meðmæli sem við fáum. Stærstur hluti hópsins þarf á aðstoð að halda vegna kvíða eða þunglyndis og þar á eftir vegna einmanaleika, sjálfsskaða, sjálfsvígshugsana, hvers kyns samskipta í nánum samböndum eða vegna fíknar. Um helmingur þeirra sem til okkar leita eiga veika foreldra eða systkini eða eiga í erfiðum samskiptum á heimili eða við fjölskyldu. Aðrir umhverfisþættir eru hvers kyns ofbeldi sem þau hafa verið beitt, einelti, erfiðleikar í vinasamböndum eða missir einhvers nákomins. Yfir 40% þeirra ungmenna sem svöruðu ACE-spurningalistanum voru með fjögur eða fleiri ACE-stig. ACE-listinn byggir á spurningum um áföll og erfiða reynslu í uppvexti fyrir 18 ára aldur og ef ACE-stigin eru fjögur eða fleiri er aukin áhætta á andlegum, líkamlegum og félagslegum vandamálum á fullorðinsárum. Það er því til mikils að vinna að tryggja börnum og ungmennum aðgengilega og skilvirka þjónustu líkt og Bergið gerir, áður en vandinn er orðinn of flókinn eða alvarlegur. Í því felst mikið forvarnargildi. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið Eitt af markmiðum með starfsemi Bergsins var að brúa bilið í þjónustu við ungt fólk og það hefur raungerst á þessum fimm árum. Fyrr á þessu ári tóku Headspace samtökin í Danmörku, Noregi og á Íslandi höndum saman undir nafninu Nordic headspace með það markmið að bæta kerfin í kringum geðheilbrigði barna og ungmenna. Framundan er að opna Bergið headspace á Akureyri og vonandi víðar um landið, það er liður í því að veita lágþröskuldaþjónustu í nærsamfélagi allra ungmenna. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið og Bergið headspace er komið til að vera, enda mikilvægur hlekkur í að mæta þjónustuþörfum ungmenna. Eins og starfsmaður Bergsins orðaði svo vel að þá er þjónusta okkar eitt frábærasta boð til ungmenna á Íslandi og ég tek heilshugar undir þau orð. Von mín er að öll ungmenni á Íslandi viti að þessi þjónusta standi þeim til boða, hvort sem þau þurfa á henni að halda eða ekki. Höfundur er stjórnarformaður í Berginu headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk, á forsendum ungs fólks. Stofnfundur samtakanna var haldinn fyrir fimm árum, þann 17. september 2018 og þjónusta við ungmenni fór af stað árið 2019. Fyrirmyndir Headspace er að finna í Ástralíu og Danmörku og hafa gefið góða raun sem lágþröskuldaþjónusta fyrir ungmenni sem geta leitað sér stuðnings frá fagfólki á eigin forsendum, án skilyrða. Það þýðir að þau stýra ferðinni, hversu oft þau koma í viðtöl og hvað þau vilja ræða hverju sinni. Þjónustan er fyrir ungt fólk frá 12 til 25 ára aldri. Það eru engir biðlistar og enga tilvísun þarf til þess að geta sótt þjónustuna sem er ungmennum að kostnaðarlausu. Frábær hópur fagfólks með víðtæka reynslu starfar í Berginu og styður við ungmenni sem þurfa á því að halda að tala við fagaðila í trausti og trúnaði, í hlýlegu og umvefjandi umhverfi. Ekkert viðfangsefni er of smátt eða of stórt til þess að þau geti leitað sér aðstoðar og 80% þeirra sem koma í Bergið þurfa ekki á dýrari eða flóknari þjónustu að halda, þeim nægir lágþröskuldaþjónustan. Þeim sem þurfa á meiri þjónustu að halda er leiðbeint í viðeigandi úrræði og er Bergið þá tenging við aðrar stofnanir og úrræði sem þörf er á. Hópurinn sem leitar í Bergið Frá því að Bergið opnaði hafa yfir 1300 ungmenni fengið þjónustu og í hverri viku eru um 60 – 70 ungmenni sem þiggja þjónustu frá fagfólki Bergsins. Af þeim sem leituðu í Bergið á síðasta ári voru 43% í framhaldsskóla, 21% í háskóla, 16% á vinnumarkaði, 12% í grunnskóla og 7% hvorki í vinnu né skóla. 47% þeirra höfðu ekki fengið þjónustu annars staðar áður en þau komu í Bergið. Flest þeirra sem leituðu í Bergið heyrðu af okkur í gegnum vin sem ber þess merki að þau treysti okkur og það eru bestu meðmæli sem við fáum. Stærstur hluti hópsins þarf á aðstoð að halda vegna kvíða eða þunglyndis og þar á eftir vegna einmanaleika, sjálfsskaða, sjálfsvígshugsana, hvers kyns samskipta í nánum samböndum eða vegna fíknar. Um helmingur þeirra sem til okkar leita eiga veika foreldra eða systkini eða eiga í erfiðum samskiptum á heimili eða við fjölskyldu. Aðrir umhverfisþættir eru hvers kyns ofbeldi sem þau hafa verið beitt, einelti, erfiðleikar í vinasamböndum eða missir einhvers nákomins. Yfir 40% þeirra ungmenna sem svöruðu ACE-spurningalistanum voru með fjögur eða fleiri ACE-stig. ACE-listinn byggir á spurningum um áföll og erfiða reynslu í uppvexti fyrir 18 ára aldur og ef ACE-stigin eru fjögur eða fleiri er aukin áhætta á andlegum, líkamlegum og félagslegum vandamálum á fullorðinsárum. Það er því til mikils að vinna að tryggja börnum og ungmennum aðgengilega og skilvirka þjónustu líkt og Bergið gerir, áður en vandinn er orðinn of flókinn eða alvarlegur. Í því felst mikið forvarnargildi. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið Eitt af markmiðum með starfsemi Bergsins var að brúa bilið í þjónustu við ungt fólk og það hefur raungerst á þessum fimm árum. Fyrr á þessu ári tóku Headspace samtökin í Danmörku, Noregi og á Íslandi höndum saman undir nafninu Nordic headspace með það markmið að bæta kerfin í kringum geðheilbrigði barna og ungmenna. Framundan er að opna Bergið headspace á Akureyri og vonandi víðar um landið, það er liður í því að veita lágþröskuldaþjónustu í nærsamfélagi allra ungmenna. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið og Bergið headspace er komið til að vera, enda mikilvægur hlekkur í að mæta þjónustuþörfum ungmenna. Eins og starfsmaður Bergsins orðaði svo vel að þá er þjónusta okkar eitt frábærasta boð til ungmenna á Íslandi og ég tek heilshugar undir þau orð. Von mín er að öll ungmenni á Íslandi viti að þessi þjónusta standi þeim til boða, hvort sem þau þurfa á henni að halda eða ekki. Höfundur er stjórnarformaður í Berginu headspace.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar